Aldrei verið snúnara að pakka

Jóhann Berg Guðmundsson, Íris Gunnarsdóttir með nöfnu sína í fanginu.
Jóhann Berg Guðmundsson, Íris Gunnarsdóttir með nöfnu sína í fanginu.

Íris Gunnarsdóttir, markaðsstjóri Lyfju, er móðir íslenska fótboltamannsins Jóhanns Berg. Hún segir að son hennar hafi alltaf dreymt um að komast á HM og því sé þetta stór stund. Hún var að pakka niður í töskur fyrir Rússland þegar ég náði tali af henni.

Hvernig tilfinning er það að horfa á barnið sitt spila á svona stórmóti?

„Ég finn fyrst og síðast fyrir stolti en að sjálfsögðu blandast inn í þetta líka aðrar stundum óþægilegri tilfinningar en gleðin er samt ráðandi. Ég treysti honum svo fullkomlega fyrir þessu verkefni og ég veit alltaf að hann gerir sitt besta og leggur sig 120% fram við að leysa sitt hlutverk vel. Þetta er stærsta verkefnið á hans starfsframa hingað til, þetta var alltaf draumur og nú er hann orðinn að veruleika, sem er í rauninni alveg magnað og tilfinningin er einstök og ólýsanleg,“ segir Íris.

Hvernig var að ala Jóhann Berg upp?

„Stórt er spurt! Það var krefjandi á köflum að ala hann upp. Hann hefur alltaf verið ljúfur, traustur og góður en hann var líka mjög þrjóskur, hann átti það líka til að vera mjög pirraður á fótboltavellinum, sérlega þá út í dómara og lét þá alveg heyra það ef hann var ósáttur. Þessu varð maður vitni að oft og tíðum og þá sagði maður í hljóði „Jóhann, hættu þessu og haltu bara áfram,“ dómarinn ræður. En hann rauk út af velli án þess að þakka andstæðingum og dómurum fyrir leikinn, hann var alveg þekktur fyrir þetta á sínum tíma. Hann var fastur fyrir og setti markið hátt hvað varðar fótboltann, fótboltinn hefur alltaf átt hug hans allan. Það var líka mjög sérstakt við Jóhann alveg frá því að hann var bara um sjö ára aldur hvað hann fylgdist vel með fréttum bæði innan og utanlands, en hann horfði alltaf á alla fréttatíma í sjónvarpinu, hann var vel inni í málum og hafði strax miklar skoðanir.“

Varstu viss um að hann myndi ná svona langt?

„Hann hefur æft fótbolta frá því að hann byrjaði að ganga og sagði strax og hann hafði vit til að hann ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta. Ég studdi alltaf þetta markmið hans á hans forsendum. Hann lagði sig ávallt fram og mætti á aukaæfingar fyrir skóla, eða klukkan 6 á morgnana. Einhvern veginn vissi ég alltaf að hann myndi ná langt, þetta er eins og með svo margt annað að ef maður hlúir að því sem manni finnst skemmtilegt og lærir það sem þarf til að verða alltaf betri og betri aukast einnig líkur á að maður nái langt og uppskeri. En hann var það ákveðinn og markmiðin voru svo skýr hjá honum að ég var alveg farin að sjá þetta fyrir mér með honum þegar hann var 13-14 ára.“

Jóhann er mikill dellukarl

Íris ætlar ekki að missa af því þegar sonur hennar spilar með íslenska landsliðinu í Rússlandi.

„Við erum öll á leið til Rússlands, við foreldrarnir, Díana systir hans og Ingvi hennar maður ásamt Hófý og Írisi dóttur þeirra Jóhanns og tengdaforeldrum. Það er mikil tilhlökkun meðal okkar og við ætlum að fylgja liðinu á alla leikina. Þetta verður ævintýri líkast og mikil upplifun. Fyrir utan að fara á leikina ætlum við að kynna okkur sögu Rússlands, fara í skoðunarferðir og kynnast betur menningu þessarar þjóðar. Þetta verður án ef mjög athyglisvert og skemmtilegt. Við lendum í Moskvu á föstudag og þá hefst undirbúningur fyrir fyrsta leikinn. Það er mikilvægt að mæta snemma á völlinn til að ná að upplifa þetta ævintýri frá fyrstu mínútu. Við verðum svo í nokkra daga í Moskvu en fljúgum svo til Volgograd daginn fyrir þann leik og tökum svo aftur flugið til Rostov þar sem síðasti leikurinn í riðlakeppninni fer fram. Ég held að það megi segja að þetta séu ólíkir staðir og er nokkuð viss um að hver og ein borg hefur sinn sjarma og við finnum okkur örugglega eitthvað að skoða á milli leikja.“

Áttu einhverja sögu af Jóhanni þegar hann var lítill?

„Hann var mikill dellukarl og keppnisskapið alltaf til staðar í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Eitt sinn kom hann heim og þá með bikar fyrir að hafa unnið skákmót í skólanum. Við höfðum ekki hugmynd um að hann kynni að tefla en hann átti það til að grúska í hinu og þessu án þess að mikið færi fyrir því, en þetta kom okkur á óvart. Ég get líka staðfest að hann var svakalega góður í borðtennis og vann nokkur borðtennismótin líka en hann er nú sjálfur búinn að monta sig af því nú nýverið í fréttum fyrir alþjóð. Hann eyddi einu sinni öllum afmælispening sem hann fékk í að kaupa sér allar græjur til að stunda íshokkí en hann ætlaði að leggja það fyrir sig, en það stóð ekki lengi yfir. En það mætti rifja upp margar skemmtilegar minningar um Jóhann en ég læt þetta duga í bili.“

Hvað ætlar þú að taka með þér til Rússlands?

„Þetta er mjög góð spurning og fátt um svör, ég átta mig bara ekki á því hvað ég tek með til Rússlands. Mér finnst örlítið erfiðara að byrja að setja í töskuna fyrir þetta ferðalag en önnur ferðalög. Ég verð í það minnsta með lítið Lyfju útibú með í för, það verður allt til alls í því sambandi, sólarvarnir, flugnafælur, sótthreinsispritt, plástra, meltingargerlar og svo mætti lengi telja. Ég er þó alveg ákveðin í að hafa með í för treyju númer 7, góða skapið og gleðina og njóta vel.“

Hvað verður þú lengi?

„Vonandi bara sem lengst en þó ekki mikið lengur en til 16. júlí,“ segir Íris.

Mæðgin saman á golfvellinum.
Mæðgin saman á golfvellinum.
Feðgarnir tefla.
Feðgarnir tefla.
Nöfnurnar Íris og Íris.
Nöfnurnar Íris og Íris.

Litríkt eldhús við Túngötu

10:14 Við Túngötu í Reykjavík stendur fallegt parhús með afar hressu eldhúsi. Flísarnar á milli skápanna eru litríkar og keyra upp stemninguna. Meira »

Emilia Clarke í íslenskri hönnun

09:00 Breska leikkonan Emilia Clarke, sem leikur drekamóðurina Daenerys Targaryen í Game of Thrones, klæðist Jökla Parka-úlpu frá 66°Norður á mynd sem hún birti af sjálfri sér á Instagram. Meira »

Hver er Derek Blasberg?

06:00 Þeir sem þekkja sögu Diana Vreeland og Anna Wintour myndu skilgreina hinn unga Derek Blasberg þann aðila innan tískunnar sem kemst hvað næst að feta í þeirra fótspor. Meira »

Steldu stílnum: Maradona á HM

Í gær, 23:59 Fótboltastjarnan Diego Maradona horfði á leik Argentínu og Íslands úr stúkunni á laugardaginn. Maradona er með útlitið alveg á hreinu og skartaði ansi flottum sólgleraugum. Meira »

„Enginn hefur roð við Rúrik Gíslasyni“

Í gær, 21:00 „Það er áhugavert að bera saman landsliðsstrákana. Allir eru þeir að bæta við sig fylgi en enginn hefur roð við Rúrik. Á sama tíma, þegar maður skoðar hvaða einstaklingum er verið að fletta upp á Google, þá er það Hannes sem hefur verið að fá mun meiri athygli og þá sérstaklega rétt í kringum leikinn við Argentínu,“ segir Sigurður. Meira »

Skyggði á brúðina í hálfrar milljón króna kjól

Í gær, 18:00 Meghan Markle mætti brúðkaup frænku Harry Bretaprins í hvítum kjól með bláu munstri. Kjóllinn kostar meira en margir fá í mánaðarlaun. Meira »

Landsliðsmennirnir ekki nógu sexí

Í gær, 15:00 Íslensku landsliðsmennirnir hafa heillað marga en þó ekki Elle og Vogue. Engin úr landsliðshópnum komst á lista yfir þá sem þykja heitastir á HM í Rússlandi að mati Vogue og Elle. Meira »

Ólafur Elíasson hannar fyrir IKEA

Í gær, 12:14 Einn frægasti listamaður Íslands, Ólafur Elíasson, ætlar að vinna með IKEA og búa til ljós sem knúið er áfram með sólarorku. Samstarfið var kynnt á árlegum hönnunardögum IKEA sem fram fóru í Almhult í Svíþjóð á dögunum. Meira »

Rúrik rakaði hárið á Aroni

í gær Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, lét Rúrik Gíslason raka af sér hárið í gær. Þegar menn eru fastir í útlöndum og frekar uppteknir við störf sín þurfa þeir nefnilega að hjálpa hver öðrum. Meira »

7 ástæður fyrir hárlosi

í gær Það þarf ekki að þýða að menn séu að verða sköllóttir þó þeir séu að missa hárið. Fölmargar aðrar ástæður geta útskýrt hárlos. Meira »

Enginn vissi hver hann var

í fyrradag Nýjasti nafnið í tískuheiminum er án efa franski hönnuðurinn Simon Porte Jacquemus. Fyrir einungis fimm árum vissi nánast enginn hver hann var. Viðskiptaveldið hans hefur farið á fimm árum frá nánast engu í að nú starfa í kringum 30 manns fyrir hann. Meira »

Forstjórar í góðri sveiflu

í fyrradag Forstjórar, tækni- og framkvæmdastjórar fjölmenntu á Origo-golfmótið sem fram fór á Hlíðavelli í Mosfellsbæ á dögunum. Um 80 golfarar tóku þátt í mótinu sem byggir á því besta frá golfmótum Applicon og Nýherja, sem nú mynda Origo. Meira »

„Þetta er mjög karllægur geiri“

í fyrradag Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir og Hugrún Rúnarsdóttir ákváðu að elta drauminn og stofna sitt eigið fyrirtæki. Þær stofnuðu vefsíðugerðarfyrirtækið Studio Yellow. Meira »

Fegurðin á við allan aldur

í fyrradag Hvert einasta aldursbil er ótrúlega fallegt ef við ákveðum að líta á það þannig. Óttinn við að vera of ungur eða of gamall er blekking. Að anda að sér kærleikanum, meðtaka breytingar og sleppa tökunum er uppskriftin að því að njóta augnabliksins sama á hvaða aldri við erum. Meira »

Tom Dixon með partí á Íslandi

í fyrradag Hönnuðurinn Tom Dixon er heillaður af Íslandi. Hann segir að krafturinn hér og náttúruna veiti mikinn innblástur.   Meira »

Á ég að klaga vinkonu mína?

17.6. „Fyrir um það bil 7-8 árum síðan þá vorum við báðar einhleypar og eðlilega aðeins að spá í strákum, en hún var í því að stunda það að sofa hjá giftum mönnum. Henni fannst það spennandi og montaði sig af fjöldanum og að hún hefði þetta vald, til að verða valin framyfir eiginkonuna.“ Meira »

Fastar til sjö á kvöldin

17.6. Poldark-stjarnan Aidan Turner segist vera orkumeiri þegar hann fastar og segir að honum finnist gott að finna fyrir hungurverkjum í vinnunni. Meira »

6 hættulegir hlutir í svefnherberginu

16.6. Síminn á náttborðinu er ekki eini skaðlegi hluturinn í svefnherberginu. Þó að koddinn sé góður fyrir hálsinn er hann ekki endilega góður fyrir heilsuna. Meira »

Langar þig í eitthvað nýtt í kynlífinu?

16.6. Metsöluhöfundurinn Melissa Ambrosini segir að þú berir ábyrgð á eigin hamingju og þurfir því að fara út fyrir þægindarammann og biðja um það sem þig langar. Meira »

Ben Affleck selur stóra húsið

16.6. Á lítilli eyju í Georgíu á Ben Affleck hús sem kallað er stóra húsið. Húsið keypti hann þegar hann var í sambandi með Jennifer Lopez. Meira »

Hvaða skór eru bestir?

16.6. Hælaskór, strigaskór, sandalar, hvað er best? Er betra að vera í strigaskóm en berfættur og má ganga í hælum?  Meira »