Stofnandi Sólfars keypti 165 milljóna raðhús

Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is

Sigurður Reynir Harðarson og Þórhildur Ýr Valsdóttir keyptu 165 milljón króna raðhús í Fossvogi. Húsið er 224 fm að stærð og var byggt 1968. Sigurður Reynir er einn af stofnendum CCP en árið 2014 kom hann leikjafyrirtækinu Sólfar á koppinn. 

„Árið 2014 fæðist hugmyndin að Sólfari. Við sjáum þá að ný sýndarveruleikatækni er að koma fram á sjónarsviðið, og úr nokkrum áttum. Fyrst héldum við að þetta væri bara sölutrix í ætt við þrívíddar-sjónvörp og þrívíddar-bíó en eftir að hafa prófað tæknina í höfuðstöðvum Oculus í Bandaríkjunum þá sáum við að þarna var tækni sem var komin til að vera,“ sagði Sigurður Reynir í viðtali við Morgunblaðið 2014 þegar hann var spurður um upphafi tölvuleikjafyrirtækisins Sólfar Studios. Fyrirtækið stofnaði Reynir með dr. Kjartani Pierre Emilssyni og Þorsteini Gunnarssyni. Allir störfuðu þeir áður hjá CCP og var Reynir einn af meðstofnendum íslenska leikjarisans á sínum tíma. Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni HÉR. 

Það á ekki eftir að fara illa um fjölskylduna í þessu einstaka húsi í Fossvoginum enda veðursæld mikil og hverfið skemmtilegt. 

Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
mbl.is