Með nágranna sem rífast mikið

Stundum er erfitt að halda athyglinni heima, þegar hamagangur er …
Stundum er erfitt að halda athyglinni heima, þegar hamagangur er í nágrönnum. Ljósmynd/Colourbox

Elínrós Líndal einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurningu frá konu sem býr í fjölbýlishúsi og vinnur heima um þessar mundir. Lætin í nágrönnunum eru að æra hana. Hvað er til ráða? 

Sæl Elínrós.

Ég þarf að vinna mikið heima hjá mér þessa dagana eins og margir aðrir. Það er voðalega notalegt og gott en það er eitt sem er að ganga fram af mér. Nágrannar mínir eru líka mikið heima þessa dagana. Mjög hljóðbært er í húsinu og því heyri ég mikið í þeim. Þá sérstaklega þar sem þau rífast mikið. Þetta truflar mig mikið og fer ofboðslega í taugarnar á mér. Ég veit ekki hvernig ég á að nálgast þau og biðja þau að reyna að hafa aðeins lægra. Hvaða ráð getur þú gefið mér?
Bestu kveðjur,

ráðalaus íbúi í fjölbýlishúsi

Elínrós Líndal einstaklings og fjölskylduráðgjafi.
Elínrós Líndal einstaklings og fjölskylduráðgjafi. mbl.is/Saga Sig

Sæl og takk fyrir erindi þitt. 

Það lenda örugglega margir í hinu sama þessa dagana og finnst mér vandasamt að leiðbeina með þetta svar þar sem ég veit ekki hversu miklu máli sambandið við nágranna þína skiptir þig. 

Mér kemur þó í huga góð saga sem ég heyrði einu sinni, um mann sem var að leita sér að góðu húsi að búa í. Hann keyrði á milli staða og fann loksins draumahúsið. Þá spurði hann seljanda hússins hvernig fólkið í næsta húsi hagaði sér. Eigandinn spurði á móti án þess að svara: Hvernig eru nágrannar þínir í dag? Kaupandinn svaraði um hæl: Þeir eru hræðilegir. Alveg hörmung að búa nálægt þeim og það er í raun og veru þess vegna sem ég er að flytja. Þá svaraði seljandinn: Já, þannig eru nágrannarnir hér líka.  

Þessi saga finnst mér einstök af því ég er ein af þeim sem trúa að veröldin færi okkur alls konar fólk að eiga við. Bæði frábært fólk en einnig þá sem eru að ganga í gegnum erfiða tíma.

Benjamin Franklin notaði þá leið að fá lánað hjá fólki sem var að keppa við hann eða á móti honum. Þetta kallast Benjamin Franklin-áhrifin. Sem dæmi sneri hann fólki sem var á móti honum með sér. Frægt er dæmið þegar hann fékk lánaðar bækur hjá manni sem fór á móti honum í kosningu.

Ef fólkið í húsinu skiptir þig miklu máli geturðu farið upp og fengið eitthvað lánað hjá þeim. Fært þeim óvænta hluti, blóm eða eitthvað annað, um næstu helgi og sagt síðan við þau: Mér líður eins og við séum ein stór fjölskylda. Í það minnsta heyrist ákaflega mikið á milli íbúða hér og því eins gott að maður hagi sér!

Að sjálfsögðu er alltaf avarlegt þegar fólk er farið að níðast hvort á öðru heima, m.a. með rifrildi. En að nálgast fólk kærleiksríkt með skilning í huga tel ég alltaf vera bestu leiðina í svona aðstæðum. Sér í lagi þegar fólk er að ganga í gegnum erfiða tíma. 

Ef þú hefur áhyggjur af velferð eða öryggi nágranna þinna, þá alls ekki hika við að hringja eftir aðstoð lögreglunnar. Ástandið í dag hefur sýnt okkur að heimilisofbeldi er raunveruleg ógn. Það er betra að hringja eftir aðstoð og hafa á röngu að standa en að sjá eftir því seinna. Þannig gætir þú eins verið hluti af lausninni. Þú getur alltaf beðið um nafnleynd og þarft ekki að fara dýpra ofan í þessi mál með þeim. Þá fara mál vanalega í ákveðinn farveg, annaðhvort hjá hinu opinbera eða fólk tekur sjálft ábyrgð og leitar sér aðstoðar.

Hér er greinargóð síða lögreglunnar um alla þá er koma að heimilisofbeldismálum í landinu. Maður er kominn langt yfir öll heilbrigð mörk þegar maður notar útiröddina inni að mínu mati.

Gangi þér alltaf sem best.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál