40 ára íslensk kona vill komast í samband

40 ára íslensk kona þráir að komast í samband.
40 ára íslensk kona þráir að komast í samband.

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Lausninni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá 40 ára gamalli konu sem þráir að komast í samband. 

Halló Valdimar,

ég er 40 ára og kem úr alkafjölskyldu sem hefur gert það að verkum að ég er lokuð þegar kemur að samskiptum við annað fólk - erfið æska. Í dag er ég einhleyp, barnlaus, með tvær kisur og er rosalega einmana. Ég hef ekki mikið bakland í fjölskyldu og flestir vinir eru komnir með sína eigin fljölskyldu og hafa minni tíma til að hanga með einhleypu vinkonunni. Ég er því mikið ein. Ég hef áhugamál en þeim áhugamálum sinni ég ein. Ég hef prófað að stunda áhugamál með hópi en þá endar það yfirleitt að ég er ein með hjónafólki, úti í horni. Ég er mikið stök því vinirnir hafa oft ekki áhuga á að stunda þau áhugamál sem mig langar til að vera í. Málið er að mig langar og hefur langað lengi að stofna til sambands og eignast mína eigin fjölskyldu en í hvert sinn sem ég deita þá springur það í loftið annaðhvort strax eða eftir nokkra mánuði.

Ég hef farið til sálfræðings til að gera upp æskuna sem gekk vel en ég á rosalega erfitt með að mynda sambönd. Sjálfstraustið hjá mér er lítið sem auðvitað hjálpar ekki til og mér finnst að í hvert sinn sem ég reyni þá er mér ýtt til hliðar sem veldur því að ég er mikið til hætt að reyna.

Ég er lokuð og það tekur langan tíma að kynnast mér því ég er mjög brennd. Það er auðveldara að knúsa kisurnar heldur en að reyna samskipti við hitt kynið. Vonin blundar þó alltaf í mér að mér muni einn daginn takast að mynda heilbrigt samband en hún er að verða minni og minni með hverju árinu sem líður. Hvað get ég gert til komast upp úr þessum sömu hjólförum?

Kær kveðja, 

HHK

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson. mbl.is/Árni Sæberg

Góðan daginn HHK og takk fyrir spurninguna.

Uppkomin börn alkóhólista eru gjarnan því marki brennd að sjálfsvirðið er laskað sem birtist meðal annars í lágu sjálfstrausti. Það hefur áhrif á öll sambönd, bæði náin sambönd sem og önnur. Ástæðan er oftast nær skortur á ákveðnum grunnþáttum í uppvextinum þar sem við lærum á eðlilegan hátt hversu mikils virði við erum, hvað eru eðlileg mörk, hvað er eðlilegt í sambandi við þarfir og langanir, að það er eðlilegt að gera mistök og að sem börn eigum við að geta verið hvatvís og frjáls.

Þegar getan til að sinna þessum atriðum er takmörkuð af hálfu uppalanda, þróa börn með sér ákveðna varnarhætti til að lifa af við slíkar aðstæður, varnarhætti sem svo fylgja okkur áfram inn í fullorðinsárin. Þessir varnarhættir geta til dæmis verið að afneita tilfinningum, gera lítið úr þeim eða ýkja þær. Þá er algengt að fólk er ýmist háð öðrum aðilum og upplifir sig minna virði í samböndum, eða forðast í raun of mikla nánd og líður því illa í of miklum tengslum við annað fólk. Þessi atriði og fjölmörg önnur geta verið afleiðingar þess að alast upp við alkóhólisma.

Það er oftast af mörgu að taka í lífum uppkominna barna alkóhólista. Ég vil hrósa þér fyrir að hafa leitað þér aðstoðar til að gera upp æskuna. Það er líklegt að fyrri reynsla þín sé að hafa áhrif á það hvernig maka þú velur þér, hvaða hegðunarmynstur þú sækist í og hvernig samböndin „springa í loft upp“ eins og þú orðar það. Eins er afleiðingin mjög gjarnan sú að fólk einangrast af því það telur mikilvægt að vera „óháð“ öðrum en langar innst inni í náin tengsl.

Ég mæli með því að þú leitir til ráðgjafa sem hefur þekkingu á meðvirkni og tengslum þess að vera aðstandandi alkóhólista og erfiðleika í samskiptum. Bókin Meðvirkni eftir Piu Mellody er góð lesning til að átta sig á fyrrgreindu samspili uppvaxtarins og erfiðleika á fullorðinsárum. Þá vil ég einnig mæla með Al-anon fundum til þess að fræðast um leiðir sem aðrir hafa notað til að vinna úr sambærilegum vanda og fá stuðning í þínu lífi. Það er í raun nauðsynlegt að hefja ferðalagið með utanaðkomandi aðstoð svo þú fáir styrkinn til að opna á tilinningar þínar og að geta tekið á móti þeim frá öðrum á heilbrigðan hátt.

Gangi þér allt í haginn!

Kveðja,

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimar spurningu HÉR. 

mbl.is

Vinna upp úr fötum sem var hafnað

Í gær, 18:00 Verkefnið Misbrigði er nú unnið í þriðja sinn af nemendum í fatahönnun á 2. ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Sá fatnaður og textíll sem unnið er með hefur, fyrir ýmsar sakir lent utangarðs. Meira »

Hödd selur eitursvala raðhúsið sitt

Í gær, 15:00 Almannatengillinn Hödd Vilhjálmsdóttir hefur sett glæsilegt raðhús sitt í Garðabæ á sölu. Húsið er nýstandsett en það var byggt 2017. Meira »

Veggfóðrið gjörbreytti hjónaherberginu

Í gær, 12:00 Ásta Sigurðardóttir lét veggfóðra einn vegg í hjónaherbergi sínu í Fossvogi. Hún valdi veggfóður frá Versace sem kemur með alveg nýja dýpt inn í herbergið. Í leiðinni málaði hún veggina í stíl og lakkaði hjónarúmið. Meira »

„Komdu út úr myrkrinu“

í gær Orri Einarsson einn af stjórnendum Áttunnar lýsir reynslu sinni í neyslu og lífinu í bata. Hann kallar á alla þá sem eru ennþá þarna úti að koma út úr myrkrinu. „Hlutverk ykkar í lífinu er ekki að vera fíklar. Það er meira og stærra líf sem bíður ykkar.“ Meira »

Eru áhyggjur og kvíði að „drepa þig“?

í gær „Þegar við höfum of miklar áhyggjur í of mikinn tíma getur það þróast í alvarleg einkenni af kvíða, sjúklegum eða óeðlilegum kvíða sem hefur verulega hamlandi áhrif á líf viðkomandi. Máltækið „dropinn holar steininn“ á vel við í þessu samhengi. Kvíði af þessu tagi verður í mörgum tilfellum viðvarandi tilfinning, fólk vaknar og sofnar með svokallaðan kvíðahnút og finnur fyrir honum yfir mestallan daginn.“ Meira »

Notar ekki stílista og velur fötin sjálf

í fyrradag Stjörnurnar eru flestar með stílista í vinnu sem sjá um að klæða þær fyrir opinbera viðburði. Það eru þó sumar sem vilja ekkert með stílista hafa. Meira »

Yngsta barnið er uppáhalds

í fyrradag Það er satt það sem eldri systkini segja, yngsta barnið í systkinahópnum er í uppáhaldi. Eldri börn þykja oft frek og erfið. Meira »

Íslenska miðaldra konu langar í mann

í fyrradag „Ég skildi fyrir nokkrum árum síðan eftir rúmlega 20 ára samband og 5 börn. Þetta var búið að vera mjög erfiður tími. Mikið um áföll, þunglyndi o.fl. Suma daga geng ég í gegnum sorg en aðra daga er ég bjartsýn. Áhyggjur af peningamálum koma og fara en svo er það framtíðin. Mig langar ekki að vera ein.“ Meira »

Tóku heilhring í Perlunni

í fyrradag Lokahóf og 10 ára afmælispartí HönnunarMars fór fram á í gærkvöldi á Út í bláinn í Perlunni. Stemningin var góð en boðið var upp á góðan mat, drykki, kórónuleiki og afmælishappdrætti. Meira »

HönnunarMars í Epal

í fyrradag Það var glatt á hjalla í Epal þegar HönnunarMars var settur í versluninni. Íslenskir hönnuðir sýndu afurðir sínar á sýningunni. Meira »

Rífandi stemning á Rocky Horror

í fyrradag Það var rífandi stemning í Borgarleikhúsinu þegar Rocky Horror, með Pál Óskar Hjálmtýsson í aðalhlutverki, var frumsýnt á föstudaginn. Svo mikil var stemningin að gestir dönsuðu í salnum undir lok sýningar. Meira »

Hélt framhjá með æskuástinni

19.3. „Allar gömlu tilfinningarnar komu aftur og við byrjuðum ástarsambandið okkar aftur. Kynlífið var ótrúlegt. Konan mín tók eftir því að ég var breyttur og varð tortryggin.“ Meira »

Steldu stílnum frá Söruh Jessicu Parker

19.3. Sarah Jessica Parker hefur sett háskólabolinn aftur á kortið. Hún klæðist honum við gallabuxur og háa hæla.  Meira »

Á þetta að vera leyfilegt?

18.3. Fiskabúrsklósettkassi og fjall af hrauni í stofunni er meðal þess sem flestum þykir skrítið en einhverjum þótti í það minnsta góð hugmynd ef ekki fallegt. Meira »

Retró heimili í Covent Garden

18.3. Andi fyrri tíma svífur yfir Covent Garden í Lundúnum. Það sama má segja um íbúð á svæðinu og passar fagurfræðin einstaklega vel við stemmninguna á svæðinu. Meira »

Snyrtipenninn mælir með þessu í mars

18.3. Lilja Ósk Sigurðardóttir, snyrtipenni Smartlands, tók saman lista yfir áhugaverðar og öðruvísi snyritvörur sem hún mælir með í mars. Meira »

Vera Wang undir áhrifum frá Handsmaid Tale

18.3. Flestir eru sammála að mikla grósku sé að finna í tísku sumarsins. Að pólitísk átök eigi sér birtingarform á tískupöllunum og staða konunnar sé áberandi. Við skoðuðum sumarlínu Vera Wang fyrir árið 2018. Meira »

Ljótustu byggingar Bandaríkjanna

18.3. Bandaríkin eru stór og byggingarnar þar jafnmismunandi og þær eru margar. Sumar ljótar en aðrar mögulega ekki jafnfallegar.   Meira »

Af hverju æfirðu ekki eins og Jane Fonda?

18.3. Er ekki kominn tími á Jane Fonda-æfingarnar góðu aftur? Langar línur, húmor og gleði eru eitthvað svo miklu hressilegra ásýndar en ofurskyggð andlit og íturvaxnir bossar. Meira »

8 ráð frá Martha Stewart

18.3. Þegar kemur að afmæli fyrir börnin eru fáir jafn miklir sérfræðingar og Martha Stewart. Þessi flotta viðskiptakona hefur gefið út fjölda tímarita, sjónvarpsþátta og efni um hvernig á að halda afmæli sem slá í gegn. Meira »