Krabbinn: Þú færð bestu hugmyndirnar þegar þú vaknar

Elsku Krabbinn minn,

það hefur verið töluverð innri spenna hjá þér og þig langar svo frá þínum innstu hjartarótum að laga hlutina og að allt gangi svo miklu betur. Og ég get sagt þér  það að lífið er að leysa vandamálin þín. Uppspretta alls veit alveg nákvæmlega hvers þú þarfnast, svo leyfðu þér að slaka aðeins meira á og hvíla þig, ef þú þarft.

Þú færð bestu hugmyndirnar þínar þegar þú vaknar, en þú þarft að skrifa strax niður hvað þýtur þá um huga þinn. Því þegar þú ert milli svefns og vöku ertu svo sterkt tengdur yfir í aðra vídd og þetta gerist líka þegar þú ert að sofna.

Það eina sem þú þarft að gera er að hafa penna og blað við hliðina á rúmstokknum og punkta niður myndir hugans. Þú ert sérstaklega með tengingu í þessum mánuði, en samt er eins og þú sért búinn að vera að reka þig á veggi. Og þetta er vegna þess að þú ert að ryðjast áfram án þess að hlusta betur á skilaboðin sem er beint til þín.

Þegar fram í sækir og fer að glitta í vorið ertu bæði búinn að ákveða ferðalög sem þú bjóst ekki við og líka búinn að halda upp á hversu vel hefur gengið í flestum þeim þáttum sem þú ert að spenna hugann yfir.

Þú getur dottið í þráhyggjuhugsanir sem skemma fyrir þér, en þegar þú slakar á huganum koma svörin hvert af öðru um hvað best væri að gera. Þú hefur svo mikla útgeislun þegar þér líður vel að þú lýsir eins og sólin og þá lýsirðu öðrum leið. En þegar tilfinningaorka þín er lág, þá sést ekki í þig – þitt er valið.

Þess vegna þarftu að leiða huga þinn eða að nota þá hugleiðslu sem þér finnst best. Ég dró þitt Abracadabra-setningaspil sem lokaorð til þín og þar stendur: „Ef þú værir hús myndu allir vilja búa í því.“

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál