Nautið: Þú þarft öryggi

Elsku Nautið mitt,

það er fullt tungl í þínu blessaða merki þann 31. október. Þann dag og næstu daga á eftir er svo mikilvægt að þú náir þér í tunglskin. Vandamál leysast, þú vekur athygli þar sem þig vantar að láta til þín taka. Og þú finnur svo sterkt og skýrt hvað þú getur vel tjáð þig og þú ert ein heild við vini þína, veröldina og fjölskylduna.

Það eina sem kemur í mínus er þrjóskan og letin. Svo fleygðu þessum tveimur ókostum í ruslið og þá breytist það sem þú vilt breyta.

Það eru góðir samningar eða verkefni í nánd, það er pottþétt, þar sem hreinskilni er allt sem þarf. Þetta er líka sérstaklega fagurt og gott tímabil fyrir þig til þess að byrja samband sem tengist ástinni og styrkja öll andleg tengsl.

Þú ert persóna sem þarft öryggi og að hafa allt á hreinu, annars þyrlast vanmáttur yfir þig. Ég er svo heppin að vera í þessu merki og ég eyddi mörgum dögum í síðasta mánuði í kvíða og áhyggjur yfir peningum, ég vorkenndi mér.  En þegar okkur líður svona er alveg sama hvort þú eigir engan eða mikinn pening, því þá rignir áhyggjum yfir þig um að þú missir það sem þú hefur.

Ég er komin á beinu brautina og hef engar áhyggjur, því ég veit að um leið og ég sleppi óttanum og trúi ég fái það sem mig vantar, þá gerist það.

Þú ert á svo mikilvægu tímabili til að magna upp það sem þú trúir á. Láttu ekki blekkjast af kvíða og ótta gærdagsins. Því dagurinn í dag og þessi bjarti tími sem er að leiða þig út árið sendir þér óvæntar gjafir, í því eru peningar tengdir. En óttinn getur fælt það sem þú átt skilið frá. Þetta er einn sá merkilegasti mánuður sem þú ert að fara inn á og umbreytingin er nú þegar byrjuð.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál