Sex staðir sem koma í staðinn fyrir rúmið

Það er vel hægt að stunda kynlíf í eldhúsinu.
Það er vel hægt að stunda kynlíf í eldhúsinu. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Það er gott og gilt að stunda kynlíf í svefnherberginu, mörgum þykir það best. Ef þú hefur hins vegar aldrei prófað að stunda kynlíf á öðrum stöðum á heimilinu er kannski kominn tími til þess að prófa eitthvað nýtt. Hér eru nokkrar hugmyndir að stöðum sem krydda kynlífið. 

Borðstofan

Það er hægt að gera svo miklu meira á borðstofuborðinu en að borða jólamatinn. Það er tilvalið að breyta aðeins til og stunda kynlíf ofan á því. 

Eldhúsið

Eldamennska getur verið kynæsandi. Passaðu bara að setjast ekki á heita helluna eða brettið þar sem þú varst að skera chílepipar. Það er um að gera að nota innréttinguna. 

Stofan

Notaðu allt sem þér dettur í hug í stofunni til þess að gera ástarleikinn spennandi. Þetta getur verið stólar, sófi eða jafnvel ruggustóll. 

Baðherbergið

Það er mjög rómantískt að njóta ásta í baði en mögulega er aðeins kynþokkafyllra að stunda kynlíf í sturtunni. Stór og nútímalega sturta sem hægt er að ganga inn í kemur sér sérstaklega vel. 

Á ganginum

Gangar á heimilum eru stundum illa nýttir. Ekki láta það gerast á þínu heimilinu. Notaðu ganginn til að stunda kynlíf upp við vegginn eða hreinlega fleygið ykkur á gólfið. 

Svalirnar

Þeir alla djörfustu geta farið út á svalir og stundað kynlíf þar. Það er hægt að gera í skjóli nætur eða hvenær sem er ef svalirnar eru staðsettar á húsi sem ekki sést til – nema leikurinn sé til þess gerður að vera gripin glóðvolg. 

Stofan og sófarnir sem þar eru nýtast vel.
Stofan og sófarnir sem þar eru nýtast vel. Ljósmynd/Thinkstockphotos
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál