Fimm fantaflott sumarhús til sölu

Samsett mynd

Er eitthvað betra en að fara upp í sumarbústað eftir krefjandi viku til að hlaða batteríin? Það hljómar að minnsta kosti ansi vel, enda óneitanlega góð tilhugsun að komast aðeins frá æsingnum í borginni yfir í kyrrðina í sveitinni. Smartland tók saman fimm smart sumarhús sem eru á sölu.

Ásabraut 13

Í grennd við Selfoss er að finna einstakt 25 fm sumarhús hannað af danska arkitektinum Lars Frank Nielsen. Það er óhætt að segja að danskur blær sé yfir húsinu sem er í senn falleg og notalegt. 

Af fasteignavef mbl.is: Ásabraut 13

Heyholt 31

Í Borgarbyggð er að finna fallegt og notalegt 74,9 fm sumarhús sem var byggt árið 2006. Við hlið hússins stendur flott 34 fm bað- og gestahús, en þaðan er gengið beint út í heitan pott.

Af fasteignavef mbl.is: Heyholt 31

Þverá

Rétt fyrir utan Akureyri er að finna snoturt sumarhús með glæsilegu útsýni. Húsið er 83 fm að stærð og var byggt árið 2004. 

Af fasteignavef mbl.is: Þverá

Rimalönd 

Í landi Böðmóðsstaða leynist stílhreint og vel hannað sumarhús með stórum útsýnisgluggum. Húsið er 101 fm að stærð og er á tveimur hæðum.

Af fasteignavef mbl.is: Rimalönd

Víðibrekka 21

Í Grímsnesinu er að finna einstakt 174 fm sumarhús með stórum palli og frábæru útsýni. Húsið er á tveimur hæðum með fjórum svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Á pallinum er að finna glæsilegt eimbað og heitan pott.

Af fasteignavef mbl.is: Víðibrekka

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál