Jón Kalman og Sigríður Hagalín saman í Þýskalandi

Rithöfundarnir Jón Kalman Stefánsson og Sigríður Hagalín Björnsdóttir eru stödd í Þýskalandi þar sem þau munu kynna verk sín í dag hvort með sínum fyrirlestrinum á Nordische Literatur Tage sem fram fer 25. — 28. nóvember. 

Þau eru þó ekki bara að kynna bækur sínar því fyrir nokkru síðan hnutu þau um hvort annað og ástin tók völdin. 

Jón Kalman er einn af ástsælustu rithöfundum þjóðarinnar en bækur hans, Saga Ástu, Fiskarnir hafa enga fætur og Eitthvað á stærð við alheiminn hafa vakið mikla athygli. 

Sigríður Hagalín hefur lengst af starfað sem fréttamaður en árið 2016 kom hennar fyrsta skáldsaga út, Eyland. Árið 2018 kom út hennar önnur skáldsaga, Hið heilaga orð. 

Benedikt bókaútgáfa hefur gefið út bækur parsins. 

mbl.is