Bransaliðið mætti á Bessastaði

Óskar Þór Axelsson, Gísli Örn Garðarsson, Friðrik Þór Friðriksson og …
Óskar Þór Axelsson, Gísli Örn Garðarsson, Friðrik Þór Friðriksson og Óskar Jónasson á Bessastöðum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenskt kvikmyndagerðarfólk og fleiri góðir gestir mættu á Bessastaði á fimmtudaginn þegar Guðni Th. Jóhannesson afhenti kvik­mynda­leik­stjór­un­um Miu Han­sen-Løve og Joachim Trier heiður­sverðlaun RIFF. Trier gerði opn­un­ar­mynd RIFF í ár en hún ber heitið Ver­d­ens verste menn­e­ske, Versta mann­eskja í heimi.

Fleiri erlendir gestir voru á Bessastöðum og ber þar helst að nefna söngkonu Blondie, stórstjörnuna Debbie Harry. Heimildarmyndin Blondie: Að lifa í Hav­ana verður sýnd á hátíðinni og var leikstjórinn Rob Roth einnig mættur. 

Debbie Harry, söngona Blondie, og Rob Roth, leikstjóri Blondie: Að …
Debbie Harry, söngona Blondie, og Rob Roth, leikstjóri Blondie: Að lifa í Hav­ana. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þekkt íslenskt kvikmyndagerðarfólk og leikarar létu ekki verðlaunaafhendinguna á Bessastöðum fram hjá sér fara. Hjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir voru mætt. Leikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson fór líka út á Álftanes sem og þær Silja Hauksdóttir og Vera Sölvadóttir. 

Silja Hauksdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir í góðum félagsskap.
Silja Hauksdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir í góðum félagsskap. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þetta er í 18. sinn sem kvik­mynda­hátíðin er hald­in og stend­ur hún til 10. októ­ber.Loka­mynd RIFF verður Mar­grete, Qu­een of The North sem frum­sýnd var í Kaup­manna­höfn á dög­un­um í leik­stjórn Char­lotte Siel­ing og með Trine Dyr­holm í aðal­hlut­verki. Nor­rænt sam­starfs­verk­efni, True North er meðfram­leiðandi og Hall­dóra Geir­h­arðs og Tinna Hrafns leika í mynd­inni.

Debbie Harry, Rob Roth, Guðni Th. Jóhannesson, Joachim Trier og …
Debbie Harry, Rob Roth, Guðni Th. Jóhannesson, Joachim Trier og Hrönn Marinósdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Það var mikið spjallað í boðinu.
Það var mikið spjallað í boðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Vera Sölvadóttir og Christof Wehmeier.
Vera Sölvadóttir og Christof Wehmeier. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Tómas Lemarquis, Aníta Briem, Tinna Hrafnsdóttir og.
Tómas Lemarquis, Aníta Briem, Tinna Hrafnsdóttir og. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Guðni Th. Jóhannesson og Kristín Jóhannesdóttir.
Guðni Th. Jóhannesson og Kristín Jóhannesdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál