Viðskiptafræðingur skrifar um vændi

Guðrún Sæmundsen.
Guðrún Sæmundsen.

Guðrún Sæmundsen rithöfundur er upptekin af vændi í sinni nýjustu bók, Andstæður. Hún segist ekki skrifa um það sem sé í tísku heldur leitast hún við að skrifa góðar sögur. Guðrún er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur starfað í franska sendiráðinu. 

„Á meðan ég var hjá franska sendiráðinu kláraði ég fyrstu bókina mína; Hann kallar á mig. Hana gaf ég sjálf út um jólin 2015 eftir að hafa safnað upp í prentkostnað á karolinafund.com. Bókina byrjaði ég að skrifa haustið 2014 út frá textum sem ég hafði skáldað 2011. Þetta hefur allt sinn aðdraganda og ég hefði ekki getað ímyndað mér þegar ég byrjaði á textunum 2011 að þeir myndu enda sem heil bók fjórum árum síðar. Sú bók fjallaði um dökkar hliðar samfélagsins, fíkn og ofbeldi. Ólíkt nýju bókinni minni; Andstæður, þá gerist sú bók á Íslandi. Sagan í Andstæður gerist að hluta til í Belgíu, Hollandi og á Íslandi,“ segir hún. 

Guðrún segir að það þurfi kjark og seiglu til að skrifa bækur. 

„Ég byrjaði strax á að vinna Andstæður í byrjun árs 2016, eftir að fyrsta bókin mín kom út. Ég var í fullri vinnu hjá franska sendiráðinu, var að þjálfa í aukavinnu og varð svo ófrísk að fyrsta barninu mínu sem ég eignaðist sumarið 2017. Núna tæpum þremur árum eftir að ég byrjaði á bókinni Andstæður, þá er hún að koma út og ég á von á mínu öðru barni,“ segir hún. 

Aðspurð hvers vegna vændið sé henni svona hugleikið segist hún eiga erfitt með að útskýra það. 

„Það má segja að hugmyndir að sögum komi til mín og ég fæ þörf fyrir að skrifa um hluti sem ég velti fyrir mér og spurningar sem brenna á mér. Þegar ég byrja að skrifa þá geri ég það ekki endilega með þeirri ætlun að gefa út bók, heldur vil ég sjá hvert það leiðir mig. Ég skrifa ekki um það sem er í tísku hverju sinni, heldur leitast ég eftir að skrifa góða sögu um málefni sem hreyfa við mínum eigin tilfinningum,“ segir Guðrún. 

Hvers vegna vændi?

„Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju vændi er löglegt sumstaðar og hvort það sé betra að hafa hlutina uppi á yfirborðinu eins og hefur verið tíðrætt um hér heima. Vændi er löglegt í mörgum löndum eins og Hollandi, þar sem sagan mín gerist að hluta til, þrátt fyrir að yfir starfsgreininni ríki ákveðin skömm. Þó svo það sé „samþykkt“ að stunda vændi, þá lítur samfélagið samt niður á vændiskonur.

Ég velti einnig fyrir mér hvaða konur stunda vændi? Þurfa þær þess og vilja þær það? Er ofbeldi gegn þeim að mestu útrýmt með því að hafa starfsemina sýnilega? Eftir að banni af vændishúsum var aflétt árið 2000 í Hollandi og lögunum breytt þannig að vændiskonum var gert að greiða skatta og önnur gjöld, þá hafa aðstæður þessara kvenna hríðversnað. Þrátt fyrir að starfsemin eigi að vera meira upp á yfirborðinu hefur mansal aldrei verið jafnmikið og hollenska ríkið hefur verið að missa tökin á utanumhaldinu. Ofbeldi hefur ekkert minnkað og aðstæður þessara kvenna ekkert batnað. Kynlífstúrismi hefur bara aukist, mörgum til mikils ama, svo mikið að borgarstjórinn í Amsterdam lét til að mynda minnka umfang svokallaðs „gluggavændis“ í rauða hverfinu.

Þrátt fyrir það sem er til dæmis að gerast í Hollandi, þá samþykktu Amensty International, ein stærstu mannréttindasamtök í heiminum, tillögu árið 2015 um afglæpavæðingu vændis. Samkvæmt mati Amnesty myndu mannréttindi fólks í kynlífsiðnaði verða best tryggð með afglæpavæðingunni. Að í stað þess að ríki myndu banna vændi ætti frekar að hafa starfsemina uppi á yfirborðinu og þétta regluverkið í kringum hana. Maður spyr sig hvort það séu mannréttindi að fá að stunda vændi þegar fagaðilar segja þetta ekki neitt annað en „borgaða misnotkun“. Af hverju þarf það að vera „valmöguleiki“ fyrir konu að stunda vændi?

Það vakna svo margar spurningar þegar maður fer að kynna sér þessi mál að sagan mín breyttist töluvert mikið frá upprunalegu hugmyndinni. Ég ber ýmsar spurningar fram í bókinni og leitast jafnframt eftir að svara þeim,“ segir hún. 

Hvaða hlið á því er svona spennandi?

„Ég myndi segja að engin hlið vændis sé spennandi. Það sem ég hef lesið og kynnt mér um vændi er frekar sorglegt. En það vekur forvitni manns að vita hvernig líf þeirra er sem stunda vændi, líf sem er svo ólíkt því sem flestir þekkja.

Til að skrifa söguna þurfti ég að viða að mér ýmsum heimildum. Þar sem sagan gerist að hluta til í Hollandi þá talaði ég við Mirjam van Twuijver, en hún starfaði áður sem vændiskona í rauða hverfinu í Amsterdam. Hún gaf mér innsýn inn í þennan heim og ýmsar aðrar upplýsingar sem gerðu mér það kleift að búa til eina persónuna í bókinni. Þannig gat ég skrifað söguna á sem trúverðugastan hátt. Það sem mér fannst áhugaverðast við að tala við Twuijver var að heyra hver væri hennar bakgrunnur, hvernig var æska hennar, fjölskyldutengsl, hver áhugamál hennar eru og draumar. Mér finnst svo mikilvægt að lesandinn nái jákvæðri tengingu við persónuna og sjái að vændiskonan er manneskja eins og ég og þú.

Ég talaði einnig við Stígamót og las rannsóknir og greinar sem ég fann á netinu. Það í raun skiptir ekki máli hvað ég las eða við hvern ég talaði það var þessi rauði þráður gegnum gangandi; að meirihluti þeirra sem stunda vændi eru konur, oft í tengslum við fíkniefnaneyslu en svo er meiri en helmingur þeirra sem stunda vændi sem hefur orðið fyrir einhvers konar áfalli í æsku eða á unglingsárunum. Vændi er síðasta val þeirra sem það stunda og er það gert af algerri neyð, fyrir utan þær sem eru þvingaðar til þess. Svo getur verið erfitt fyrir þær konur sem hafa stundað vændi að komast út úr því. Hvað ætla þær að gera? Sýna ferilskrá sem segir að þær stunduðu vændi síðastliðin tíu ár?“ 

Heldur þú að bókin muni hreyfa við fólki?

„Alveg klárlega. Þetta er skáldsaga byggð á raunverulegum heimildum. Ég skrifa um það góða og það slæma sem togast á innra með sögupersónum, þaðan sem bókin dregur nafn sitt; Andstæður. Sagan er vissulega spennandi og ætti að halda lesandanum rækilega við efnið. Í bókinni eru sláandi lýsingar sem ættu að vekja fólk til umhugsunar um þessi mál,“ segir hún. 

Hvað hefur þú upplifað sjálf sem fær þig til að skrifa?

„Ætli ég geti ekki sagt að það sem hafi haft einna mest áhrif á mig er það fólk sem ég hef hitt í leik og starfi. Ég hef búið þrisvar sinnum erlendis og kynnst fólki frá öllum heimshornum. Allt gefur þetta manni innblástur í að móta sögupersónur, samtöl og skapa umhverfi í bókunum. Ég hef líka sérstaklega mikinn áhuga á fólki. Ég get til dæmis setið ein á kaffihúsi og látið mér líða vel með kaffið mitt og gleymt mér í því sem er að gerast í kringum mig. Oft ef ég fylgist með öðru fólki þá fer ég ósjálfrátt að hugsa um hvernig líf þess sé. Hver er bakgrunnur þess, menntun, hvað þau geri í lífinu, líður þeim vel, eiga þau börn, eru þau saman og svo framvegis. Á einni klukkustund á kaffihúsi get ég verið komin með margar smásögur um fólkið á borðunum í kringum mig.

Ég hef einnig upplifað ýmislegt, en kannski ekkert meira en hver annar. Lífið gengur í bylgjum, ýmist í ökkla eða eyra. Það er svoleiðis hjá öllum. Bækurnar mínar hafa fjallað um mjög dökkar hliðar samfélagsins. Það tekur á að skrifa þær og það getur tekið á að lesa þær. Þegar ég skrifa þá þarf ég að tala við fólk, kynna mér málin, reyna að setja mig inn í aðstæður og ná í þær tilfinningar sem ég ímynda mér að geti blossað upp við ákveðna reynslu, áfall eða annað. Það getur verið mjög erfitt að skrifa en það er mjög gaman. Ég geri það af ástríðu,“ segir hún. 

mbl.is

Meghan glerfín í jólakjól

13:24 Hertogaynjan leyfði sístækkandi óléttukúlu sinni að njóta sín í jólalegum kjól þegar hún sinnti opinberum störfum sínum á þriðjudag. Meira »

Mest lesnu fasteignafréttir ársins

10:24 Fasteignafréttir voru áberandi á Smartlandi 2018. Eiður Smári seldi sumarhúsið, 18 ára drengur keypti íbúð og gerði hana fokhelda og Liv keypti sögufrægt hús í Arnarnesi. Meira »

2007 heimilið lifir enn góðu lífi

05:00 Björg Ingadóttir í Spaksmannsspjörum er skapandi skipulagsdrottning. Íbúðina keypti hún 2007 og mokaði út eins og fólk gerði þá. Meira »

Nær ekki endum saman en er í bata

Í gær, 22:30 „Í upphafi batans sagði ég að ef ég yrði betri manneskja að lokum yrði það sársaukans virði úr ofsakvíða- og óttaköstum. Þau voru hræðileg! Hef ekki breytt um markmið. Verða betri manneskja þýðir að verða betri í öllu í lífinu. Það er eftirsóknarvert.“ Meira »

Keypti hús Eiðs Smára og Ragnhildar

Í gær, 18:32 Sumarhús Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnhildar Sveinsdóttur komst í fréttir á árinu þegar þau settu það á sölu. Bílaumboðið BL ehf. keypti sumarhúsið. Meira »

Góðar jólagjafir undir 2.000 kr.

Í gær, 17:00 Það þarf ekki að kosta mann annan handlegginn að gefa gjöf sem gleður. Stundum geta ódýrar vel til fundnar gjafir skipt miklu máli. Meira »

Fiskbúð breytt í hárgreiðslustofu

í gær Sigga Heimis iðnhönnuður hannaði hárgreiðslustofuna Greiðuna sem flutti í húsnæði þar sem fiskbúð var áður til húsa á Háaleitisbraut. Meira »

Brýtur reglu númer eitt

í gær Kim Kardashian er fyrirmynd þegar kemur að förðun en hún er þó enginn engill þegar kemur að húðumhirðu.   Meira »

Þegar þú ert í átaki og jólin banka upp á

í gær „Jólin eru oft erfiður tími fyrir þá sem vilja taka sig á í mataræðinu eða hreyfa sig meira. Ég þekki þetta alveg sjálf. Það flæðir allt í eplaskífum, jólakökum, jólakonfekti, laufabrauði, jólaglöggi og svo má lengi telja.“ Meira »

10 ástæður fyrir gráti í kynlífi

í fyrradag Það er bæði algengt og eðlilegt að fara að gráta í kynlífi. Oftast er það ekki alvarlegt enda hægt að líta á grátinn sem tilfinningasvita. Meira »

Heiða og Guðmundur selja Öldugötu

í fyrradag Hjónin Heiða Kristín Helgadóttir framkvæmdastjóri Niceland og Guðmundur Kristján Jónsson hafa sett íbúð sína við Öldugötu á sölu. Meira »

6 ástæður til að forðast sykur

í fyrradag „Jólin er sá tími árs þegar að sykurátið tekur völdin og því er gott að passa enn betur upp á mataræðið, hvíldina og næringuna. Jólaboð og hittingar eru margir, tíminn hverfur frá okkur og við grípum í það sem hendi er næst til að nærast.“ Meira »

Svona finnurðu rétta andlitsmaskann

17.12. Þegar ég stend ráðalaus fyrir framan spegilinn er oft lítið annað í stöðunni en að maka á mig andlitsmaska og vona það besta. Útkoman er yfirleitt sléttari, þéttari og ljómameiri húð en ávinningurinn getur einnig falist í andlegri vellíðan. Meira »

Jóna saumaði jólakjólinn sjálf

17.12. Jóna Kristín Birgisdóttir saumaði hátíðlegan ullarkjól í Hússtjórnarskólanum. Hún segir ekki nauðsynlegt að eiga allt það nýjasta og dýrasta eins og stundum lítur út á samfélagsmiðlum. Meira »

Hvað segir jólamyndin um þig?

17.12. Að „feika“ það þangað til maður „meikar“ það er gamalt orðatiltæki sem á svo sannarlega ekki við í ljósi nýlegrar umfjöllunar Vintage everyday. 43 ljósmyndir frá því á sjötta áratug síðustu aldar gefa vísbendingu um að glöggir mannþekkjarar og komandi kynslóðir munu geta lesið í allt sem við erum með í gangi um þessar mundir. Meira »

Þarf að grátbiðja konuna um kynlíf

16.12. „Eiginkona mín sýnir enga ástúð, ég er enn með mikla kynhvöt og þarf að grátbiðja hana um kynlíf. Við stundum bara kynlíf nokkrum sinnum á ári.“ Meira »

5 ástæður þess að hunsa vigtina yfir jólin

16.12. Það er freistandi að stíga reglulega á vigtina yfir jólin. Það nýtur þó enginn jólanna til botns ef hann ætlar að refsa sér fyrir að borða aðeins of mikið konfekt. Meira »

Er makinn að halda fram hjá fjárhagslega?

16.12. Fólk heldur ekki bara fram hjá með því að hoppa upp í rúm með einhverjum öðrum en maka sínum. Margir eiga það til að halda fram hjá fjárhagslega. Meira »

Misstu 105 kíló á ketó

16.12. Það er auðveldara að grennast ef makinn er með manni í liði. Hjón sem byrjuðu á ketó-mataræðinu fyrir ári hafa misst yfir 100 kíló samanlagt. Meira »

Litur ársins 2019 afhjúpaður

16.12. Ertu ekki til í að mála stofuna bleikrauða? Litur ársins 2019 er bæði skemmtilegur og hlýr og ákveðið svar við þeim tækniheimi sem við lifum í. Meira »

Gáfnafar skiptir öllu í samböndum

15.12. Ef um styttri sambönd eru að ræða kjósa karlmenn heimskari karlmenn ef þær eru fallegar. Til lengri tíma litið vilja bæði konur og karla jafngáfaða maka eða gáfaðri, þó ekki mun gáfaðri. Meira »