Ennþá dofin eftir eitrað hjónaband — hvað er til ráða?

Það getur tekið á að upplifa stjórnleysi í hjónabandi. Sumir …
Það getur tekið á að upplifa stjórnleysi í hjónabandi. Sumir festast í doða og eiga erfitt með að fóta sig aftur í lífinu. mbl.is/Colourbox

Kona sem náði að losna úr gildru hjónabands spyr hvernig best sé að byggja sig upp aftur. Hún er dofin þótt nokkur tími sé liðinn frá skilnaði. Hún leit­ar ráða hjá El­ín­rós Lín­dal, einstaklings- og fjöl­skylduráðgjafa, sem svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands.

Sæl Elínrós.

Ég var í fjöldamörg ár í eitruðu og niðurbrjótandi hjónabandi. Tókst með hjálp vina minna að losna úr gildrunni sem ég og börnin vorum í. Hvernig get ég byggt mig upp og fengið sjálfstraust og gleði í líf mitt aftur? Er enn eins og dofin þótt nokkur tími sé liðinn frá skilnaði.

Ein í leit að svörum.

Elínrós Líndal starfar sem ráðgjafi.
Elínrós Líndal starfar sem ráðgjafi. mbl.is/AFP

Sæl og takk fyrir spurninguna. 

Eftir áföll á borð við skilnað er auðvelt að festast í sama farinu. Það eru til alls konar skólar sem aðstoða fólk áfram í lífinu. Ég held að þú ættir að hlusta vel og vandlega á innsæið og fikra þig aðeins áfram á þinni batabraut. 

Það er algengt að upplifa afneitun og doða í kjölfar skilnaða. Eins máttu gera ráð fyrir að upplifa alls konar tilfinningar inn á milli, svo sem gremju, vanmátt og sorg. 

Finndu þér góðan ráðgjafa að vinna með.

Ég held að það væri einnig áhugavert fyrir þig að finna þér stærri hópa að vinna með. Hvar sem þú býrð á landinu má gera ráð fyrir öflugum 12 spora fundum um hluti sem tengjast reynslu þinni. 12 spora fundir um meðvirkni og ást eru haldnir nær daglega. Þeir eru að færast á netið svo nú þarftu ekki að fara út, til að fara á fund. Finndu samtök sem þú hefur áhuga á að skoða, á heimasíðu flestra er númer sem þú getur hringt í og fengið nánari upplýsingar. Eins er hægt að sækja sem dæmi Alanon fundi um víðan heim á netinu í dag. 

Bati frá þeim stað sem þú ert á myndi ég skilgreina að verða hamingjusöm, glöð og frjáls aftur.

Mig langar að nefna konu sem mér finnst frábært dæmi um svona bataupprisu. Hún heitir Maya Angelou og er fyrirmynd margra með reynslu eins og þína. 

Hún upplifði alvarlega árás einungis átta ára gömul en náði að snúa erfiðri reynslu upp í sigur, sem hún gaf síðan áfram til annarra. Oprah Winfrey er ein þeirra kvenna sem kalla Angelou andlega móður sína.

Ef tilgangur lífsins er að við mannfólkið lærum að fyrirgefa okkur sjálfum og öðrum þá veit ég enga betri leið til þess en í samfélagi fólks sem er að vinna að því sama. 

Kveðja, Elínrós Líndal.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál