Eigandi Lindex keypti lóð Alexöndru og Gylfa

Albert Þór Magnússon eigandi Lindex er skráður eigandi Molly ehf. …
Albert Þór Magnússon eigandi Lindex er skráður eigandi Molly ehf. sem festi kaup á lóð við Mávanes 5. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Molly ehf. hefur fest kaup á 1.400 fm lóð sem áður var í eigu Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og fótboltamannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar. Eigandi Molly ehf. er Albert Þór Magnússon oft kenndur við Lindex á Íslandi. 

Alexandra og Gylfi festu kaup á lóð við Mávanes 5 í Arnarnesi í júlí 2020. Þau greiddu 140 milljónir fyrir lóðina. Lóðin snýr til suðurs og er á eftirsóttum stað. Á lóðinni er heimilt að byggja 600 fm einbýlishús. Bílumferð er lítil á þessum stað og stutt í sjóinn og óbeislaða náttúru.

Hér má sjá lóðina sem nú er í eigu Molly …
Hér má sjá lóðina sem nú er í eigu Molly ehf. mbl.is/Baldur Arnarson

Það eru miklar breytingar í gangi hjá hjónunum Alexöndru og Gylfa því fyrr í dag var greint frá því að þau hefðu keypt einbýli í Garðabæ. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál