Endurútgefa klassíska hönnun Gunnars

Stílhrein hönnun! Gunnar hannaði látlaus og vönduð húsgögn á ferli …
Stílhrein hönnun! Gunnar hannaði látlaus og vönduð húsgögn á ferli sínum. Hér má sjá sófann INKA sem tilheyrir línunni sem hefur verið endurgerð hjá Fólk.

Hönnunarhátíðin HönnunarMars var opnuð formlega í gær. Í tilefni af hátíðinni hefur hönnunarfyrirtækið Fólk ákveðið að endurútgefa klassíska íslenska húsgagnahönnun eftir Gunnar Magnússon.

Gunnar var afkastamikill hönnuður á Íslandi á tímabili sem spannar nokkra áratugi. Hann hannaði húsgögn fyrir Hótel Holt, Íslandsbanka og Alþingi, enda var innflutningur á húsgögnum bannaður á þessum tíma. Gunnar hlaut heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands árið 2021. Á laugardaginn verður Tinna Gunnarsdóttir hönnuður og dóttir Gunnars gestur í sýningarrými Fólks á Hafnartorgi. Eva María Jónsdóttir fjölmiðlakona og jógakennari stýrir samtalinu og mun ræða við Tinnu um verk föður hennar og hvaða þýðingu þau höfðu fyrir íslenska hönnunarsögu.

Tinna Gunnarsdóttir hönnuður er dóttir Gunnars. Hún mun ræða verk …
Tinna Gunnarsdóttir hönnuður er dóttir Gunnars. Hún mun ræða verk föður sína á morgun í tenglsum við HönnunarMars. mbl.is/Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál