Aldrei verið snúnara að pakka

Jóhann Berg Guðmundsson, Íris Gunnarsdóttir með nöfnu sína í fanginu.
Jóhann Berg Guðmundsson, Íris Gunnarsdóttir með nöfnu sína í fanginu.

Íris Gunnarsdóttir, markaðsstjóri Lyfju, er móðir íslenska fótboltamannsins Jóhanns Berg. Hún segir að son hennar hafi alltaf dreymt um að komast á HM og því sé þetta stór stund. Hún var að pakka niður í töskur fyrir Rússland þegar ég náði tali af henni.

Hvernig tilfinning er það að horfa á barnið sitt spila á svona stórmóti?

„Ég finn fyrst og síðast fyrir stolti en að sjálfsögðu blandast inn í þetta líka aðrar stundum óþægilegri tilfinningar en gleðin er samt ráðandi. Ég treysti honum svo fullkomlega fyrir þessu verkefni og ég veit alltaf að hann gerir sitt besta og leggur sig 120% fram við að leysa sitt hlutverk vel. Þetta er stærsta verkefnið á hans starfsframa hingað til, þetta var alltaf draumur og nú er hann orðinn að veruleika, sem er í rauninni alveg magnað og tilfinningin er einstök og ólýsanleg,“ segir Íris.

Hvernig var að ala Jóhann Berg upp?

„Stórt er spurt! Það var krefjandi á köflum að ala hann upp. Hann hefur alltaf verið ljúfur, traustur og góður en hann var líka mjög þrjóskur, hann átti það líka til að vera mjög pirraður á fótboltavellinum, sérlega þá út í dómara og lét þá alveg heyra það ef hann var ósáttur. Þessu varð maður vitni að oft og tíðum og þá sagði maður í hljóði „Jóhann, hættu þessu og haltu bara áfram,“ dómarinn ræður. En hann rauk út af velli án þess að þakka andstæðingum og dómurum fyrir leikinn, hann var alveg þekktur fyrir þetta á sínum tíma. Hann var fastur fyrir og setti markið hátt hvað varðar fótboltann, fótboltinn hefur alltaf átt hug hans allan. Það var líka mjög sérstakt við Jóhann alveg frá því að hann var bara um sjö ára aldur hvað hann fylgdist vel með fréttum bæði innan og utanlands, en hann horfði alltaf á alla fréttatíma í sjónvarpinu, hann var vel inni í málum og hafði strax miklar skoðanir.“

Varstu viss um að hann myndi ná svona langt?

„Hann hefur æft fótbolta frá því að hann byrjaði að ganga og sagði strax og hann hafði vit til að hann ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta. Ég studdi alltaf þetta markmið hans á hans forsendum. Hann lagði sig ávallt fram og mætti á aukaæfingar fyrir skóla, eða klukkan 6 á morgnana. Einhvern veginn vissi ég alltaf að hann myndi ná langt, þetta er eins og með svo margt annað að ef maður hlúir að því sem manni finnst skemmtilegt og lærir það sem þarf til að verða alltaf betri og betri aukast einnig líkur á að maður nái langt og uppskeri. En hann var það ákveðinn og markmiðin voru svo skýr hjá honum að ég var alveg farin að sjá þetta fyrir mér með honum þegar hann var 13-14 ára.“

Jóhann er mikill dellukarl

Íris ætlar ekki að missa af því þegar sonur hennar spilar með íslenska landsliðinu í Rússlandi.

„Við erum öll á leið til Rússlands, við foreldrarnir, Díana systir hans og Ingvi hennar maður ásamt Hófý og Írisi dóttur þeirra Jóhanns og tengdaforeldrum. Það er mikil tilhlökkun meðal okkar og við ætlum að fylgja liðinu á alla leikina. Þetta verður ævintýri líkast og mikil upplifun. Fyrir utan að fara á leikina ætlum við að kynna okkur sögu Rússlands, fara í skoðunarferðir og kynnast betur menningu þessarar þjóðar. Þetta verður án ef mjög athyglisvert og skemmtilegt. Við lendum í Moskvu á föstudag og þá hefst undirbúningur fyrir fyrsta leikinn. Það er mikilvægt að mæta snemma á völlinn til að ná að upplifa þetta ævintýri frá fyrstu mínútu. Við verðum svo í nokkra daga í Moskvu en fljúgum svo til Volgograd daginn fyrir þann leik og tökum svo aftur flugið til Rostov þar sem síðasti leikurinn í riðlakeppninni fer fram. Ég held að það megi segja að þetta séu ólíkir staðir og er nokkuð viss um að hver og ein borg hefur sinn sjarma og við finnum okkur örugglega eitthvað að skoða á milli leikja.“

Áttu einhverja sögu af Jóhanni þegar hann var lítill?

„Hann var mikill dellukarl og keppnisskapið alltaf til staðar í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Eitt sinn kom hann heim og þá með bikar fyrir að hafa unnið skákmót í skólanum. Við höfðum ekki hugmynd um að hann kynni að tefla en hann átti það til að grúska í hinu og þessu án þess að mikið færi fyrir því, en þetta kom okkur á óvart. Ég get líka staðfest að hann var svakalega góður í borðtennis og vann nokkur borðtennismótin líka en hann er nú sjálfur búinn að monta sig af því nú nýverið í fréttum fyrir alþjóð. Hann eyddi einu sinni öllum afmælispening sem hann fékk í að kaupa sér allar græjur til að stunda íshokkí en hann ætlaði að leggja það fyrir sig, en það stóð ekki lengi yfir. En það mætti rifja upp margar skemmtilegar minningar um Jóhann en ég læt þetta duga í bili.“

Hvað ætlar þú að taka með þér til Rússlands?

„Þetta er mjög góð spurning og fátt um svör, ég átta mig bara ekki á því hvað ég tek með til Rússlands. Mér finnst örlítið erfiðara að byrja að setja í töskuna fyrir þetta ferðalag en önnur ferðalög. Ég verð í það minnsta með lítið Lyfju útibú með í för, það verður allt til alls í því sambandi, sólarvarnir, flugnafælur, sótthreinsispritt, plástra, meltingargerlar og svo mætti lengi telja. Ég er þó alveg ákveðin í að hafa með í för treyju númer 7, góða skapið og gleðina og njóta vel.“

Hvað verður þú lengi?

„Vonandi bara sem lengst en þó ekki mikið lengur en til 16. júlí,“ segir Íris.

Mæðgin saman á golfvellinum.
Mæðgin saman á golfvellinum.
Feðgarnir tefla.
Feðgarnir tefla.
Nöfnurnar Íris og Íris.
Nöfnurnar Íris og Íris.

Mireya sýnir í Los Angeles

15:00 Mireya Samper flakkar um heiminn í tengslum við listsköpun sína en hún mun sýna verk sín á nýrri vinnustofu arkitektsins Gullu Jónsdóttur á La Peer-hótelinu í Los Angeles dagana 26. október til 8. desember næstkomandi. Meira »

Fögnuðu framúrskarandi sjónvarpsþáttum

12:00 Það var líf og fjör í Bíó Paradís þegar sjónvarpsþáttunum Líf kviknar var fagnað en þeir lentu í Sjónvarpi Símans Premium í vikunni. Meira »

Ösp gefur ráð til að fá ekki flensu

09:00 Hvað þarftu að gera til þess að minnka líkur á að flensan mæti á svæðið? Ösp Viðarsdóttir næringaþerapisti gefur góð ráð.   Meira »

„Vil ekki vera kúgari eins og pabbi“

06:00 „Ég er afburðastjórnsöm og frek. Ég er búin að standa sjálfa mig að því að beita móður mína og maka minn andlegu ofbeldi. Mér líður svo illa út af því að ég vil alls ekki vera eins og pabbi minn. Hann er stjórnsamur kúgari sem misnotar sér veikleika annarra og kemst upp með það.“ Meira »

Hringur Lady Gaga af dýrari gerðinni

00:30 Hringurinn sem Ariana Grande skilaði á dögunum kostaði rúmar tíu milljónir. Það er þó ekkert miðað við trúlofunarhringinn sem Lady Gaga ber. Meira »

Svona hugar Harry að heilsunni

Í gær, 21:00 Harry Bretaprins notar nýjustu tækni til þess að halda sér hraustum. Harry hefur sést skarta nýjum hring á ferðalagi sínu um Eyjaálfu. Meira »

Bergþór Pálsson fyrir og eftir 15 kíló

Í gær, 18:30 Þjóðargersemin Bergþór Pálsson er búinn að léttast um 15 kíló og bæta á sig tveimur kílóum af vöðvum með því að breyta lífsháttum sínum. Þetta byrjaði allt þegar hann tók þátt í sjónvarpsþættinum, Allir geta dansað, á Stöð 2. Meira »

Baldur hefur sjaldan verið glaðari

í gær Baldur Rafn Gylfason og samstarfsfólk hans sópaði til sín verðlaunum í Lundúnum um síðustu helgi. Hann segir að þetta sé mikil viðurkenning. Meira »

Dýrasta húsið í Kópavogi?

í gær Við Kleifakór í Kópavogi stendur 357 fm einbýli sem teiknað var af Sigurði Hallgrímssyni. Ásett verð er 169 milljónir.   Meira »

Hvað segir svefnstaðan um sambandið?

í gær Sofið þið bak í bak eða haldist þið í hendur í svefni? Svefnstaðan sem pör sofa í getur sagt ýmislegt um sambandið.   Meira »

Guðdómleg höll Lady Gaga

í gær Sígaunahöll Lady Gaga er litrík rétt eins og persónuleiki hennar. Höllin minnir á suðurevrópska villu sem er við hæfi enda er Gaga af ítölskum og frönskum ættum. Meira »

Buxur sem koma í veg fyrir prumpulykt

í fyrradag Það er fátt leiðinlegra en að leysa illa lyktandi vind á stefnumóti. Ef hætta er á því gæti verið sniðugt að ganga í sérstökum buxum sem koma í veg fyrir prumpulykt. Meira »

Sjö glötuð hönnunarmistök í eldhúsinu

í fyrradag Eldhús ætti ekki að hanna eins og atvinnueldhús enda þarf að vera skemmtilegt að eyða tíma í eldhúsinu sem oft er kallað hjarta heimilisins. Meira »

Amal Clooney er ekki hrædd við áberandi liti

í fyrradag Konur þurfa ekki að klæðast buxum til þess það sé hlustað á þær. Það veit Amal Clooney sem er þekkt fyrir að klæðast flíkum í áberandi litum og einlitum í þokkabót. Meira »

Hvaða andlitshreinsir hentar þér?

17.10. Hrein húð er lykillinn að fallegri húð en það er mikilvægt að ofgera ekki húðinni og gæta þess að hún sé í jafnvægi. Ofhreinsun húðarinnar getur skapað vandamál allt frá þurrki yfir í of mikla olíuframleiðslu því húðin fer að reyna að skapa alla þá húðfitu sem búið er að taka af henni. Meira »

Síðan hrundi þegar hún birtist í kjólnum

17.10. Heimasíða ástralska tískumerkisins Karen Glee hrundi eftir að Meghan hertogaynja birtist í 150 þúsund króna kjól frá merkinu í heimsókn sinni í Sydney. Meira »

Allt á útopnu í höllinni

17.10. Gleðin var allsráðandi hjá starfsfólki upplýsingatæknifyrirtækisins Origo þegar það hélt sitt árlega haustmót, sem að þessu sinni var í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Starfsfólk fyrirtækisins stillti saman strengi eftir sumarfrí fyrir komandi vetur. Meira »

Hætti að hræðast kolvetni

17.10. Riverdale-leikkonan Camila Mendes hætti að vera í sífelli megrun og refsa sér fyrir að borða eitthvað sem hún átti til ef hún borðaði yfir sig af kolvetnum eða nammi. Meira »

Elskhuginn lét sig hverfa

16.10. Því ég held að mörg okkar myndu ekki segja já við spurningunni: Er í lagi að ég komi fram við þig eins og ég hafi áhuga á þér en svo mun ég láta mig hverfa? Meira »

Rándýr trefill minnti á allt annað

16.10. Stundum minnir sköpun fólks helst á kvensköp. Ítalska tískuhúsið Fendi komst á dögunum í fréttir fyrir rándýran trefil sem þótti minna á píku. Meira »

Steinþór Helgi og Glódís stækka við sig

16.10. Steinþór Helgi Arnsteinsson og Glódís Guðgeirsdóttir hafa sett sína huggulegu íbúð á sölu en hún stendur við Grandaveg í Reykjavík. Meira »