Hefur lifað tvöföldu lífi í 15 ár

Faldi leyndamálið í yfir 15 ár.
Faldi leyndamálið í yfir 15 ár. Ljósmynd/pexels/VeraArsic

Kona leitar ráða hjá sérfræðing Sun eftir hún komast að því að maðurinn hennar er búinn að lifa leynilífi í 15 ár og hin konan eigi nú von á barni. 

Sannleikurinn kom í ljós í síðasta mánuði þegar hann tilkynnti mér að hann hefði keypt sér íbúð og væri að flytja út. Hann hélt framhjá mér fyrir meira en tíu árum síðan sem ég vissi af. Hann hætti greinilega aldrei að slá sér upp með þeirri konu því núna er hann að flytja inn með henni og þau eiga von á barni saman. 

Ég er 44 og maðurinn minn 46 ára. Ég komst að framhjáhaldi hans þegar ég var nýorðin ólétt að dóttir okkar sem er 14 ára í dag. Hann var að halda við samstarfsfélaga og það var búið að vera í gangi í tvö ár. Hann kenndi því um að við ættum erfitt samband eftir að fyrsta barnið okkar kom í heiminn og það væri mikið álag á honum að sjá fyrir fjölskyldunni. 

Ég trúði ekki að hann hefði barnað mig á meðan hann var að sofa hjá annarri konu. Ég sagði honum að ég gæti ekki treyst honum lengur en hann grátbað um að við yrðum áfram saman. Ég ákvað að taka saman við hann aftur. Ég fyrirgaf honum samt aldrei almennilega, við höfum ekki verið par, við erum meira foreldrar sem búa saman. 

Þrátt fyrir þetta hélt hann greinilega áfram að vera með konunni. Hún er núna hætt með manninum sínum og er komin átta mánuði á leið með barn eiginmanns míns. Ég er búin að lesa skilaboð sem þau hafa sent sín á milli. Hann málar mig upp í dimmu ljósi og lætur sjálfan sig líta út fyrir að vera einhverskonar ofurpabba. 

Ég er búin að segja dætrum mínum hvers vegna pabbi þeirra er að flytja út, þær eru 15 og 17 ára. Mér fannst þær þurfa að vita af hverju okkur hefur aldrei samið vel, hvers vegna pabbi þeirra er mikið í vondu skapi og alltaf í símanum. Dætur okkar hafa aldrei átt gott samband við hann. Maðurinn minn vill að þær séu hluti af nýja lífinu hans og nýja konan vill fá að hitta mig. Mér finnst þetta hrikaleg tilhugsun. 

Þau eru búin að rústa lífi mínu og vilja núna að ég taki nýju fjölskylduna í sátt. Stelpurnar mínar vilja heldur ekki taka þátt í þessu. Á ég að hvetja þær til að vera hluti af fjölskyldunni? Hvað á ég að gera?

Svar ráðgjafans:

„Ég er ekki hissa á því að þú sért ringluð og óviss. Það mun taka tíma að jafna sig á þessu sérstaklega á meðan þú ert líka upptekin að ala upp börnin ykkar. Leitaðu stuðnings hjá vinum þínum og jafnvel hjá ráðgjafa ef þú heldur að það hjálpi. 

Að halda sambandi við föður sinn og stórfjölskyldu hans er mikilvægt fyrir dætur þínar, þannig ég myndi hvetja þær til að hitta pabba sinn. Þær þurfa að hafa einhverja rútínu og stöðuleika þrátt fyrir að foreldrar þeirra séu að skilja. Það má heldur ekki gleyma að nýja barnið er hálfsystkini þeirra. Þú verður að setja þínar tilfinningar í annað sæti fyrir dætur þínar.“

mbl.is