Franskir gluggar í Sigvaldahúsi í Hlíðunum

Íbúðin hefur verið innréttuð á afar smekklegan máta.
Íbúðin hefur verið innréttuð á afar smekklegan máta. Samsett mynd

Við Barmahlíð í Hlíðunum er að finna afar sjarmerandi 120 fm íbúð í fallegu steinklæddu fjölbýlishúsi sem reist var árið 1949 og teiknað af arkitektinum Sigvalda Thordarsyni. 

Um leið og gengið er inn í íbúðina tekur við sjarmerandi forstofa með bleikum lit á veggjum og fallegum mynstruðum flísum á gólfi. Sömu flísar má einnig sjá á gólfi í eldhúsi, en þær setja óneitanlega skemmtilegan svip á rýmin.

Stofan er rúmgóð með fallegum stórum frönskum gluggum sem hleypa mikilli birtu inn í rýmið. Fallegur steinklæddur arinn prýðir rýmið og býr til afar notalega stemningu. 

Guðdómlegur gólfsíður franskur gluggi

Í borðstofunni er viðarpanill með fallegum myndum, þar á meðal er verk eftir Leif Ými Eyjólfsson. Þar má einnig sjá hönnunarljósið PH-5 yfir borðstofuborðinu og Eames-stóla úr smiðju Charles og Ray Eames.

Þá má sjá fallega útfærslu á vinnuherbergi í íbúðinni, en þar er String-hillukerfið notað sem sænski arkitektinn Nils Strinning hannaði árið 1949. Þá hefur notalegri lesaðstöðu verið komið fyrir við stóran bókaskáp, en það er svo gólfsíður franskur gluggi sem setur punktinn yfir i-ið.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Barmahlíð 28

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál