„Þykir best að vera með vinkonunum“

Að lifa góðu lífi með vinum og fjölskyldu er dýrmætt. …
Að lifa góðu lífi með vinum og fjölskyldu er dýrmætt. Eins getur verið gaman að eiga kærasta. Samband ætti að vera þannig að maður getur haldið í allt sem er dýrmætt í lífinu. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Elínrós Líndal ráðgjafi fær senda fyrirspurn frá konu sem langar að prófa eitthvað nýtt þegar kemur að samböndum við hitt kynið. Hún virðist laða til sín menn sem henta henni ekki.

Hæ.

Ég er 29 ára og búin að vera ein í 6 ár en langar að breyta til og fá mér kærasta. 

Ég er ekki á Tinder og hef enga reynslu í hvernig best er að gera þetta. Ég gef aldrei færi á mér. Mín tilfinning hefur verið sú að í þau fáu skipti sem ég hef slegið til og hitt einhvern hefur það misheppnast. Það eru bara skrítnir strákar sem reyna við mig, rangir gaurar sem meðal annars drekka of mikið. 

Ég á æðislegar vinkonur og lifi skemmtilegu lífi. Er í vinnu, stunda hlaup og á skemmtilega fjölskyldu. Þetta með kærastann er það eina sem er mjög skrítið.

Hvað á ég að gera? Hjálp! 

Kveðja, XO XO

Elínrós Líndal, einstaklings- og fjölskylduráðgjafi.
Elínrós Líndal, einstaklings- og fjölskylduráðgjafi. Ljósmynd/Saga Sig

Sælar.

Ég hef fengið nokkrar svona fyrirspurnir. Ég trúi því að veröldin sendi okkur verkefni þangað til við erum búnar að læra það sem við þurfum að kunna.

Þannig að sú staðhæfing að þú laðir til þín „rangt“ fólk gæti verið einmitt hið gagnstæða. Að þú laðir til þín „rétt“ fólk miðað við staðinn sem þú ert á í dag. 

Ef þú laðar til þín menn sem eru ekki á sama stað og þú ert á þá gefur það mér vísbendingu um að þú sért ekki alveg búin að stíga inn í að vera þú í dag. Með því að fara á staði sem henta þér best, tala heiðarlega um hver þú ert og hvað þig langar að fá út úr lífinu er alltaf fyrsta skrefið. Annað atriði sem mér finnst mikilvægt er að skoða ástina út frá þeirri staðhæfingu að hún sé ákvörðun. 

Ef ást er ákvörðun og maður velur að vera manneskja í sambandi við aðra manneskju má gera ráð fyrir því að ýmislegt komi upp. Það fá allir verkefni í lífinu. Við erum kannski misgóð í að fela það. 

Ef þú gefur sjálfri þér skilyrðislausa ást og nærir þig þannig að þú ert ekki með tómleikatilfinningu sem þú þarft að fixa með því að fá þér kærasta þá ertu í góðum málum fyrir svona verkefni. Mér sýnist þú á góðri leið með slíkt og ættir að geta haldið áfram að vera í góðum samskiptum við vinkonur og fjölskylduna þótt þú eignist kærasta.

Prófaðu að skrifa niður framtíðina eins og þú sérð hana fyrir þér. Settu markmið um hvernig samband þig langar í og ekki hnika frá mikilvægum atriðum sem þú vilt halda þig við (það heitir að setja heilbrigð mörk).

Vertu dugleg að segja já við það sem hentar þér og líka nei við því sem hentar þér ekki.

Ef þú vilt koma og vinna aðeins meira úr málunum með ráðgjafa máttu að sjálfsögðu hafa samband HÉR.

Það eru engar hindranir. Þú finnur góðan og heilbrigðan ungan herramann þegar þú ert tilbúin til þess.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál