Kynlífið betra með hækkandi aldri

Don Johnson segir kynlífið verða betra með hækkandi aldri.
Don Johnson segir kynlífið verða betra með hækkandi aldri. MARIO ANZUONI

Miami Vice stjarnan Don Johnson segir að kynlífið hafi bara batnað með hækkandi aldri. Hann segir kynhvötina vera eins og hún var áður og að hann hafi fengið góðar umsagnir hjá sínum fyrrverandi elskhugum. 

Johnson, sem er 71 árs, ræddi um kynlífi við Andy Cohen í þætti hans Radio Andy á dögunum. Cohen spurði hvort kynhvötin væri eins og áður og svaraði Johnson því játandi og sagðist óska þess að hún muni aldrei hverfa. 

„Þú verður í rauninni betri, ég er búinn að gera þetta að vísindagrein,“ sagði Johnson svo. 

„Það eru bara skínandi góðar umsagnir á Yelp hjá Don Johnson. Það er reyndar ekki hægt að ábyrgjast það, þegar ástandið er eins og það er. Maður veit aldrei hvað maður þarf að vinna með. En mér líður mjög vel með stöðuna á umsögnunum,“ sagði Johnson. 

Johnson hefur kvænst fimm sinnum á lífsleiðinni, alls fjórum konum, en hann og Melanie Griffith giftu sig tvisvar. Þau eiga saman dótturina Dakota Johnson, sem er leikkona. Í dag er hann giftur Kelley Phleger og eiga þau saman þrjú börn. 

Á meðal elskhuga hans eru Cybil Shepherd, Patti D'Arbanville og Barbra Streisand. 

Segir Johnson sjálfan sig vera svo góðan í rúmminu að konur hafi komið til hans í gegnum tíðina eingöngu í þeim tilgangi að sofa hjá honum. „Það hefur gerst,“ sagði Johnson og bætti við að hann hafi aldrei fundið til mikillar pressu þar sem „allir kúnnar hans hafa farið frá honum fullnægðir.“

Don Johnson.
Don Johnson.
mbl.is