Bannaði Valdimar að kaupa fleiri sósur

Anna Björk Sigurjónsdóttir og Valdimar Guðmundsson.
Anna Björk Sigurjónsdóttir og Valdimar Guðmundsson. mbl.is/Stella Andrea

Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson er kominn í sósukaupbann. Tónlistarmaðurinn birti mynd af ótrúlegu safni af sterkum sósum á instagramsíðu sinni og sagði að sambýliskona hans Anna Björk Sigurjónsdóttir hafi sett hann í bann. 

„Heitsósuæðið mitt náði hámarki eftir að ég eignaðist 23. flöskuna. Anna hefur nú bannað mér að kaupa fleiri,“ skrifaði Valdimar á Instagram. 

Valdimar birti mynd af öllum 23 sósunum en hann er greinilega mikill áhugamaður um sterkar sósur eða „hot sauce“ eins og þær eru stundum kallaðar. Hann virðist þó ekki þurfa á fleiri sterkum sósum á næstunni því nóg er í sumum flöskunum.  

mbl.is