Aldrei verið snúnara að pakka

Jóhann Berg Guðmundsson, Íris Gunnarsdóttir með nöfnu sína í fanginu.
Jóhann Berg Guðmundsson, Íris Gunnarsdóttir með nöfnu sína í fanginu.

Íris Gunnarsdóttir, markaðsstjóri Lyfju, er móðir íslenska fótboltamannsins Jóhanns Berg. Hún segir að son hennar hafi alltaf dreymt um að komast á HM og því sé þetta stór stund. Hún var að pakka niður í töskur fyrir Rússland þegar ég náði tali af henni.

Hvernig tilfinning er það að horfa á barnið sitt spila á svona stórmóti?

„Ég finn fyrst og síðast fyrir stolti en að sjálfsögðu blandast inn í þetta líka aðrar stundum óþægilegri tilfinningar en gleðin er samt ráðandi. Ég treysti honum svo fullkomlega fyrir þessu verkefni og ég veit alltaf að hann gerir sitt besta og leggur sig 120% fram við að leysa sitt hlutverk vel. Þetta er stærsta verkefnið á hans starfsframa hingað til, þetta var alltaf draumur og nú er hann orðinn að veruleika, sem er í rauninni alveg magnað og tilfinningin er einstök og ólýsanleg,“ segir Íris.

Hvernig var að ala Jóhann Berg upp?

„Stórt er spurt! Það var krefjandi á köflum að ala hann upp. Hann hefur alltaf verið ljúfur, traustur og góður en hann var líka mjög þrjóskur, hann átti það líka til að vera mjög pirraður á fótboltavellinum, sérlega þá út í dómara og lét þá alveg heyra það ef hann var ósáttur. Þessu varð maður vitni að oft og tíðum og þá sagði maður í hljóði „Jóhann, hættu þessu og haltu bara áfram,“ dómarinn ræður. En hann rauk út af velli án þess að þakka andstæðingum og dómurum fyrir leikinn, hann var alveg þekktur fyrir þetta á sínum tíma. Hann var fastur fyrir og setti markið hátt hvað varðar fótboltann, fótboltinn hefur alltaf átt hug hans allan. Það var líka mjög sérstakt við Jóhann alveg frá því að hann var bara um sjö ára aldur hvað hann fylgdist vel með fréttum bæði innan og utanlands, en hann horfði alltaf á alla fréttatíma í sjónvarpinu, hann var vel inni í málum og hafði strax miklar skoðanir.“

Varstu viss um að hann myndi ná svona langt?

„Hann hefur æft fótbolta frá því að hann byrjaði að ganga og sagði strax og hann hafði vit til að hann ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta. Ég studdi alltaf þetta markmið hans á hans forsendum. Hann lagði sig ávallt fram og mætti á aukaæfingar fyrir skóla, eða klukkan 6 á morgnana. Einhvern veginn vissi ég alltaf að hann myndi ná langt, þetta er eins og með svo margt annað að ef maður hlúir að því sem manni finnst skemmtilegt og lærir það sem þarf til að verða alltaf betri og betri aukast einnig líkur á að maður nái langt og uppskeri. En hann var það ákveðinn og markmiðin voru svo skýr hjá honum að ég var alveg farin að sjá þetta fyrir mér með honum þegar hann var 13-14 ára.“

Jóhann er mikill dellukarl

Íris ætlar ekki að missa af því þegar sonur hennar spilar með íslenska landsliðinu í Rússlandi.

„Við erum öll á leið til Rússlands, við foreldrarnir, Díana systir hans og Ingvi hennar maður ásamt Hófý og Írisi dóttur þeirra Jóhanns og tengdaforeldrum. Það er mikil tilhlökkun meðal okkar og við ætlum að fylgja liðinu á alla leikina. Þetta verður ævintýri líkast og mikil upplifun. Fyrir utan að fara á leikina ætlum við að kynna okkur sögu Rússlands, fara í skoðunarferðir og kynnast betur menningu þessarar þjóðar. Þetta verður án ef mjög athyglisvert og skemmtilegt. Við lendum í Moskvu á föstudag og þá hefst undirbúningur fyrir fyrsta leikinn. Það er mikilvægt að mæta snemma á völlinn til að ná að upplifa þetta ævintýri frá fyrstu mínútu. Við verðum svo í nokkra daga í Moskvu en fljúgum svo til Volgograd daginn fyrir þann leik og tökum svo aftur flugið til Rostov þar sem síðasti leikurinn í riðlakeppninni fer fram. Ég held að það megi segja að þetta séu ólíkir staðir og er nokkuð viss um að hver og ein borg hefur sinn sjarma og við finnum okkur örugglega eitthvað að skoða á milli leikja.“

Áttu einhverja sögu af Jóhanni þegar hann var lítill?

„Hann var mikill dellukarl og keppnisskapið alltaf til staðar í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Eitt sinn kom hann heim og þá með bikar fyrir að hafa unnið skákmót í skólanum. Við höfðum ekki hugmynd um að hann kynni að tefla en hann átti það til að grúska í hinu og þessu án þess að mikið færi fyrir því, en þetta kom okkur á óvart. Ég get líka staðfest að hann var svakalega góður í borðtennis og vann nokkur borðtennismótin líka en hann er nú sjálfur búinn að monta sig af því nú nýverið í fréttum fyrir alþjóð. Hann eyddi einu sinni öllum afmælispening sem hann fékk í að kaupa sér allar græjur til að stunda íshokkí en hann ætlaði að leggja það fyrir sig, en það stóð ekki lengi yfir. En það mætti rifja upp margar skemmtilegar minningar um Jóhann en ég læt þetta duga í bili.“

Hvað ætlar þú að taka með þér til Rússlands?

„Þetta er mjög góð spurning og fátt um svör, ég átta mig bara ekki á því hvað ég tek með til Rússlands. Mér finnst örlítið erfiðara að byrja að setja í töskuna fyrir þetta ferðalag en önnur ferðalög. Ég verð í það minnsta með lítið Lyfju útibú með í för, það verður allt til alls í því sambandi, sólarvarnir, flugnafælur, sótthreinsispritt, plástra, meltingargerlar og svo mætti lengi telja. Ég er þó alveg ákveðin í að hafa með í för treyju númer 7, góða skapið og gleðina og njóta vel.“

Hvað verður þú lengi?

„Vonandi bara sem lengst en þó ekki mikið lengur en til 16. júlí,“ segir Íris.

Mæðgin saman á golfvellinum.
Mæðgin saman á golfvellinum.
Feðgarnir tefla.
Feðgarnir tefla.
Nöfnurnar Íris og Íris.
Nöfnurnar Íris og Íris.

Pör sem eru líklegri til að skilja

22:51 Ákveðin vandamál hjálpa ekki þegar reyna fer á sambönd. Betra er að takast á við hlutina strax en að sópa þeim undir teppið. Meira »

Ofurparið selur sex herbergja útsýnisíbúð

19:00 Ofurparið Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson hafa sett sína huggulegu 180 fm íbúð í Kópavogi á sölu.   Meira »

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

16:00 Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

13:30 Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

09:47 Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

05:12 Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

í gær Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

í gær Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

í gær Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

í gær Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

í gær Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

í gær Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

í fyrradag Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

19.1. Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

19.1. Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

19.1. „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

19.1. Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

19.1. „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

18.1. Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

18.1. „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

18.1. „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »