Svona voru bestu partíin 2013

Svanhildur Hólm Valsdóttir og Logi Bergmann voru á meðal gesta …
Svanhildur Hólm Valsdóttir og Logi Bergmann voru á meðal gesta í brúðkaup Margrétar Hrafnsdóttur og Jóns Óttars Ragnarssonar.

Árið 2013 var mjög fjörugt í skemmtanalífinu ef marka má allar ljósmyndirnar sem teknar voru í boðum það herrans ár. Eitt flottasta teiti þessa árs var þegar Morgunblaðið fagnaði 100 ára afmæli sínu með 1.200 manna boði í Hörpu þar sem ekkert var til sparað. Það var þó fleira sem gerðist á árinu eins og myndirnar segja til um. 

Björn Ingi Hrafnsson og Hlín Einarsdóttir.
Björn Ingi Hrafnsson og Hlín Einarsdóttir.

Jón Óttar Ragnarsson og Margrét Hrafnsdóttir endurnýjuðu hjúskaparheit sín í lok árs 2013 með miklum glans eins og myndirnar sýna. 

Skúli Mogensen og Friðrika Geirsdóttir.
Skúli Mogensen og Friðrika Geirsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Það var glatt á hjalla á jólafrumsýningu Þjóðleikhússins 2013 þegar stykkið Þingkonurnar var frumsýnt. Benedikt Erlingsson leikstýrði verkinu af miklum myndarskap. Verkið laðaði að þotulið þess tíma. 

Áslaug Dröfn Sigurðardóttir og Ólafur Darri Ólafsson.
Áslaug Dröfn Sigurðardóttir og Ólafur Darri Ólafsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framleiðslufyrirtækið True North fagnaði 10 ára afmæli árið 2013. Slegið var upp veislu í Björtuloftum í Hörpu af því tilefni. 

Sigrún Hermannsdóttir, Þórður Norðfjörð, Orri Páll Ormarsson, Edda Hermannsdóttir, Ragnar …
Sigrún Hermannsdóttir, Þórður Norðfjörð, Orri Páll Ormarsson, Edda Hermannsdóttir, Ragnar Gunnarsson og Eva Laufey Hermannsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bókin um goðsögnina Hemma Gunn kom út árið 2013. Orri Páll Ormarsson blaðamaður á Morgunblaðinu skrifaði bókina og var hann algerlega á heimavelli þar. Eins og sést á myndunum var mikil stemning í útgáfuboðinu. 

Elsa Nielsen hannaði og myndskreytti bókina og höfundurinn Eva Dögg …
Elsa Nielsen hannaði og myndskreytti bókina og höfundurinn Eva Dögg Sigurgeirsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Eva Dögg Sigurgeirsdóttir gaf út Tískubókina árið 2013 og fagnaði áfanganum í gullkjól frá Ted Baker. 

Edda Hermannsdóttir og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir.
Edda Hermannsdóttir og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir gaf út matreiðslubók árið 2013 og fagnaði systir hennar, Edda Hermannsdóttir, ákaft með henni. 

Heiðar Árnason og Arna Bára Karlsdóttir.
Heiðar Árnason og Arna Bára Karlsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Playboy-fyrirsætan Arna Bára Karlsdóttir opnaði hárgreiðslustofu 2013. Nú er hún búsett á Spáni ásamt fjölskyldu sinni og gerir það gott á netinu. 

Ástríður Thorarensen og Davíð Oddsson.
Ástríður Thorarensen og Davíð Oddsson. mbl.is/Styrmir Kári

Morgunblaðið varð 100 ára 2013 og var haldið upp á afmælið með glæsiveislu í Hörpu. Ekkert var til sparað til að heiðra þetta elsta dagblað landsins. 

Karl Steingrímsson, Styrmir Bjartur Karlsson, Ester Ólafsdóttir, Karlotta Karlsdóttir og …
Karl Steingrímsson, Styrmir Bjartur Karlsson, Ester Ólafsdóttir, Karlotta Karlsdóttir og Aron Pétur Karlsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karl Steingrímsson eða Kalli í Pelsinum eins og hann er kallaður er alltaf með gleðina í forgrunni. 

Listamaðurinn Tolli og lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson í Tolla úlpum.
Listamaðurinn Tolli og lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson í Tolla úlpum. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Myndlistarmaðurinn Tolli fékk það heillandi verkefni að hanna munstur á úlpur sem framleiddar voru fyrir Cintamani. Úlpunum var vel tekið og voru allir helstu greifar landsins komnir í Tolla-úlpu. 

mbl.is