Best klæddi tannlæknirinn mætti í hyskisjakka

Skúli Gunnlaugsson klæddist hefðbundinni prima-loft úlpu eins og eru vinsælar …
Skúli Gunnlaugsson klæddist hefðbundinni prima-loft úlpu eins og eru vinsælar hjá miðaldra fólki. Magnús fór hinsvegar mörgum skrefum lengra og skartaði appelsínugulum hyskisjakka. Ljósmynd/Halla Jóhanna Magnúsdóttir

Magnús Björnsson tannlæknir lét sig ekki vanta á opnun sýningar Kristins Más Pálmasonar sem fram fór í Tveim hröfnum listhúsi. Klæðnaðurinn á Magnúsi var hressandi og töluvert öðruvísi en hjá hinum gestunum. Margir klæddust prima-loft úlpum sem njóta mikilla vinsælda, sérstaklega hjá fólki sem komið er yfir fertugt. Magnús var hinsvegar í appelsínugulum hyskisjakka við ljósar buxur og peysu með munstri. Jakkinn sem hann klæddist er frá Acne Studio sem er vinsælt skandinavískt tískumerki. 

Hyskisjakkar eru augljóslega komnir aftur í móð en þeir nutu mikilla vinsælda í kringum 1990 og voru þá ýmist grænir eða svartir með skærappelsínugulu fóðri. Vinnufatabúðin seldi jakkana í bílförmum og voru þeir sérlega vinsælir hjá unglingum. Þeir pössuðu líka einstaklega vel við hermannaklossa eða skó með stáltá. 

Nú eru breyttir tímar því hyskisjakkar fá nú að vera með í för þegar glæsileg myndlist er kynnt eins og gerðist á sýningu Kristins Más. 

Hulda Hákon og Erla Þórarinsdóttir.
Hulda Hákon og Erla Þórarinsdóttir. Ljósmynd/Halla Jóhanna Magnúsdóttir
Eiríkur Óskarsson, Snorri Ásmundsson og Skúli Gunnlaugsson.
Eiríkur Óskarsson, Snorri Ásmundsson og Skúli Gunnlaugsson. Ljósmynd/Halla Jóhanna Magnúsdóttir
Hulda Hákon, Kristinn Már Pálmason og Jón Óskar.
Hulda Hákon, Kristinn Már Pálmason og Jón Óskar. Ljósmynd/Halla Jóhanna Magnúsdóttir
Kristinn Már Pálmason og Ólöf Thoroddsen.
Kristinn Már Pálmason og Ólöf Thoroddsen. Ljósmynd/Halla Jóhanna Magnúsdóttir
Kristinn Már Pálmason, Anna Jóelsdóttir og Jón Ágúst Pálmason.
Kristinn Már Pálmason, Anna Jóelsdóttir og Jón Ágúst Pálmason. Ljósmynd/Halla Jóhanna Magnúsdóttir
Þórdís Aðalsteinsdóttir og Ágúst Skúlason.
Þórdís Aðalsteinsdóttir og Ágúst Skúlason. Ljósmynd/Halla Jóhanna Magnúsdóttir
Svanhvít Hrólfsdóttir og Bjarki Diego.
Svanhvít Hrólfsdóttir og Bjarki Diego. Ljósmynd/Halla Jóhanna Magnúsdóttir
Skúli Gunnlaugsson, Hrafnhildur Kristjánsdóttir og Anna Jóelsdóttir.
Skúli Gunnlaugsson, Hrafnhildur Kristjánsdóttir og Anna Jóelsdóttir. Ljósmynd/Halla Jóhanna Magnúsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál