Kærastinn getur ekki stundað nógu mikið kynlíf

Konunni finnst kærastinn vera of lengi að komast í stand …
Konunni finnst kærastinn vera of lengi að komast í stand til þess að stunda aftur kynlíf eftir fullnægingu. Ljósmynd/Unsplash

Kona nokkur er ekki nógu sátt við kærastann sinn sem er hættur að geta stundað með henni kynlíf daginn inn og daginn út. Hún leitar ráða hjá ráðgjafa Guardian.

„Við kærasti minn höfum verið saman í nokkurn tíma. Í upphafi sambandsins gátum við stundað kynlíf daginn inn og daginn út. Núna heldur hann ekki reisn eftir fyrstu umferð af kynlífi. Hann segir að ég sé ekki ástæðan og að tilfinningar hans til mín hafi ekki breyst. Hann segir líka að þetta hafi aldrei komið fyrir áður. En núna er þetta búið að vera svona í marga mánuði. 

Við erum búin að taka til í mataræðinu, sofa nógu mikið og ekki of mikið og hætt að reykja. Við erum jafnvel búin að taka okkur pásu frá öllu kynlífi en ekkert virkar.“

Ráðgjafinn svarar

„Kærastinn þinn er ekki vél. Þó hann haldi mögulega að þú haldir það. Tíminn sem líður eftir sáðlát og þar til hægt er að ná reisn aftur kallast tornæmistími, og það er eðlilegt ferli sem fer í endurhleðslu. Mjög fáir karlmenn geta sleppt þessum fasa, og aðeins undir sérstökum kringumstæðum. Konur hins vegar, þær eru fljótari að ná sér eftir fullnægingu, og þar af leiðandi heldur fólk að það sé óeðlilegt fyrir karlmenn að þurfa að bíða.

Ekki setja pressu á kærastann þinn að vera fljótur að ná sér eftir fullnægingu, hann á bara eftir að finna fyrir skömm og þar af leiðandi verður erfiðara fyrir hann að ná honum aftur upp.

Þú skalt frekar minna sjálfa þig á, að þegar kemur að kynlífi eru gæðin betri en magnið. Að vera staðráðin í því að fá fullnægingu á stuttum tíma er ekki rétta leiðin að vellíðan. Ekki heldur að telja magn fullnæginga á hverjum degi. Í stað þess að telja fullnægingarnar skaltu fá kafla úr bók frá tantrameisturum sem kenna að með því að seinka fullnægingu er hægt að ná nýjum hæðum í fullnægingum, og jafnvel er hægt að stytta tímann sem það tekur að jafna sig eftir fullnægingu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál