Vatnsberinn: Ástin er allt í kringum þig

Elsku Vatnsberinn minn,

það er búið að vera svo margt að angra þig, bæði erfiðleikar, gleði og miklar tilfinningar og spenna. Síðustu tveir mánuðir hafa verið að senda þér skilaboð um hverju þú megir búast við. Þú ert líka búinn að taka mjög vel eftir og sem betur fer hefur þú svo opna og skapandi hugsun og svo mikinn áhuga á því sem er að gerast í kringum þig að þú ert alveg viðbúinn og slakur.

Það eru rosalega margir Vatnsberar sálfræðingar og það er eins og það sé innbyggður í þér sá þáttur að skilja tilfinningar og líðan annarra svo vel. Þannig að þú lætur alltaf öllum líða betur eftir þinni bestu getu og þú getur nefnilega treyst innsæi þínu. Þú ert svo næmur og það hefur bjargað þér þúsund sinnum.

Næsti mánuður líður alveg rosalega hratt, það verður fullt tungl þann 9. mars í Meyjarmerkinu og í kringum það tímabil skaltu klára samninga, tala við banka ef þú þarft að redda fjármálum því þetta verður tíminn sem verður þér hliðhollur í þeim efnum.

Ástin er allt í kringum þig og þú laðar til þín ótrúlegasta fólk því ekkert er sterkara en hugsunin ást eða alvöru ást. Þú hefur meistaralega hæfileika til að gera lífið þitt rómantískt og spennandi, og einfaldlega ert þú bara spennandi; treystu meira tilfinningunum og leyfðu huganum að fleyta lengra en þig hefur nokkurntímann dreymt um.

Þú ert að læra að þroskast á methraða og ert að tengja þig við allskonar sem nærir þig andlega og líkamlega. Það eina sem getur sett strik í reikninginn er að þú náir ekki að sofa nógu vel, svefninn er heilandi lífskraftur fyrir þig.

Þetta verður líka tími sem þú átt eftir að undirbúa ferðalög, verður mikið á ferðinni og það er mikill ávinningur fólginn í einhverri af þessum ferðum, þetta er allt svo spennandi og þú átt eftir að sýna þeim sem eiga við veikindi eða erfiði að stríða mikla umhyggju, hjálpa þeim, blessa og gefa tíma þinn, því að dýrmætasta sem þú átt er tíminn því hann fæst ekki keyptur.

Knús & Koss,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál