Inga Lind og Árni saman á ný

Inga Lind Karlsdóttir og Árni Hauksson eru byrjuð aftur saman.
Inga Lind Karlsdóttir og Árni Hauksson eru byrjuð aftur saman. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hjónin Inga Lind Karlsdóttir og Árni Hauksson eru flutt aftur saman eftir að hafa skilið að borði og sæng fyrr á árinu. 

Inga Lind rekur framleiðslufyrirtækið Skot sem framleiðir til dæmis þættina Með Loga sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans Premium og líka Kokkaflakk og Kappsmál svo einhverjir sjónvarpsþættir séu nefndir. Árni er hins vegar fjárfestir og rekur hann félagið Vogabakka. Fréttir bárust af því á dögunum að hann hefði keypt Múrbúðina sem er þekkt fyrir sitt góða verð. 

Smartland greindi frá því í sumar að hjónin væru flutt í sundur, hann í Fossvoginn en hún hefði verið um kyrrt í einbýlishúsi þeirra á Arnarnesi. Nú eru þau hins vegar búin að komast að því að lífið er betra sameinuð en sundruð og því flutti Árni aftur heim á dögunum. 

Svo sást til þeirra í Húsasmiðjunni þar sem þau voru að kaupa inn fyrir heimilið. Svona getur ástin verið óútreiknanleg og falleg. 

Árni Hauksson.
Árni Hauksson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is