Lykillinn að sjóðandi heitu kynlífi á konudaginn

Hægt er að njóta konudagsins inn í svefnherbergi.
Hægt er að njóta konudagsins inn í svefnherbergi. mbl.is/Thinkstockphotos

Allir dagar ættu auðvitað að vera konudagar en á konudaginn sjálfan er þó um að gera að búa til smá rómantík. Á meðan sumir kjósa að kaupa köku eru aðrir sem gera vel við ástina sína í svefnherberginu. Hér eru nokkur ráð sem ættu ekki að klikka á konudaginn. 

Stemning

Kynlífið hefst löngu áður en fólk er komið úr fötunum. Kveiktu á kertum, gefðu henni rós, settu rómantíska tónlist á eða lestu jafnvel erótísk ljóð fyrir konuna. 

Forleikur

Forleikurinn gerir gott kynlíf enn betra. Renndu tungunni um líkama konu þinnar. Meðal örvandi staða er innan á upphandleggjum, viðbein, í kringum augun, hársvörðurinn, tær og aftan á hálsinum. Oftar en ekki eru léttar og blíðar snertingar málið. 

Stellingarnar

Besta ráðið er auðvitað að láta konuna ráða. Hlustaðu á konuna þína og leiktu eftir það sem hún kýs. Kannski kýs hún að horfa í augun á þér í trúboðastellingunni, vera við stjórnvölinn ofan á eða hreinlega færa leikinn inn í stofu. Lykillinn er góð samskipti.

Leyfðu konunni að ráða.
Leyfðu konunni að ráða. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is