Frístundaherbergi og litríkir veggir á Seltjarnarnesi

Ljósmynd/Kristján Orri

Við Miðbraut á Seltjarnarnesi er að finna einstaklega litríkt einbýlishús sem byggt var 1970. Húsið er 202 fm að stærð og sérlega skemmtilega innréttað. Húsið er á einni hæð og stendur á lóð með grónum garði. 

Í stofunni eru stórir gluggar og þaðan er útgengi út í garð. Eitt af því sem gerir stofuna hressilega er blái liturinn á veggnum. Á honum eru hansshillur sem setja svip á rýmið en þar er líka plötuspilari og skemmtileg húsgögn. Í stofunni er líka pláss fyrir borðstofuborð en út af stofunni er garðskáli sem nýttur er sem sjónvarpsherbergi. Í því rými er múrsteinsklæddur arinn og því hægt að hafa það einstaklega notalegt. 

Í stofurýminu er svo einn gulur veggur sem kallast á við bláa veginn. 

Í húsinu eru mörg skemmtileg rými þar sem hægt er að hafa það notalegt. Þar er til dæmis afar sjarmerandi frístundaherbergi sem inniheldur mikið af bókum, geisladiskum og öðru skemmtilegu sem getur lífgað fólk við á rigningardögum. 

Af fasteignaveg mbl.is: Miðbraut 20

Ljósmynd/Kristján Orri
Ljósmynd/Kristján Orri
Ljósmynd/Kristján Orri
Ljósmynd/Kristján Orri
Ljósmynd/Kristján Orri
Ljósmynd/Kristján Orri
Ljósmynd/Kristján Orri
Ljósmynd/Kristján Orri
Ljósmynd/Kristján Orri
Ljósmynd/Kristján Orri
Ljósmynd/Kristján Orri
Ljósmynd/Kristján Orri
Ljósmynd/Kristján Orri
Ljósmynd/Kristján Orri
Ljósmynd/Kristján Orri
Ljósmynd/Kristján Orri
Ljósmynd/Kristján Orri
Ljósmynd/Kristján Orri
Ljósmynd/Kristján Orri
Ljósmynd/Kristján Orri
Ljósmynd/Kristján Orri
Ljósmynd/Kristján Orri
mbl.is