Krabbinn: Þú átt eftir að taka stór skref á næstunni

Elsku Krabbinn minn,

það er mikið á þig lagt og í öllu því sýnir þú þau viðbrögð að vera sterkari og sterkari. Þú verður einhverskonar stálkrabbi. Það verður ekkert hægt að hnika þér né stíga á þig. Þú skiptir um skoðanir eins og vindurinn og gleymir kvíðanum, stressinu og spennunni eða nýtir allar þessar tilfinningar til að verða vitrari og sterkari.

Þú átt eftir að taka stór skref á næstunni, sýna hugdirfsku, brjóta boð og bönn sem eiga að vera brotin ef þarf og þú hrindir ótrúlegustu hindrunum úr vegi og tekur ákvarðanir sem eiga eftir að hafa áhrif á þig og svo marga aðra og þú eflist bara við hverja vindhviðu og nærð að komast upp á það fjall sem þú ert að klífa, sigurinn er staðfestur.

Það er svo mikið þakklæti í öllu sem hreyfist í kringum þig og það getur verið að þú gerir of mikið, en eitt er víst að þú munt fá mun meira til baka.

Þú blæst á asnalegt slúður sem hefur eitthvað goggað í þig og þú hugsar að þessari manneskju líður bara eitthvað illa og skortir sjálfstraust. Svo vertu sérstaklega góður við þá sem pirra þig. Það mun nýtast þér svo miklu betur þegar fram í sækir.

Ásettu þér að gera þrjú góðverk á dag því það verður eins og að leggja inn í banka. Þér líður betur þegar þú gerir góðverkið en mundu bara að gera það skilyrðislaust án þess að búast við nokkru til baka og þú munt hugsa svo vel um það fólk sem þarf á þér að halda. Ég veit svo vel að þú ert þannig týpa, en minntu þig samt bara á það því þú sérð friðinn í öllu mögulegu og svo sannarlega veistu ÞÚ ERT MEÐ ALLT SEM ÞÚ ÞARFT NÚNA.

Þú byggir upp sterkari og einlægari tilfinningar í garð þeirra sem þú elskar og það er eins og þú hafir hoppað yfir á eitthvert hippatímabil því þú átt eftir að efla þá tilfinningu að finnast þú vera svo frjáls og glaður í því sem þú ert að gera.

Kossar & knús,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál