Fiskurinn: Þú stendur alltaf upp aftur

Elsku Fiskurinn minn,  

það er búin að vera mikil spenna og stress í kringum þig, en þú vinnur allt líka miklu betur þegar þú ert á tánum. Það er eins og þú fljúgir áfram og þó þú dettir öðru hverju þá stendurðu alltaf upp jafnharðan.

Vertu bjartsýnn og magnaðu upp það jákvæða tilfinningaflæði sem er allt í kringum þig, þú getur ekki breytt öðrum svo láttu engan stjórna skapi þínu eða líðan. Um leið og þú sleppir og hættir að spekúlera í því þá færðu það frelsi í hjartanu sem þú ert að leita að.

Það eru svo spennandi tímar búnir að vera að banka á hurðina þína, svo taktu bara vel eftir hvað er að gerast og segðu já þótt þú nennir ekki, því þegar þú opnar hurðina er eins og það sé röð af manneskjum sem eru að bjóða þér ný tækifæri, svo leyfðu þér að fljóta, þá muntu njóta.

Í ástarmálunum verður allt akkúrat eins og það á að vera, þið sem eruð á lausu megið búast við spennandi tækifærum, en þeir ykkar sem eruð svo dásamlega heppnir að vera búnir að velja sér framtíðarmaka eiga bara að dekra við hann og sýna honum skilning, þannig þróast allt á besta veg.

Þú þarft ekki svo mikinn tíma til að slaka á, þú nærð einhvernvegin að tengja þig svo vel og rífa upp orkuna þína jafnóðum þó þú búist ekki við því þú getir það, því það er alveg sama hversu mikið þú tekur að þér, þú kemst yfir það. Þér mun ganga vel ef einhverskonar próf eru að mæta þér og það þarf ekki að vera í einhverjum skóla heldur bara í öllu lífinu, þú kemur út í sigurvegarasætinu.

Það skipast svo fljótt veður í lofti og miklar breytingar eiga sér stað, jafnvel dag frá degi og stundum finnst þér þú alveg vera að bugast, en það er bara ímyndun þín. Fólkið í kringum þig þekkir þig betur en þú sjálfur og þeir sjá mætavel hvað þú stendur þig vel á þessu tímabili, svo biddu bara um ráð frá þeim sem þú treystir.

Knús & koss,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál