Glansmyndin ekki fylling lengur

Hamingjan er ekki fólgin í hlutum eða öðru fólki. Hana …
Hamingjan er ekki fólgin í hlutum eða öðru fólki. Hana er að finna inn í hverju og einu okkar. mbl.is/Colourbox

El­ín­rós Lín­dal ráðgjafi svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem vantar góð ráð því hún getur ekki flúið raunveruleikann lengur. 

Sæl,

Lífið mitt lítur bara vel út á yfirborðinu og er í raun það sem mig langaði að fá. Ég er ágætlega menntuð, á mann og tvö börn og íbúð í vesturbænum.

Það er svo sem ekkert að koma upp á annað en að ég á erfitt með að vera í lífinu mínu alltaf. Mér líður eins og ég þurfi reglulega frí frá því. 

Ég er farin að hafa lélega stjórn á viðbrögðunum mínum, maðurinn minn er farinn að fara í taugarnar á mér og vinnufélagarnir líka. 

Hvað mælirðu með að maður geri þegar ekki er hægt að flýja lengur raunveruleikann í ferðalög með vinkonunum erlendis eða kokteilboð?

Glansmyndin er ekki að færa mér fyllingu lengur. 

Kveðja, X

Elínrós Líndal.
Elínrós Líndal. Ljósmynd/Saga Sig

Sælar. 

Er það ekki bara góður staður að vera á þegar glansmyndin hættir að vera nóg og maður getur farið að huga að innihaldinu?

Það er nokkuð víst að ástandið í dag er áskorun fyrir marga, því þó þú eigir frábæra fjölskyldu, skemmtilegan mann og áhugaverða vinnu, þá getur þessi innilokun í lengri tíma verið áskorun fyrir alla. 

Það sem ég mæli með að þú gerir er að þú horfir í kringum þig á hlutina sem þú hefur búið til og leyfir þér að þykja vænt um þá þó þér líði illa. Það eru sjálfsögð mannréttindi að mínu mati fyrir alla að eiga fjölskyldu, maka, íbúð að búa í, bíl að fara á milli staða og vinnu til að færa beikonið heim á borðið. 

Þó þér líði illa í dag og þig langi að flýja lífið þitt og lokað er á leiðirnar sem þú hefur notað hingað til, þá eru ákveðnar áhugaverðar leiðir í boði núna sem eru andstæðan við að flýja. 

Þú getur magnað upp tilfinningarnar sem eru að koma upp og spurt þig: Hvað heita þessar tilfinningar og hvað eru þær að reyna að segja mér?

Fólk sem fer í sjálfsvinnu er duglegt að magna upp tilfinningarnar, skoða þær, sitja með þeim, tala um þær við aðra og skilja þær betur. Það vinnur úr fortíðinni og gerir markmið tengt framtíðinni. Setur sér mörk og reynir eftir fremsta megni að lifa eftir gildunum sínum og í núinu. 

Ég veit ekki hvað það er í samfélaginu sem segir okkur að við eigum alltaf að vera hamingjusöm og glöð. Rannsóknir sýna að það eru óraunhæf markmið, þar sem lífið er allskonar og maður alltaf að fást við eitthvað.

Þess vegna mæli ég með því fyrir alla að taka ákvarðanir byggðar á gildum frekar en tilfinningum. Tilfinningar koma og fara. Gildin þróast með árunum og auknum þroska. 

Ég talaði eitt sinn við mann sem hafði verið í bata frá svona flóttalöngun í 20 ár. Hann sagði mér að þessi tilfinning kæmi alveg upp endrum og sinnum og stundum fannst honum hann á sama stað og þegar hann byrjaði að skoða þetta fyrst. 

Hann setti sér markmið og vann að þeim daglega. Hugsaði vel um sig, hafði fallega hluti í kringum sig og skilaði aldrei konunni sinni eða börnum, þó honum þætti þau ekki alltaf skemmtileg. Ég get tekið undir það að konan hans er enginn skemmtikraftur, en hún er vel menntuð vísindakona og frábær í sínu fagi. 

Hann setti inn í mánaðarplanið sitt að fara á uppistand reglulega og að gera sitthvað skemmtileg. Lífið hans var orðið það sem hann dreymdi um, af því að hann var ekki að sækja í öðru fólki það sem honum langaði að fá í sig. 

Ég held að þetta séu einmitt töfrarnir í lífinu. Að taka bara öðru fólki eins og það er, lækka kröfurnar á það og að finna hamingjuna innra með okkur sjálfum. 

Stundum er nóg að verða ástfangin af sjálfum sér aftur til að sjá fegurðina í öðru fólki!

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál