Nautið: Þú hefur aflið

Elsku Nautið mitt, ekki bíða eftir að aðrir reddi málunum eða geri hlutina fyrir þig. Heldur eru skilaboðin skýr, gerðu bara það sem þú þarft sjálf, því þú hefur aflið til þess. Settu það fyrst í hugann á þér eins og ljósmynd það sem þú þarft að láta gerast, stattu svo bara upp og gerðu það sjálf. Þú ert hreyfiafl, hreyfir bæði við hjartanu í öðru fólki og gefur frá þér allt sem þú getur til þess að þínir bestu hafi það gott.

En stundum áttu það til að gera of miklar kröfur á þitt fólk, slepptu því bara því allir verða að vera eins og þeir vilja sjálfir. Og eina persónan sem þú hefur virkilega vald yfir er bara þú. Með þessu streymir til þín hugrekkið og hermennskan til þess að sigra það stríð sem þú þarft að heyja.

Ef þér finnst lífið alltaf vera að endurtaka sig, þá ertu ekki búin að stinga þér í samband við Alheiminn. Þetta tímabil sem þú ert búin að fara í gegnum hefur styrkt andann þinn og þínar andlegu breiddir. Þú leyfir þér að elska skilyrðislaust og finnur að það er svo mikil ást sem þú færð þegar engar kröfur eru gerðar. Þú eflir sköpunarkraftinn til þess að byggja upp frama þinn og þegar þú finnur það, þá máttu ekki hræðast að taka áhættu. Þú ert bæði leiðtogi og fylgismaður, en þú átt í erfiðleikum með að þegja um sannleikann.

Ef þér finnst einhver manneskja hafa stigið of fast á þig, þá geturðu átt lengi við það að henda henni í burtu, því minni þitt er stundum of gott. En þú þarft að gleyma til þess að njóta mínútunnar þinnar. Og einnig þarftu að passa upp á það hver á þig; er það húsið sem þú ert búinn að leggja lífsgönguna í, bíllinn eða lífsstíllinn? Þitt frelsi hefst á þeim stað þar sem þér finnst þú berir ekki ábyrgð á öllu og öllum.

Þegar líða tekur á þennan mánuð og alveg fram í upphaf nóvember, þá færðu til þín gjafir sem efla þig. Þú færð að vita hvað er satt og fjárhagslegur grundvöllur þinn verður betri ásamt mörgu öðru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál