Kynlífsóhljóð nágranna sögð eðlileg

Nágrannakonan er sögð stunda mikið kynlíf á kvöldin.
Nágrannakonan er sögð stunda mikið kynlíf á kvöldin. mbl.is/Thinkstockphotos

Kona í Bretland hefur ekki fengið frið í kórónuveirufaraldrinum vegna kynlífsóhljóða í nágrannakonu sinni. Hún kvartaði meira að segja til yfirvalda í Manchester þar sem hún býr en fékk þau svör að lætin teldust eðlileg. 

Í viðtali við Manchester Evening News sagði konan, sem á þrjú börn á aldrinum eins til fjögurra ára, að nágrannakona hennar gerði líf hennar ömurlegt. 

„Þetta er öll kvöld, þetta hræðilegt,“ sagði móðirin. Hún segir nágrannakonuna stunda hávært kynlíf á hverju kvöldi. Fyrir kórónuveirufaraldurinn var þetta ekki svo mikið en nú virðist sem nágrannakonan reyni að drepa tímann með kynlífi. „Ég held að hún búi ein en einhver kemur á hverju kvöldi.“

Konan býr í íbúð með þremur svefnherbergjum en segist ekki geta notað herbergið sem liggur að íbúð konunnar. Hún segist hafa reynt að senda konunni skilaboð auk þess sem hún hefur reynt að tala við hana án árangurs. 

Konan kvartaði fyrst í júlí. Yfirvöld sendu þó nágrannakonunni bréf tvisvar. Ekki er hægt að gera neitt meira. „Ég talaði við þau vegna kynlífslátanna og þau sögðu að ekkert væri hægt að gera vegna þess að þetta væri eðlilegur hávaði,“ sagði konan sem veit ekki hvað hún á til bragðs að taka.

Það er ekki svefnfriður fyrir nágrannakonunni.
Það er ekki svefnfriður fyrir nágrannakonunni. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál