Trekantur með nuddara endaði í sambandsslitum

Gamanleikkonan Chelsea Handler ræddi opinskátt um trekant sem hún tók …
Gamanleikkonan Chelsea Handler ræddi opinskátt um trekant sem hún tók þátt í með fyrrverandi kærasta sínum og nuddara sínum. AFP/Michael Tran

Leikkonan Chelsea Handler segist hafa áttað sig á því að hún yrði að hætta með fyrrverandi kærasta sínum, Ted Harbert, eftir að þau fóru í trekant með nuddaranum hennar. 

Handler sagði frá atvikinu í þættinum Andy Radio síðastliðin miðvikudag. „Ég var mjög heit fyrir þessari konu. Ég endaði á því að sofa hjá henni nokkrum sinnum án kærastans míns,“ sagði leikkonan.

Trekanturinn varð hins vegar til þess að hún áttaði sig á því að hún væri hrifnari af konunni en kærasta sínum sem leiddi til sambandsslitanna. „Það var þá sem ég vissi að það væri kominn tími til að hætta með kærastanum mínum,“ bætti hún við. 

Í þættinum viðurkenndi Handler að hafa aldrei sagt þáverandi kærasta sínum frá því að hún væri að sofa hjá nuddaranum. Hún sagði að trekantur þeirra hefðu verið „skemmtilegur“ og sagðist vera til í að taka þátt í slíku aftur en bara með manni og konu, ekki tveimur karlmönnum.

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál