Nokkur Tinder-ráð fyrir helgina

Allt í einu liggur hann á silkilakinu hjá gáfuðu fegurðardísinni …
Allt í einu liggur hann á silkilakinu hjá gáfuðu fegurðardísinni sem er líka fyndin og skemmtileg, allt í senn. GoTinder

Það getur verið svekkjandi að „læka“ og „læka“ heillandi fólk á Tinder en fá ekkert „match“. Sama hversu góðar myndir eða skemmtilega lýsingu þú setur inn af sjálfri/sjálfum þér þá bítur ekkert á agnið. Ef þú ert í makaleit eða í leit að einhverju skemmtilegu þá er mikilvægt að setja prófilinn upp rétt. 

Myndir

Myndirnar sem þú setur á prófílinn þinn eru lykilatriði. Þar skiptir fjölbreytni miklu máli. Sjálfsmyndir (selfies) eru í góðu lagi, en ekki hafa bara sjálfsmyndir. Ekki hafa bara sjálfsmyndir sem sýna góðu hliðina þína. 

Speglamyndir eru ekki góður valkostur þegar kemur að Tinder. Þá er einnig ekki góð hugmynd að vera með sólgleraugu á öllum myndunum, og alls ekki fyrstu myndinni. Ein til tvær hópmyndir eru í lagi, en einungis hópmyndir geta verið ruglandi. Þá veit viðkomandi ekki alveg hver þú ert og er ólíklegri til að „læka“ þig. 

Sýndu hvernig manneskja þú ert með myndunum þínum. Ef þú hefur til dæmis áhuga á fjallgöngum, hafðu mynd af þér í fjallgöngu. Ef þú hefur áhuga á ferðalögum, hafðu mynd af þér á ferðalagi. 

Tengdu Instagramið þitt við Tinder-prófílinn þinn. Tinder býður notendum sínum að hafa takmarkað magn af myndum, það er því góð hugmynd að tengja Instagramið þitt við Tinder til að sýna hvernig manneskja þú ert. 

Lýsing 

Það er algjört lykilatriði að skrifa eitthvað um sjálfa/n þig. Það skiptir þó máli að velja orðin rétt. Hafðu lýsinguna stutta, hnitmiðaða, en nákvæma, sá sem les hana er ekki að fara að lesa sjálfsævisögu þína þarna. Vertu skemmtileg/ur, en ekki of sjálfumglaður/glöð. Það vinnur ekki gegn þér að nota einhver skemmtileg lyndistákn (emoji). Sá sem les lýsinguna á að læra eitthvað um þig. Þú getur nefnt áhugamál þín, hvað þú gerir, hverju þú ert að leita að á Tinder eða sett inn skemmtilega staðreynd um þig.

Mundu eftir að uppfæra prófílinn þinn reglulega og bæta við nýjum myndum af þér. Það þýðir þó ekki að þú þurfir að setja inn nýja mynd eftir hverja helgi eða hvert djamm. 

Smartland hefur áður gefið nokkur ráð hvað varðar Tinder.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál