Dagdreymir um kynlíf í sorginni

Upphafið af því að fara í bata á tilfinningasviðinu er ...
Upphafið af því að fara í bata á tilfinningasviðinu er að vera opinn með hvernig manni líður og fara í gegnum hlutina, ekki í kringum þá. mbl.is/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda. Hér fær hún bréf frá konu sem hefur nýverið misst litlu stystur sína og faðir hennar veiktist í kjölfarið. Hún er hamingjusöm í sambandi en er farin að dagdreyma um kynlíf á daginn. Eitthvað sem hún hefur ekki upplifað áður.

Sæl Elínrós.

Ég er með óvenjulega fyrirspurn varðandi mál sem ég er feimin að tala um og skil ekki alveg sjálf. Ég er í ofsalega góðu og heilbrigðu sambandi við mann sem ég er mjög ástfangin af. Við höfum verið saman í nokkur ár og eigum 1 yndislegt barn. Síðasta hálfa árið hefur mikið dunið á hjá okkur, ég missti skyndilega litlu systur mina og faðir minn veiktist alvarlega í kjölfarið. Í sorginni hef ég upplifað eitthvað sem ég gerði alls ekki ráð fyrir. Ég er með kynlíf á heilanum. Og ekki bara við manninn minn. Ég hef aldrei lent í þessu áður en ég dagdreymi endalaust um kynlíf við hina og þessa, jafnvel samstarfsmenn. Þetta er mjög ólíkt mér og ég vil ekki hugsa svona. Getur þetta tengst sorgarferlinu eða er ég bara í hættu á að fara að eyðileggja allt það góða í lífinu mínu útaf einhverjum fantasíum? Ég er með nagandi samviskubit útaf þessum hugsunum, sem byrjuðu í raun strax við missinn. Þá byrjaði ég að hugsa um að sofa hjá vinum systur minnar sem voru að ganga í gegnum þetta líka.

Ég vona innilega að þú eigir ráðleggingar eða svör.   
Kærar kveðjur, Ungfrú 28

Elínrós starfar sem einstaklings- og fjölskylduráðgjafi.
Elínrós starfar sem einstaklings- og fjölskylduráðgjafi. mbl.is/Eggert

Hæ ungfrú 28.

Ég samhryggist þér innilega með systur þína. Þetta er án efa eitt stærsta verkefnið sem við upplifum í lífinu - að missa okkar allra nánustu frá okkur. Fólkið sem við elskum og er jafnvel yngri en við. 

Takk fyrir að senda mér bréf. Það er ekkert óvenjulegt við það sem þú ert að upplifa og ég er stolt af því að þú hafir hugrekki til að opna á þetta mál. Eitt af því fyrsta sem ég spyr fólk að í ráðgjöf hjá mér þegar pör koma og leita aðstoðar er hvort það hafi orðið áfall í fjölskyldunni á síðustu misserum. Við erum oft ekki að tengja hvernig sársauki, missir eða jafnvel bara tengslavandi getur haft þau áhrif að við missum stjórn á hugsunum okkar eða missum stjórn í ástarlífinu.

Mín reynsla tengt missi er að það eru engar leiðir framhjá því að upplifa allt sem kemur í kjölfarið. Eina leiðin er að gera það sem þú ert að gera núna, viðurkenna vanmátt sinn og biðja um aðstoð. Um leið og við erum einstök, þá er ekkert af því sem við upplifum bundið einvörðungu við okkur. Það er reynsla svo margra sem vinna við ráðgjöf. Góðu fréttirnar eru svo þær að Við mannfólkið erum miklu sterkari en okkur órar fyrir. Þegar maður byrjar að efast um það er gott að hlusta á Viktor Frankl.

Ég er með ákveðið prógramm sem ég færi með þig í gegnum sem tekur 3-4 vikur þar sem þú myndir fá góðan bata frá þráhyggjunum, ástunda topphegðun og fara í gegnum tilfinningarnar sem koma upp. Batinn væri samt algjörlega undir þér kominn, þar sem bati á þessu sviði byggir á fúsleika þínum og dugnað til að ástunda topphegðun sem við myndum skilgreina saman og forðast botnhegðun sem er t.d. að láta verða af þráhyggjunum. Að komast í gegnum sorgina er hins vegar mun lengra ferli sem gott er að fara í gegnum með presti sem dæmi. Ég veit ekki hvort þú ert með tengingu við prestinn í hverfinu þínu, en góður prestur er vinur í sorg.

Gefðu þér tíma til að fara í gegnum sorgina. Ef þú þarft að gráta, leyfðu þér að gráta. Ef það þurfa að koma 57 tár, ekki hætta þegar þú hefur grátið 37 tár. 

Þegar ég las yfir bréfið þitt þá las ég þráhyggjur þínar meira sem flótta og þörf fyrir tengingu heldur en eitthvað annað. Eins er ég viss um að ef þú myndir láta verða af þeim myndir þú upplifa ákveðinn flótta, en síðan myndi hegðunin valda sektarkennd og meiri vanlíðan en þú hefur upplifað áður. Þú myndir upplifa meiri sveiflur, fengir frí frá því að vera þú tímabundið (færir hátt upp) en að sama skapi myndir þú líklegast upplifa sektarkennd í kjölfarið (lægð).  Ég vona að þú skiljir mig.

Mig langar að mæla með vinkonu minni Öldu Magnúsdóttur sem kennir hláturjóga. Þú finnur hana í símaskránni. Hún er brosmildasta, fallegasta og skemmtilegasta kona sem ég hef hitt. Hún er sannur vinur og mikill heilari. Hún hefur upplifað að missa dóttur og eiginmann, en finnur leiðir til að lifa með þessari sorg á degi hverjum, í auðmýkt, þroska og fegurð. Ég veit að hún er með hláturjógatíma á mánudögum sem eru opnir almenningi. Hún notaði m.a. hláturjóga til að vinna sig í gegnum sorgina. 

Málið er nefnilega að sama hvað dynur á okkur í þessu lífi, þá megum við líka brosa, við megum hlægja og við megum vera fólk. Mannleg með öllum kostum okkar og göllum.

Eins vona ég að maki þinn hafi þroska til að takast á við þetta með þér. Svona hlutir geta styrkt hjónabandið, en einnig skemmt það, svo þú verður að vega og meta hversu opin þú vilt vera við maka þinn um þetta mál. En ekki dæma þig. 

Takk fyrir að treysta mér fyrir þessu máli og mundu að þú getur látið þráhyggjurnar verða einungis tímabil sem þú ferð í gegnum ef þú vinnur að því markvisst.

Hlýjar Elínrós.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR. 

mbl.is

Svona býrðu til „Power Spot“

11:00 Japanski tiltektarsnillingurinn Marie Kondo fer eins og stormur um heiminn með heimspeki sína sem fjallar í stuttu máli um að einfalda lífsstílinn og halda einungis í það sem veitir ánægju. Meira »

Kærastinn spilar rassinn úr buxunum

05:00 „Þannig er að kærastinn minn er að eyða nánast öllum peningunum sínum í alls konar veðmál á netinu. Hann segir að þetta séu alls konar íþróttaleikir en vill ekki sýna mér nákvæmlega hvað þetta er og kannski skiptir ekki máli. Aðaláhyggjurnar mínar eru að síðustu mánuði hef ég verið að borga alla reikninga þar sem hann er búinn að eyða sínum og hann afsakar þetta með hinu og þessu.“ Meira »

10 gul dress sem minna ekki á páskaunga

Í gær, 22:00 Tískulöggur hafa gefið grænt ljós á gult frá toppi til táar en það er þó hægara sagt en gert ef þú vilt ekki líta út eins og fugl ofan á páskaeggi. Meira »

Fór á svakalegan megrunarkúr

Í gær, 20:00 „Ég er svöng,“ segir Beyoncé í nýrri heimildarmynd þar sem hún segist hafa hætt að borða brauð, sykur, kolvetni, mjólkurvörur, fisk og kjöt til þess að komast í form eftir barnsburð. Meira »

Buxurnar sem eru að gera allt brjálað

Í gær, 17:00 Diane Keaton fær Hollywood-stjörnur til að slefa yfir buxum sem einhver myndi segja að væru löngu dottnar úr tísku.   Meira »

Inga Lind í Kokkaflakks-teiti

Í gær, 13:30 Inga Lind Karlsdóttir framleiðandi hjá Skot lét sig ekki vanta í frumsýningarteiti Kokkaflakks en þættirnir eru í umsjón Ólafs Arnar. Meira »

Við erum greinilega að gera eitthvað rétt

í gær Kolbrún Kristjánsdóttir segir að það sé furðuleg upplifun að aðrir stæli stofuna þeirra Portið sem opnaði nýlega.   Meira »

Fasteignamarkaðurinn er að lifna við

í gær Dregið hefur úr óvissu í atvinnulífinu og því hægt að reikna með meiri umsvifum á fasteignamarkaði. Velja þarf fasteign sem hentar bæði þörfum og fjárhag fjölskyldunnar. Meira »

Sjúkur í aðrar konur en á kærustu

í fyrradag „Ég átti það til að eyða allt að einum og hálfum tíma á dag í að stara á konur á nærfötum á Instagram og horfa á klámmyndbönd á netinu til þess að örva mig.“ Meira »

5 góð ráð fyrir meltinguna

í fyrradag „Þessi ráð nýtast auðvitað allt árið, en um páskana eru margir frídagar og mikið um hátíðamat, sem leggur aukaálag á meltingarkerfið. Því er um að gera að vera undirbúinn undir það álag, svo það taki sem minnstan toll af heilsunni og geri frídagana ánægjulegri,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: Meira »

Björg lokar Spaksmannsspjörum í 101

í fyrradag Björg Ingadóttir eigandi Spaksmannsspjara hefur ákveðið að loka verslun sinni í Bankastræti og opna hönnunarstúdíó. Þetta gerir hún af margvíslegum ástæðum. Meira »

Eitursvalt einbýli í Akrahverfinu

í fyrradag Við Skeiðakur í Garðabæ stendur ákaflega vandað og fallegt einbýlishús sem byggt var 2009. Húsið er 332 fm að stærð og er á pöllum. Hátt er til lofts og vítt til veggja. Húsið sjálft er teiknað af Einari Ólafssyni arkitekt en Rut Káradóttir hannaði innréttingar sem allar voru sérsmíðaðar í Axis og blöndunartæki frá Vola. Meira »

Línan sem beðið hefur verið eftir

16.4. Sænska móðurskipið IKEA er komið með nýja tímabundna línu sem heitir ÖVERALLT. Línan endurspeglar forvitni IKEA á heiminum. Í þeim anda tók húsbúnaðarfyrirtækið höndum saman við Design Indaba fyrir nokkrum árum til að fræðast um hönnunarsenu nútímans í Afríku. Það varð upphafið að einstöku samstarfi hönnuða frá fimm Afríkulöndum. Meira »

Ekki segja þetta við einhleypa

16.4. Er æðsta markmið þitt í lífinu að koma einu einhleypu vinkonu þinni á fast. Ekki reyna að telja henni í trú um að hún sé of vandlát. Meira »

Í venjulegum almúgafötum í fríinu

15.4. Katrín hertogaynja klæðir sokkana yfir gallabuxurnar og Vilhjálmur Bretaprins er í gömlum strigaskóm.   Meira »

Nennti ekki lengur að vera feit og pirruð

15.4. Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali var orðin þreytt á sjálfri sér og ákvað að nú væri nóg komið.  Meira »

Þarf ekki að prýða forsíðuna aftur

15.4. Talsmaður Melaniu Trump gefur skít í Önnu Wintour og minnir fólk á forsíðuna sem frú Trump prýddi árið 2005.   Meira »

Hvaða rakakrem á ég að nota?

15.4. Eilífðarleitin að hinu fullkomna rakakremi getur tekið á en húðin breytist með aldri, veðri og vindum. Undanfarið hafa nokkur mjög áhugaverð andlitskrem komið á markaðinn og fyrir suma veldur það enn meiri valkvíða en óttist ekki, hér eru rakakremin flokkuð eftir húðgerðum til að auðvelda valið. Meira »

Kristján Árni opnaði eigið gallerí

15.4. Kristján Árni Baldvinsson opnaði nýtt gallerí í Hafnarfirði með sýningu á eigin verkum. Hann segir að þetta hafi verið stór stund. Meira »

Svona býr Villi í Herragarðinum

15.4. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson verslunarstjóri í Herragarðinum er heimakær fjölskyldumaður og finnst ekkert betra en að koma heim og hitta fjölskylduna. Meira »

Frábært hönnunarboð úti á Granda

14.4. Hlín Reykdal frumsýndi nýja skartgripalínu á dögunum. Línan heitir CRYSTAL CLEAR og er ákaflega falleg. Á sama tíma var ljósmyndum eftir Önnu Maggý fagnað. Meira »