Lína Birgitta braut lög

Lína Birgitta braut neytendalög að mati Neytendastofu. Henni er bannað …
Lína Birgitta braut neytendalög að mati Neytendastofu. Henni er bannað að birta slíkar auglýsingar aftur og má búast við sektum ef hún fylgi því ekki. Ljósmynd/Aðsend

Áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir braut lög með ómerktum færslum á Instagram um fyrirtækið Sætar syndir. Þetta kemur fram í úrskurði Neytendastofu sem birtur var í dag. Þar segir að Neytendastofa telji að færslur hennar um Sætar syndir hafi ekki þótt nægilega vel merktar. Rúv greindi fyrst frá. 

Lína Birgitta er með 24 þúsund fylgjendur á Instagram og hún rekur einnig vefverslunina Define the Line. 

Í úrskurði Neytendastofu kemur fram að þeim hafi borist ábending um færslurnar en um var að ræða svokallaðan „high tea“-pakka sem Sætar syndir voru að setja á markað. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir upplýsingum frá bæði Sætum syndum og Línu Birgittu um hvers eðlis samstarfið hefði verið, hvort hún hefði fengið endurgreiðslu í einhverjum formi fyrir færslurnar og hvernig samstarfinu hefði verið háttað.

Í svari Línu Birgittu kom fram að hún og eigandi Sætra synda væru vinkonur og hún hefði leitað álits hjá Línu um vöru sem var að koma á markað. Lína hefði sjálf ákveðið að birta myndir af vörunum á instagramsíðu sinni og að hún legði það í vana sinn að merkja allt hjá sér sem samstarf.

Um er að ræða átta færslur í „stories“ á Instagram þar sem Lína birti myndir af alls kyns vörum frá Sætum syndum og sagði þær meðal annars fullkomnar ef maður væri að fá til sín gesti. Í fjórðu færslunni tók Lína það fyrst fram að um gjöf væri að ræða með myllumerkinu #gjöf með smáu hvítu letri vinstra megin í færslunni. 

„Þá birti Lína Birgitta færslu með myndum af vörunni á instagramreikningi sínum, ýmist myndir af vörunni sjálfri eða öðrum að njóta vörunnar. Sú færsla var hvergi merkt sem auglýsing eða gefið til kynna með öðrum skýrum hætti að um kostaða umfjöllun hefði verið að ræða með öðrum hætti en að tengja instagramreikning Sætra synda við fyrstu myndina í færslunni,“ segir í úrskurði Neytendastofu. Umrædda færslu má sjá hér fyrir neðan.

Neytendastofa komst að því að Lína hefði með færslum sínum brotið gegn neytendalögum. Henni er bannað að birta auglýsingar með slíkum hætti aftur og fari hún ekki eftir banninu megi hún búast við sektum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál