Er svo alvörugefin!

Konur sem hlaupa með úlfum er bók eftir sálkönnuðinn Clarissa …
Konur sem hlaupa með úlfum er bók eftir sálkönnuðinn Clarissa Pinkola Estés. Þar talar hún um hina viltu kven-erkitýpu sem margar okkar eru með undir niðri stjórnsömu eða bældu yfirborðinu. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Á Smartlandi starfa nokkr­ir ráðgjaf­ar sem leit­ast við að gefa les­end­um góð ráð. Eft­ir­far­andi bréf barst á dög­un­um frá les­anda sem velt­ir fyr­ir sér hvernig hún getur hætt að vera svona alvörugefin og slakað aðeins á. Ég er komin með leið á mér!  Ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjaf­inn El­ín­rós Lín­dal gef­ur ráð.

Sæl Elínrós!

Mig langaði að falast eftir upplýsingum frá þér. Hefur þú heyrt af fólki sem er komið með leið á sér? Ég hef gengið í gegnum allskonar tímabil, sem hafa verið misjöfn. Ég hef alltaf haldið í ákveðin lífsvilja og gleði þangað til núna, ég skil ekki hvað er að gerast. Ég er á miðjum aldri, á góðan mann og frábæra krakka á öllum aldri. Ég vinn úti og er ágætlega heilsusamleg. Stóra vandamálið í mínu lífi er ég sjálf. Ég er svo alvörugefin! Ég veit ekki hvað þetta er með mig, en það er fátt í lífinu sem ég geri sem mér finnst skemmtilegt. Það er helst að horfa á bíómyndir. Þá byrja ég að dagdreyma og sóna út. 

Inn á heimilinu tek ég ábyrgð á mörgu og er alltaf að reyna að fá aðra að aðstoða mig, þannig er ég ekki skemmtileg. Síðan þegar ég er með vinkonunum, þá erum við mikið að tala um vandamál, sem mér fannst hrikalega skemmtilegt einu sinni en ekki lengur. Það er helst í vinnunni sem ég gleymi mér og skemmti mér konunglega, fyrir mig í það minnsta. Ég á engin áhugmál og er að fríka út á sjálfri mér.

Áttu ráð? Hvar á ég að byrja?

Kærar, frú Alvörugefin.

Elínrós Líndal er einstaklings- og fjölskylduráðgjafi sem sérhæfir sig í …
Elínrós Líndal er einstaklings- og fjölskylduráðgjafi sem sérhæfir sig í m.a. meðvirkni. Ljósmynd/Eggert

Sælar frú Alvörugefin, ég sé að þú ert ekkert að grínast í bréfinu þínu. Vá hvað ég tengi og ég held að margar aðrar konur á okkar aldri tengi við það sem þú ert að segja.

Lékstu þér sem barn? Ef ekki hvað varstu þá að gera? 

Ég man eftir því þegar ég var barn að hafa þurft að fara út að leika, horft í kringum mig og síðan laumast inn til ömmu að tala við hana og vinkonur hennar.

Ég fór á mis við að leika mér og þurfti að læra það á fullorðins aldri. Ef þú vilt prófa mína leið þá myndi ég ráðleggja þér að leika þér klukkustund á dag. Það verður áskorun og pínu skrítið fyrst en settu ást í það og áður en þú veist af þá muntu uppskera. Prófaðu sjósund! Hefurðu heyrt af Ágústu Kolbrúnu Róberts og Söru Forynju? Þær eru æðislega skemmtilegar og kenna stelpum eins og okkur að leika sér. Biddu þær að fara með þér út í náttúruna og leikið ykkur berfættar svo þú getur tengt við náttúruna og þitt frumsjálf.

Eins ráðlegg ég þér að taka bara ábyrgð af hluta af heimilinu. Skoðaðu meðvirkni og stjórnsemi í þessu samhengi. Það verður æðislega gaman. Eins verður þú skemmtilegri ef þú bara skoðar og metur og treystir öðrum í stað þess að leika einhvern stjóra eða æðri mátt á heimilinu. Ég mæli með þessu.

Þegar við verðum sjálfsskipaðir nærendur á heimilinu er rosalega gaman að skoða af hverju við gerum þetta og hvað við viljum fá í staðinn. Fólkið á mínu heimili fann fyrir miklu frelsi þegar ég sleppti tökunum á því sem var ekki mitt. Þá þroskuðust allir um mörg númer í kringum mig.

Ég mæli einnig með bókinni „Women Who Run With The Wolves“, eftir Clarissa Pinkola Estés. Hún fjallar á skemmtilegan hátt um viltu kven-erkitýpuna sem margar okkar eru í eðli okkar, en höfum villst af veginum og orðið það sem samfélagið vildi að við værum. Marianne Williamson er með svipaða hugmynd, en tengir hana kærleikanum. „Return to Love“ er frábær bók í þessu samhengi. Möguleikarnir eru endalausir. Þú finnur þinn farveg ef þú heldur áfram að leita. 

Vertu í bandi þegar hentar. 

Kærar Elínrós Líndal.

Ef þú ert er með spurningu fyrir Elínrós þá endilega smelltu hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál