„Fyrrverandi vill hafa mig sem vin“

Það getur verið flókið að setja mörk í samböndum sem ...
Það getur verið flókið að setja mörk í samböndum sem maður vill ekki missa. En ef maður gefur veröldinni ekki skýr skilaboð þá færir hún manni það sama aftur og aftur. Ertu tilbúinn í eitthvað nýtt? Prófaðu þá að setja kærleiksrík mörk. mbl.is/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda. Hér fær hún bréf frá karlmanni sem er ástfanginn af konu sem vill vera vinkona hans.  

Sæl.

Ég er með sérstaka sögu.

Þannig er að ég hef verið einn í 11 ár eftir tvær mislangar sambúðir. Ég hef farið á stefnumót eftir kynni á samfélagsmiðlum en það hefur aldrei neitt spennandi komið út úr því. Ég var búinn að taka mig út af þessum síðum og hef verið sáttur í eigin skinni en auðvitað langar mig í góða kærustu. Ég fór á hátíð með vinnunni og óvænt stendur mér við hlið kona sem ég vinn með og við höfum verið góðir vinir bæði í vinnu og gegnum sameiginlegt áhugamál. Þetta fór sína leið eins og gengur og við síðar ákváðum að hittast aftur og gerðum það í ákveðinn tíma.

Það kom tímabil sem hún var erlendis en ákveðið að halda áfram á sömu braut er hún kæmi heim. Þetta fór hægt af stað en neisti í því samt þar til á næstu skemmtun þegar annar maður kom að sækja hana.

Þetta var erfitt en tekið með stillingu, síðan töluðum við saman um þetta eftir á. Nú er útlit fyrir þann þriðja en hún vill setja mig á vinasvæðið og alls ekki missa mig sem vin.

Nú kemur spurningin til þín: Þar sem ég hef trygglynt hjarta og mjög stórt hvernig losa ég mig við hana úr huganum því þar er hún svo sannarlega. Þetta háir mér mjög því við vinnum saman og suma daga erum við mjög nálægt hvort öðru.

Svo er önnur spurning: Þessi vinasvæði, er sanngjarnt eftir að hlutum hefur verið startað með rómatík að setja svo upp vinasamband til að velja úr öðrum hlutum. Að ég sitji svo einn heima á kvöldin og horfi á Netflix, þegar okkar stundum er lokið og hún að njóta þess sem ekki síst á að vera með í góðu sambandi með öðrum.

Svo vil ég þakka þér fyrir frábæra pistla.

Kv, B.

Elínrós Líndal starfar sem einstaklings- og fjölskylduráðgjafi.
Elínrós Líndal starfar sem einstaklings- og fjölskylduráðgjafi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sæll B.

Takk fyrir að senda inn spurninguna og að minnast á málefni er varða vinasvæði (e. friendzone). Það eru án efa margir á þínum stað með þetta verkefni fyrir framan sig. Að verða ástfangnir af konu sem skilgreinir maka sinn ekki sem vin heldur ástríðufullan elskhuga, getur verið áskorun. En af því við ætlum ekki að lækna hana í þessu svari heldur að senda ákveðið meðal inn í þínar aðstæður þá set ég fókusinn á þig í þessu bréfi. 

Heilbrigð sambönd í mínum huga eru möguleg þegar maður er í góðu sambandi við fjölskyldu og vini. Getur ræktað börnin sín vel, unnið skemmtilega vinnu og sinnt sjálfum sér. Frá þeim stað elskar maður maka sinn út frá stað sem er sterkur og makinn verður þannig punkturinn yfir i-ið, eykur á ánægjuna í lífinu, en verður ekki miðpunktur lífsins eða efnið sem við þurfum að neyta.

Af bréfi þínu les ég að þú ert einn. Afsakaðu að ég er að gefa mér þetta en gæti verið að þú þurfir að tengja í fleiri hluti í lífinu? Ef þú skrifar niður bestu útgáfuna af þér, sem þig langar að kynna inn í samband, hvað myndi þessi maður gera daglega? Ertu að ástunda það? 

Hvað myndi hann ekki gera? Skrifaðu þessa hluti niður og merktu það sem þessi aðili gerir ekki sem botnhegðun.

Ef þú værir að vinna með mér myndi ég setja það að láta fara yfir mörkin þín ofarlega á botnhegðunarlista hjá þér. Síðan myndi ég fá þig til að skoða að setja samskipti við konuna þar einnig tímabundið. Þú gætir sest niður með henni og sagt henni að þú elskir hana og eigir erfitt með að sætta þig við stöðuna og af þeim sökum ætlir þú að setja samskipti við hana í bið á meðan þú skoðar þína stöðu.

Ástundaðu topphegðun á hverjum degi og sjáðu hvað fallegt gerist í lífinu þínu. 

Ekki bíða heima og halda að sería frá Netflix komi kraftaverkinu í lífinu þínu í gang. Þú vinnur ekki í lottóinu nema kaupa þér miða.

Algjör bati á tilfinningasviðinu að mínu mati er þegar við erum tilbúin í djúpt tilfinningalegt samband með annarri manneskju. 

Þú átt þannig samband skilið. Ef þú vinnur lítil sjálfsvirðingarverkefni á degi hverjum muntu nálgast þennan stað hægt og rólega. 

Gangi þér vel.

Kveðja, Elínrós.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR. 

mbl.is

Burðastu með „tilfinningalega“ þyngd

10:25 „Algengustu setningarnar sem ég heyri frá konum sem ég hef verið með í heilsumarkþjálfun er: „Mér var sagt að það sé næstum ómögulegt fyrir mig að grennast út af aldrinum, efnaskiptin verða svo hæg.“ „Ég get bara ekki losnað við aukakílóin síðan ég eignaðist börn og það er víst mjög algengt.” Meira »

Tók hús systur sinnar í nefið

05:00 Ofurfyrirsætan Kate Upton ákvað að koma stóru systur sinni á óvart með því að gera upp hús hennar í Flórída ásamt innanhúshönnuði. Meira »

Gefandi að hjálpa fólki að finna sér heimili

Í gær, 21:00 Guðbjörg Guðmundsdóttir rekur fasteignasöluna Fjölhús ásamt Thelmu Víglundsdóttur. Þær eru engir venjulegir fasteignasalar því þær taka að sér að stílisera íbúðirnar fyrir sölu. Meira »

Svona býr einn frægasti arkitekt í heimi

Í gær, 18:00 Einn frægasti arkitekt í heimi, Frank Gehry, flutti nýverið í nýtt hús enda níræður. Húsið er þó ekki hefðbundið frekar en annað sem Gehry kemur að. Meira »

Svona undirbýrðu húðina fyrir stóra daginn

Í gær, 14:00 Flestir vilja líta sem best út á brúðkaupsdaginn en gott er að byrja með góðum fyrirvara að hressa upp á húðina og hárið til að fyrirbyggja öfgar stuttu fyrir stóru stundina. Meira »

Hvað þarftu að eiga til að geta keypt?

Í gær, 11:00 Það getur verið snjallt að nota viðbótarlífeyrissparnaðinn til að brúa bilið í fasteignakaupum. Með smá aga og góðri yfirsýn ætti flestum að takast að spara fyrir innborgun á nokkrum árum. Meira »

Armbeygjurnar sem koma Hudson í form

í gær Leikkonan Kate Hudson gerir armbeygjur sem fær fólk til að svitna við það eitt að horfa á hana framkvæma þær. Þjálfarinn kallar æfinguna nöðruna. Meira »

Algeng og óþægileg kynlífsvandamál

í fyrradag Vill hún ekki leyfa þér að sleikja píkuna eða rennur limurinn alltaf út? Ekkert vandamál er of stórt eða flókið fyrir kynlífssérfræðinginn Tracey Cox. Meira »

Öll leynitrixin í bókinni fyrir karlana

í fyrradag „Það er nú bara þannig að við karlarnir erum jú orðnir mun meira metro en fyrir einhverjum árum og ég vil meina að okkar metro tími hafi samt sem áður farið að kikka inn fyrir u.þ.b. 20 árum eða þegar ég var á hátindi míns hárferils.“ Meira »

Svona hefur gardínutískan þróast

í fyrradag Guðrún Helga Theodórsdóttir fékk sitt fyrsta starf níu ára en hún hefur allar götur síðan unnið í fjölskyldufyrirtækinu Z-brautum og gluggatjöldum. Foreldrar hennar stofnuðu fyrirtækið eftir að faðir hennar hafði gengið í hús til þess að kynna gardínukappa. Meira »

„Ég var feit sem barn“

21.4. Radhi Devlukia Shetty átti erfitt með þyngdina þegar hún var ung stúlka. Sumir eru á því að ef Dalai Lama og Oprah Winfrey hefðu átt barn væri það hún. Meira »

Vertu í þínu pínasta pússi um páskana

20.4. Óþarfi er að kaupa nýjan fatnað fyrir páskahátíðina. Fylgihlutir geta verið það eina sem þarf til.   Meira »

Þetta ljúga konur um í kynlífi

20.4. Fæstir eru 100 prósent heiðarlegir við bólfélaga sína. Konur ljúga ekki endilega til um kynferðislega ánægju.  Meira »

Arnar Gauti mætti á nýja staðinn í Mosó

20.4. Blackbox opnaði nýjan stað í Mosfellsbæ og áður en staðurinn var formlega opnaður mættu Arnar Gauti, Ásgeir Kolbeins, Jóhannes Ásbjörnsson, Hulda Rós Hákonardóttir, Skúli á Subway og fleiri til að smakka. Meira »

Þetta er hollasta fitan sem þú getur borðað

20.4. Krabbamein er algeng dánarorsök sem einkennist af stjórnlausum vexti fruma í líkamanum. Rannsóknir hafa sýnt að fólk í Miðjarðarhafslöndum er í hlutfallslega minni hættu á að fá krabbamein og sumir hafa getið sér þess til að ólífuolía hafi eitthvað með þetta að gera. Meira »

Klæddu þig upp á í kjól um páskana

20.4. Ljósir rómantískir kjólar eru í tísku þessa páskana. Gulur er að sjálfsögðu vinsæll litur á þessum árstíma. En fleiri litir koma til greina. Meira »

Andlega erfitt að grisja og flytja

20.4. Listakonan Anna Kristín Þorsteinsdóttir hefur enga tölu á því hversu oft hún hefur flutt um ævina en síðustu tíu árin hefur henni þó tekist að skjóta rótum á sama stað. Meira »

Hilmar hætti að drekka og fékk nýtt líf

19.4. Hilmar Sigurðsson sneri lífi sínu við eftir að hafa farið í meðferð í Hlaðgerðarkoti. Hann segir alkóhólismann vera sjálfhverfan sjúkdóm og ein besta leiðin til að sigrast á honum sé að hjálpa öðrum. Meira »

Ætlar að nýta páskana í að mála

19.4. Elsa Nielsen, grafískur hönnuður og eigandi Nielsen hönnunarstofu, býr á Seltjarnarnesi ásamt eiginmanni og þremur börnum.  Meira »

Maja heldur kolvetnalausa páska

19.4. Anna María Benediktsdóttir eða Maja eins og hún er vanalega kölluð skreytir fallega hjá sér fyrir páskana. Hér gefur hún nokkur góð ráð, meðal annars hvernig upplifa má góða sykurlausa páska. Meira »

Getur verið að tengdó sé spilafíkill?

19.4. Ég hef staðið manninn minn að því að vera lána föður sínum peninga og oftar en ekki skila þessir peningar sér ekki. Ég hef reynt að ræða þetta við hann og alltaf segist hann sammála mér og hann ætli að hætta þessu en svo næsta sem ég veit að þá er hann búinn að lána honum meira. Meira »