Aldrei verið snúnara að pakka

Jóhann Berg Guðmundsson, Íris Gunnarsdóttir með nöfnu sína í fanginu.
Jóhann Berg Guðmundsson, Íris Gunnarsdóttir með nöfnu sína í fanginu.

Íris Gunnarsdóttir, markaðsstjóri Lyfju, er móðir íslenska fótboltamannsins Jóhanns Berg. Hún segir að son hennar hafi alltaf dreymt um að komast á HM og því sé þetta stór stund. Hún var að pakka niður í töskur fyrir Rússland þegar ég náði tali af henni.

Hvernig tilfinning er það að horfa á barnið sitt spila á svona stórmóti?

„Ég finn fyrst og síðast fyrir stolti en að sjálfsögðu blandast inn í þetta líka aðrar stundum óþægilegri tilfinningar en gleðin er samt ráðandi. Ég treysti honum svo fullkomlega fyrir þessu verkefni og ég veit alltaf að hann gerir sitt besta og leggur sig 120% fram við að leysa sitt hlutverk vel. Þetta er stærsta verkefnið á hans starfsframa hingað til, þetta var alltaf draumur og nú er hann orðinn að veruleika, sem er í rauninni alveg magnað og tilfinningin er einstök og ólýsanleg,“ segir Íris.

Hvernig var að ala Jóhann Berg upp?

„Stórt er spurt! Það var krefjandi á köflum að ala hann upp. Hann hefur alltaf verið ljúfur, traustur og góður en hann var líka mjög þrjóskur, hann átti það líka til að vera mjög pirraður á fótboltavellinum, sérlega þá út í dómara og lét þá alveg heyra það ef hann var ósáttur. Þessu varð maður vitni að oft og tíðum og þá sagði maður í hljóði „Jóhann, hættu þessu og haltu bara áfram,“ dómarinn ræður. En hann rauk út af velli án þess að þakka andstæðingum og dómurum fyrir leikinn, hann var alveg þekktur fyrir þetta á sínum tíma. Hann var fastur fyrir og setti markið hátt hvað varðar fótboltann, fótboltinn hefur alltaf átt hug hans allan. Það var líka mjög sérstakt við Jóhann alveg frá því að hann var bara um sjö ára aldur hvað hann fylgdist vel með fréttum bæði innan og utanlands, en hann horfði alltaf á alla fréttatíma í sjónvarpinu, hann var vel inni í málum og hafði strax miklar skoðanir.“

Varstu viss um að hann myndi ná svona langt?

„Hann hefur æft fótbolta frá því að hann byrjaði að ganga og sagði strax og hann hafði vit til að hann ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta. Ég studdi alltaf þetta markmið hans á hans forsendum. Hann lagði sig ávallt fram og mætti á aukaæfingar fyrir skóla, eða klukkan 6 á morgnana. Einhvern veginn vissi ég alltaf að hann myndi ná langt, þetta er eins og með svo margt annað að ef maður hlúir að því sem manni finnst skemmtilegt og lærir það sem þarf til að verða alltaf betri og betri aukast einnig líkur á að maður nái langt og uppskeri. En hann var það ákveðinn og markmiðin voru svo skýr hjá honum að ég var alveg farin að sjá þetta fyrir mér með honum þegar hann var 13-14 ára.“

Jóhann er mikill dellukarl

Íris ætlar ekki að missa af því þegar sonur hennar spilar með íslenska landsliðinu í Rússlandi.

„Við erum öll á leið til Rússlands, við foreldrarnir, Díana systir hans og Ingvi hennar maður ásamt Hófý og Írisi dóttur þeirra Jóhanns og tengdaforeldrum. Það er mikil tilhlökkun meðal okkar og við ætlum að fylgja liðinu á alla leikina. Þetta verður ævintýri líkast og mikil upplifun. Fyrir utan að fara á leikina ætlum við að kynna okkur sögu Rússlands, fara í skoðunarferðir og kynnast betur menningu þessarar þjóðar. Þetta verður án ef mjög athyglisvert og skemmtilegt. Við lendum í Moskvu á föstudag og þá hefst undirbúningur fyrir fyrsta leikinn. Það er mikilvægt að mæta snemma á völlinn til að ná að upplifa þetta ævintýri frá fyrstu mínútu. Við verðum svo í nokkra daga í Moskvu en fljúgum svo til Volgograd daginn fyrir þann leik og tökum svo aftur flugið til Rostov þar sem síðasti leikurinn í riðlakeppninni fer fram. Ég held að það megi segja að þetta séu ólíkir staðir og er nokkuð viss um að hver og ein borg hefur sinn sjarma og við finnum okkur örugglega eitthvað að skoða á milli leikja.“

Áttu einhverja sögu af Jóhanni þegar hann var lítill?

„Hann var mikill dellukarl og keppnisskapið alltaf til staðar í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Eitt sinn kom hann heim og þá með bikar fyrir að hafa unnið skákmót í skólanum. Við höfðum ekki hugmynd um að hann kynni að tefla en hann átti það til að grúska í hinu og þessu án þess að mikið færi fyrir því, en þetta kom okkur á óvart. Ég get líka staðfest að hann var svakalega góður í borðtennis og vann nokkur borðtennismótin líka en hann er nú sjálfur búinn að monta sig af því nú nýverið í fréttum fyrir alþjóð. Hann eyddi einu sinni öllum afmælispening sem hann fékk í að kaupa sér allar græjur til að stunda íshokkí en hann ætlaði að leggja það fyrir sig, en það stóð ekki lengi yfir. En það mætti rifja upp margar skemmtilegar minningar um Jóhann en ég læt þetta duga í bili.“

Hvað ætlar þú að taka með þér til Rússlands?

„Þetta er mjög góð spurning og fátt um svör, ég átta mig bara ekki á því hvað ég tek með til Rússlands. Mér finnst örlítið erfiðara að byrja að setja í töskuna fyrir þetta ferðalag en önnur ferðalög. Ég verð í það minnsta með lítið Lyfju útibú með í för, það verður allt til alls í því sambandi, sólarvarnir, flugnafælur, sótthreinsispritt, plástra, meltingargerlar og svo mætti lengi telja. Ég er þó alveg ákveðin í að hafa með í för treyju númer 7, góða skapið og gleðina og njóta vel.“

Hvað verður þú lengi?

„Vonandi bara sem lengst en þó ekki mikið lengur en til 16. júlí,“ segir Íris.

Mæðgin saman á golfvellinum.
Mæðgin saman á golfvellinum.
Feðgarnir tefla.
Feðgarnir tefla.
Nöfnurnar Íris og Íris.
Nöfnurnar Íris og Íris.

Þú kennir fólki hvernig má koma fram við þig!

Í gær, 22:37 „Róbert segir að sambönd séu bindandi. Hann vill sjá hlutina þróast hægt og rólega. En eitt kvöldið sá ég á símanum hans að hann er að tala við fleiri konur en mig. Hvað á ég að gera?“ Meira »

Keypti föt hjá Hjálpræðishernum en sagðist versla í Versace

Í gær, 19:00 Kanadíska leikkonan Nina Dobrev man ekki eftir því að hafa átt ný föt þegar hún var barn. Fjölskyldan verslaði í verslun Hjálpræðishersins og kallaði mamma hennar búðina „Versace“. Meira »

Hvað áttu að borða fyrir maraþonið?

Í gær, 16:00 Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er á laugardaginn og því margir að fara hlaupa langar vegalengdir. Hér eru hugmyndir að máltíðum til að borða 24 tímum fyrir langhlaup. Meira »

Hvers vegna allt þetta þvarg og þvaður?

Í gær, 13:33 „Skrifaðu nú um það...,“ sagði frændi minn glaðhlakkandi yfir þeim upplýsingum sem hann hafði komið á framfæri við mig. Hann var komin með lausnina á skilnuðum landsmanna „ef þessar kerlingar hætta bara þessu þvargi og þvaðri þá verður heimurinn mun einfaldari og hjónabönd langlífari.“ Meira »

„Svo er maður sjálfur auðvitað í þessari bullneyslu“

Í gær, 12:00 Jón Gnarr segir að hægt sé að blanda húmor inn í flest málefni. Ef húmor getur komið loftslagsmálum á kortið leggur hann því lið. Meira »

Sólkysst útlit fram eftir hausti

Í gær, 09:40 Þegar við héldum að sumarið væri að líða undir lok kemur Chanel með allt sem við þurfum til að viðhalda sólkysstu útlitinu fram eftir hausti. Éclat Et Transparence De Chanel er förðunarlína sem Lucia Pica hannaði og endurspeglar sýn hennar á þá fegurð sem gegnsæ lög af lit veita andlitinu og sameinast sólkysstri húðinni. Meira »

Úr herstöðinni beint í bakpokaferðalag

Í gær, 06:00 Una Sighvatsdóttir, blaðamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi NATO í Afganistan, fór í ferðalag um heiminn eftir að hún sagði skilið við NATO. Hún segir mikið frelsi í því að ferðast ein, en hún fór til 7 landa í Suður-Ameríku. Meira »

Tölvupóstsamskipti utan vinnutíma hafa slæm áhrif

í fyrradag Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að tölvupóstsamskipti hafi neikvæð áhrif á heilsuna. Mælt er með því að takmarka þann tíma sem fer í tölvupóstsamskipti utan vinnutíma. Meira »

Vill hitta „hina konuna“

í fyrradag Eiginkona manns sem hélt fram hjá henni er forvitin um „hina konuna“ og langar til að hitta hana áður en hún ákveður hvort hún eigi að skilja við eiginmann sinn. Meira »

Á bak við tjöldin í forsíðumyndatöku Beyoncé

í fyrradag Myndbandið af forsíðumyndatöku Beyoncé fyrir Vogue er draumkennt en þar má sjá börnin hennar og Jay-Z, Blue og tvíburana Sir og Rumi, leika sér á meðan mamma þeirra situr fyrir. Meira »

Guðrún Bergmann segir frá

í fyrradag „Hann var einhver sem ég átti að geta treyst, en hann rauf það traust og ákvað að æfa sig í samförum á mér tæplega sjö ára barninu. Ég var auðveld bráð, komin upp í hjónarúmið þar sem ég átti að sofa.“ Meira »

Af hverju flestir ná ekki að breyta um lífsstíl

í fyrradag Sara Barðdal, ÍAK-einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi, skrifar um hvers vegna flestir ná ekki að breyta um lífsstíl. Þann 17. ágúst fer hún af stað með tíu daga heilsuáskorun þar sem hún aðstoðar þátttakendur við að setja sér markmið og ná þeim. Meira »

Einfaldleiki og fegurð í 101

í fyrradag Einfaldur stíll og smekklegheit einkenna þessa 142 fm íbúð sem staðsett er í 101. Ekkert óþarfa prjál er í íbúðinni og á hver hlutur sinn stað. Meira »

Skipti yfir í plöntufæði og missti 9 kíló

14.8. Tónlistarmaðurinn Will.I.Am missti 9 kíló með því að skipta yfir í plöntufæði og bæta svefninn, en hann hafði þyngst mikið og var ekki við góða heilsu. Meira »

Hefnir sín á Trump með fatavali

14.8. Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi ráðgjafi í Hvíta húsinu, skrifar í nýútkominni bók sinni Unhinged að Melania Trump refsi eiginmanni sínum með fatavali sínu. Meira »

Haustlína Supreme sjúklega töff

14.8. Supreme gaf út lookbook fyrir haust- og vetrarlínu sína í gær. Litríkir jakkar og úlpur eru áberandi í línunni.  Meira »

Taktu á móti haustinu í valdeflandi peysu

14.8. „Bleikur er uppáhaldsliturinn minn og mér finnst hann svo fallegur fyrir allan aldur og bæði kyn. Mér fannst líka skipta máli að gera eitthvað allt annað en síðast svo þeir sem keyptu síðast peysu væru spenntir að fjárfesta í nýrri og styrkja gott málefni í leiðinni.“ Meira »

Egill tekur pásu frá Íslandi og fer til Balí

14.8. Egill Fannar Halldórsson segir að nóvember sé langbesti tíminn til að fara til Balí og upplifa sönn ævintýri.   Meira »

10 lífsreglur Diane von Furstenberg

14.8. „Flest ævintýri enda á því að stúlkan giftist prinsinum og lifir síðan hamingjusöm til æviloka. Mitt ævintýri byrjaði fyrst þegar ég hafði fengið skilnað frá mínum prinsi.“ Meira »

Kemst ekki yfir skilnaðinn við kærustuna

13.8. „Ég er karlmaður á miðjum aldri. Skildi fyrir 6 árum vegna framhjáhalds konunnar. Skilnaðurinn sem átti sér talsverðan aðdraganda var mér ekki mjög erfiður. Hafði lengi grunað að konan héldi fram hjá og fannst í raun mikill léttir að skilja og losna við alla lygina,“ segir íslenskur maður sem leitar ráða hjá Valdimari. Meira »

Kynlíf eftir skilnað er alveg bannað

13.8. „Tiffany segir að kynlíf sé algjörlega bannað eftir skilnað og telur hún að það sé notað sem kúgunaraðferð og geri það erfiðara fyrir aðilana að halda áfram lífinu og rækta sér nýtt land. Mörk innihalda virðingu og það að þið eruð skilin þýðir að þið hafið ekki rétt á hvort öðru á þennan hátt.“ Meira »