Sunna og Arnar Þór festu kaup á 310 milljóna húsi

Sunna Jóhannsdóttir og Arnar Þór Stefánsson hafa fest kaup á …
Sunna Jóhannsdóttir og Arnar Þór Stefánsson hafa fest kaup á nýju húsi.

Hjónin Sunna Jóhannsdóttir og Arnar Þór Stefánsson hafa fest kaup á 484 fm húsi við Hjálmakur í Garðabæ. Sunna rak tímaritið Man um tíma ásamt fleirum en vinnur nú hjá Íslensku óperunni. Arnar Þór er lögmaður á lögfræðistofunni LEX og einn af eigendum hennar. 

Hjónin keyptu húsið af Hildi Rögnu Kristjánsdóttur og Alexander Kristjáni Guðmundssyni og greiddu 310 milljónir fyrir húsið. 

Húsið var byggt 2009 og er hið glæsilegasta. Sjálft húsið er 441,5 fm að stærð og bílskúrinn 43,2 fm. Það ætti því að fara vel um fjölskylduna í húsinu sem áður bjó í Arnarnesinu. Smartland sagði frá því þegar húsið fór á sölu.

Laufey Rún Ketilsdóttir framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins og Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins keyptu húsið af Arnari Þór og greiddu 172 milljónir fyrir það. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál