Björk seldi lúxusíbúð sína á 768 milljónir

Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir hefur selt glæsilega þakíbúð sína í New …
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir hefur selt glæsilega þakíbúð sína í New York-borg. ALESSIA PIERDOMENICO

Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir hefur selt þakíbúð sína í New York-borg á sex milljónir bandaríkjadala, eða um 768 milljónir króna á gengi dagsins í dag. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá.

Íbúðin er staðsett í Brooklyn-hverfinu og er 280 fermetrar að stærð. Alls eru fjögur svefnherbergi og fjögur baðherbergi í íbúðinni, en þar að auki er verönd sem umlykur íbúðina með frábæru útsýni yfir Brooklyn og hluta af Manhattan.

Fór á sölu árið 2018

Björk festi kaup á íbúðinni með fyrrverandi eiginmanni sínum, listamanninum Matthew Barney, árið 2009. Eignina keyptu þau fyrir um fjórar milljónir bandaríkjadala, eða um 571 milljón króna á gengi dagsins í dag. Björk og Barney voru saman frá árinu 2000 til 2013, en Björk keypti hlut Barney í íbúðinni árið 2015 á um 1,6 milljónir bandaríkjadala, eða 228 milljónir króna. 

Rúmlega fjögur ár eru síðan greint var frá því að íbúðin hefði verið sett á sölu, en þá var uppsett verð níu milljónir bandaríkjadala. Á fasteignaskrá New York-borgar kemur fram að gengið hafi verið frá sölunni í lok mars á síðasta ári.

Björk flutti aftur til Íslands í heimsfaraldrinum eftir langa búsetu í Bandaríkjunum. Árið 2021 festi hún kaup á einbýlishúsi sem var þá eitt dýrasta einbýli landsins. Smartland greindi frá kaupunum en húsið var teiknað af Sigvalda Thordarson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál