Makinn er fastur í kláminu

Íslenskur karl getur ekki hætt að skoða klám í tölvunni ...
Íslenskur karl getur ekki hætt að skoða klám í tölvunni sinni og skrifast á við aðrar konur en eiginkonu sína. mbl.is/ThinkstockPhotos

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Lausninni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hann spurður að því hvað sé til ráða en íslensk fjögurra barna móðir leitar ráða vegna þess að makinn er andlega fjarverandi. 

Sæll,

ég er gift og á 4 börn en 2 átti ég fyrir hjónabandið. Okkar börn eru annars vegar 7 ára og hinsvegar innan við ársgamalt og eldri börnin eru bæði á unglingsaldri. Hjónabandið er í molum, makinn er á klámsíðum um allan heim og spjallar við konur á einkaskilaboðum og á Facebook. Hann lofar og lofar að láta af þessu en bætir frekar í en að minnka og er fráhrindandi við mig. Hann er hættur að nálgast mig en liggur á þessu erlendu klámsíðum. Ég bað hann að skrifa niður kosti og galla hjónabandsins en hann fann ekkert hvorki kosti né galla. Hans heimur er klámsíður og tölvuleikir þá fótbolti og bardagaleikir. Það má ekki segja styggðaryrði við hann þá rýkur hann á dyr og skellir hurðum, hann er óvirkur alki, hann er lokaður á tilfinningar og segir ekki hvað honum finnst.

Með fyrirfram þökk.

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Lausninni.
Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Lausninni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Góðan daginn og takk fyrir að deila þessu með okkur.

Þó svo að þú hafir ekki sent afmarkaða spurningu þá ætla ég að gefa mér að þú sért að hugleiða hvað þú ættir að gera í tengslum við það ástand sem þú lýsir. Það má segja að það sé bæði kostur og galli að við getum ekki breytt öðrum. Gallinn er sá að ef við teljum hamingju okkar undir því komna að aðrir séu öðruvísi en þeir eru, þá er auðvitað óþægilegt að við getum ekki breytt þeim þannig að þeir hagi sér eins og við viljum. Kosturinn er hins vegar sá að ef við gerum okkur grein fyrir því að við getum ekki breytt öðrum, þá sjáum við að það er alfarið í okkar höndum að breyta því hvernig okkur líður í lífinu.

Ástandið sem þú lýsir er óhætt að segja að sé óþolandi fyrir parasamband og hefur neikvæð áhrif á lykilatriði sambandsins. Vinátta, traust, skuldbinding og sameiginleg framtíðarsýn eru allt atriði sem mikilvægt er að hlúa að í parasambandi. Miðað við lýsingar þínar þá reynir talsvert á alla þessa þætti sem getur ekki annað en valdið sársauka og vondri líðan hjá ykkur báðum.

Ef við göngum út frá því að við getum ekki breytt öðrum, einfaldlega af því að fólk verður að vilja breytast sjálft til þess að það gerist, þá er spurningin hvað þú getur gert til þess að þér líði betur? Hvað getur þú gert fyrir þig sem byggist ekki á því að maki þinn breytist? Gætir þú sjálf leitað til ráðgjafa og talað við einhvern sem getur stutt við bakið á þér? Gætir þú farið á Al-Anon fundi sem eru fyrir aðstandendur alkóhólista? Getur þú sinnt líkamlegri og andlegri heilsu þinni á þann hátt að þér líði vel með sjálfa þig? Áttu einhver áhugamál eða vini sem þú gætir sinnt betur til þess að auka gleði þína?

Ég veit að það er ekki auðvelt að sinna öðru en uppeldi lítilla barna, sérstaklega ef stuðningurinn heima fyrir er lítill. Með því að setja niður markmið um þau atriði sem þú telur að geti styrkt þig, óháð því hvað maki þinn gerir, þá getur þú nálgast þau markmið, einn dag í einu. Því sterkari sem þú ert sjálf, því auðveldara verður fyrir þig að ákveða hvað þú vilt gera gagnvart sambandinu sem þú ert í.

Gangi þér allt í haginn!

Með bestu kveðju,

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimar spurningu HÉR. 

mbl.is

Missirinn blossaði upp

Í gær, 13:54 Emilíana Torrini er gestur Trúnó á fimmtudaginn. Hún segir frá því hvernig paranojan hafi blossað upp þegar hún varð móðir.   Meira »

Nýtt heimili fyrir litla peninga

Í gær, 10:54 Sæbjörg Guðjónsdóttir innanhússhönnuður er komin með sína litalínu sem fæst í Slippfélaginu. Sæbjörg eða Sæja eins og hún er kölluð segir samstarfið hafi orðið til eftir þrotlausa vinnu við að finna réttu litina. Meira »

Útlandalegt við Hagamel

Í gær, 07:54 Við Hagamel í Reykjavík stendur glæsileg íbúð með áhugaverðu yfirbragði. Hver hlutur á sinn stað og smekklegheitin eru allsráðandi. Meira »

Mikilvægt að kenna lifandi trúfræðslu

í fyrradag Unnur Guðný María Gunnarsdóttir hefur ásamt prestum leitt börnin í kaþólsku kirkjunni í Reykjavík í fermingarfræðslunni í vetur. Meira »

Á erfitt með að fá fullnægingu 75 ára

í fyrradag „Ég er 75 ára og varð ekkja fyrir fjórum árum eftir 50 ára langt hjónaband. Ég hef verið að prófa stefnumótasíður og hef hitt tvo indæla menn síðasta árið.“ Meira »

Vinna upp úr fötum sem var hafnað

í fyrradag Verkefnið Misbrigði er nú unnið í þriðja sinn af nemendum í fatahönnun á 2. ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Sá fatnaður og textíll sem unnið er með hefur, fyrir ýmsar sakir lent utangarðs. Meira »

Veggfóðrið gjörbreytti hjónaherberginu

í fyrradag Ásta Sigurðardóttir lét veggfóðra einn vegg í hjónaherbergi sínu í Fossvogi. Hún valdi veggfóður frá Versace sem kemur með alveg nýja dýpt inn í herbergið. Í leiðinni málaði hún veggina í stíl og lakkaði hjónarúmið. Meira »

Hödd selur eitursvala raðhúsið sitt

í fyrradag Almannatengillinn Hödd Vilhjálmsdóttir hefur sett glæsilegt raðhús sitt í Garðabæ á sölu. Húsið er nýstandsett en það var byggt 2017. Meira »

„Komdu út úr myrkrinu“

í fyrradag Orri Einarsson einn af stjórnendum Áttunnar lýsir reynslu sinni í neyslu og lífinu í bata. Hann kallar á alla þá sem eru ennþá þarna úti að koma út úr myrkrinu. „Hlutverk ykkar í lífinu er ekki að vera fíklar. Það er meira og stærra líf sem bíður ykkar.“ Meira »

Eru áhyggjur og kvíði að „drepa þig“?

í fyrradag „Þegar við höfum of miklar áhyggjur í of mikinn tíma getur það þróast í alvarleg einkenni af kvíða, sjúklegum eða óeðlilegum kvíða sem hefur verulega hamlandi áhrif á líf viðkomandi. Máltækið „dropinn holar steininn“ á vel við í þessu samhengi. Kvíði af þessu tagi verður í mörgum tilfellum viðvarandi tilfinning, fólk vaknar og sofnar með svokallaðan kvíðahnút og finnur fyrir honum yfir mestallan daginn.“ Meira »

Notar ekki stílista og velur fötin sjálf

19.3. Stjörnurnar eru flestar með stílista í vinnu sem sjá um að klæða þær fyrir opinbera viðburði. Það eru þó sumar sem vilja ekkert með stílista hafa. Meira »

Íslenska miðaldra konu langar í mann

19.3. „Ég skildi fyrir nokkrum árum síðan eftir rúmlega 20 ára samband og 5 börn. Þetta var búið að vera mjög erfiður tími. Mikið um áföll, þunglyndi o.fl. Suma daga geng ég í gegnum sorg en aðra daga er ég bjartsýn. Áhyggjur af peningamálum koma og fara en svo er það framtíðin. Mig langar ekki að vera ein.“ Meira »

Yngsta barnið er uppáhalds

19.3. Það er satt það sem eldri systkini segja, yngsta barnið í systkinahópnum er í uppáhaldi. Eldri börn þykja oft frek og erfið. Meira »

HönnunarMars í Epal

19.3. Það var glatt á hjalla í Epal þegar HönnunarMars var settur í versluninni. Íslenskir hönnuðir sýndu afurðir sínar á sýningunni. Meira »

Hélt framhjá með æskuástinni

19.3. „Allar gömlu tilfinningarnar komu aftur og við byrjuðum ástarsambandið okkar aftur. Kynlífið var ótrúlegt. Konan mín tók eftir því að ég var breyttur og varð tortryggin.“ Meira »

Vera Wang undir áhrifum frá Handsmaid Tale

18.3. Flestir eru sammála að mikla grósku sé að finna í tísku sumarsins. Að pólitísk átök eigi sér birtingarform á tískupöllunum og staða konunnar sé áberandi. Við skoðuðum sumarlínu Vera Wang fyrir árið 2018. Meira »

Tóku heilhring í Perlunni

19.3. Lokahóf og 10 ára afmælispartí HönnunarMars fór fram á í gærkvöldi á Út í bláinn í Perlunni. Stemningin var góð en boðið var upp á góðan mat, drykki, kórónuleiki og afmælishappdrætti. Meira »

Rífandi stemning á Rocky Horror

19.3. Það var rífandi stemning í Borgarleikhúsinu þegar Rocky Horror, með Pál Óskar Hjálmtýsson í aðalhlutverki, var frumsýnt á föstudaginn. Svo mikil var stemningin að gestir dönsuðu í salnum undir lok sýningar. Meira »

Steldu stílnum frá Söruh Jessicu Parker

19.3. Sarah Jessica Parker hefur sett háskólabolinn aftur á kortið. Hún klæðist honum við gallabuxur og háa hæla.  Meira »

Á þetta að vera leyfilegt?

18.3. Fiskabúrsklósettkassi og fjall af hrauni í stofunni er meðal þess sem flestum þykir skrítið en einhverjum þótti í það minnsta góð hugmynd ef ekki fallegt. Meira »
Meira píla