Björgólfur keypti ekki Haffjarðará

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson.

Björgólfur Thor Björgólfsson viðskiptamaður veiddi í Haffjarðará í lok júní ásamt leikstjóranum Guy Richie og fótboltamanninum David Beckham. Áttu þeir að vera við veiðar í ánni heila helgi en svo voru þeir farnir upp úr ánni fyrr en áætlað var og skemmtikraftarnir í Tjörnes, sem áttu að skemmta, afbókaðir. Þess má geta að Pétur Finnbogason og Hörður Bjarkason í Tjörnes eru líka í hljómsveitinni Bandmenn. Í kjölfar komst sú saga á kreik að Björgólfur Thor hefði keypt Haffjarðará af Óttari Ingvasyni. Í Mannlífi í dag segir Óttar að þetta sé rangt. 

„Haffjarðará er ekki til sölu,” segir Óttar Yngvason í samtali við Mannlíf. 

„Allar þessar sögur um Björgólf Thor og Haffjarðará eru rangar. Hann hefur verið viðskiptavinur okkar í nokkur ár og ekkert komið upp á,” segir Óttar og ítrekar að hann ætli ekki að selja ánna þar sem hann hefur lagt gríðarlega vinnu í uppbyggingu. 

Haffjarðará er ein af þekkt­ustu laxveiðiám lands­ins og var lengi í eigu langafa Björgólfs, Thors Jen­sen. Hún er á Snæ­fellsnesi í um 120 km fjar­lægð frá Reykja­vík. Í ánni er bara leyfð flugu­veiði og eru þeir sem veiða á maðk rekn­ir upp úr. Ein­ung­is er leyfi fyr­ir sex stang­ir í ánni á sama tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál