Kærustuparið Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS orka og María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður létu sig ekki vanta á Skjálfta sem byggð er á skáldsögu Auðar Jónsdóttur Stóri skjálfti.
Það var einstök stemning í Háskólabíói í gær þegar myndin var forsýnd í gærkvöldi og mikil eftirvænting í loftinu. Tinna Hrafnsdóttir var í fimm ár að gera myndina sem er hennar fyrsta kvikmynd. Hún vann handritið upp úr bók Auðar.
Aníta Briem fer svo með aðalhlutverkið þar sem hún leikur Sögu sem glímir við heilsubrest og vandamál úr æskunni. Edda Björgvinsdóttir leikur móðir Sögu og Jóhann Sigurðarson leikur föður hennar. Tinna Hrafnsdóttir leikur sjálf í myndinni og fer með hlutverk systur Sögu.