Hönnunarperla Kjartans Sveinssonar

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Arkarholt í Mosfellsbæ er að finna áhugavert einbýli sem byggt var 1975. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni þegar hann var undir áhrifum mínimalismans eða áður en hann fór að vinna með súlur og bogadregnar línur á einbýlishúsum sínum. 

Í viðtali við Sunnudagsmoggan árið 2012 segir Kjartan frá því að eitt það erfiðasta sem honum fannst hafa hent hann í lífinu, var að faðir hans hafði engin ráð á að kosta hann til náms.

„Mig dreymdi alltaf um að verða arkitekt því að ég hafði alltaf haft hæfileika til að teikna.“ Í staðinn lærði hann húsasmíði hjá Tómasi Vigfússyni, mikilsvirtum byggingameistara.

„Ég gat ekki verið heppnari með meistara. Auk þess sem Tómas var mesti ágætismaður sem ég hef kynnst þá var hann með svo fjölbreytt verkefni. Ég lauk prófi og var hæstur á prófinu. Satt að segja skil ég það ekki því að ég var ekkert hneigður fyrir smíði en hún hefur nýst vel við teikningarnar.“

Skömmu eftir útskriftina sá hann hvar Norræna félagið auglýsti eftir iðnmenntuðum Íslendingi til árs framhaldsnáms í sænskum lýðháskóla.

Örlög Kjartans voru ráðin. Hann var valinn úr hópi 50 umsækjenda. Í skólanum uppgötvaði hann að unnt væri að komast í sænskan tækniskóla án stúdentsprófs. Hann einsetti sér að komast í slíkan skóla og safnaði fyrir náminu á einu og hálfu ári.

„Ég hef kostað allt mitt sjálfur frá 13 ára aldri.“

Kjartan Sveinsson var í viðtali við Sunnudagsmoggann 2012 en tveimur …
Kjartan Sveinsson var í viðtali við Sunnudagsmoggann 2012 en tveimur árum síðar var hann fallinn frá. mb.is/Árni Sæberg

Húsið sem hann teiknaði í Mosfellsbænum hefur að geyma afar fallegt skipulag. Í stofunni er til dæmis arinn sem er klæddur með múrsteinum sem eru einnig á veggklæðningum að utan og innan. Skipulagið er mjög nútímalegt og passar inn í hugmyndir nútímafólks um það hvernig er hægt að hafa það sem best heima hjá sér. Stofan er örlítið niðurgrafin sem gerir hana ennþá notalegri og svo er stór rennihurð út í garð þar sem veðursæld ríkir enda garðurinn skjólgóður og gróinn. 

Af fasteignavef mbl.is: Arkarholt 1

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál