Ó, Karítas vekur hrylling og vinsældir

Hrollvekjan Ó, Karítas eftir Emil Hjörvar Petersen hefur fengið frábærar viðtökur og þetta er eitt besta upphaf á bók hjá Storytel á Íslandi. Gríðarlega mikið hefur verið hlustað og áhuginn á henni virðist bara halda áfram að vaxa. Bókin hefur að sama skapi vakið mikinn áhuga erlendis frá.

Ó, Karítas er fyrsta skáldsagan í fullri lengd sem kemur út sem Storytel Original á Íslandi, en bækur sem gefnar eru út undir þeim útgáfuhatti eru skrifaðar beint inn í hljóðbókaformið.

Bókin fjallar um meistarakokkinn Braga og unglinga hans tvo, Elísu og Láka, sem flytja í Búðardal. Erfiðleikana vilja þau skilja eftir í borginni. Þau flytja inn í gamalt hús við sjóinn, Bragi tekur við rekstri veitingastaðar og gistiheimilis á staðnum og hrífst furðu fljótt af konu í þorpinu, hinni dularfullu Karítas. Það líður þó ekki á löngu þar til tekur að bera á undarlegum atburðum í húsi fjölskyldunnar að næturlagi, atburðum sem hafa vægast sagt mikil áhrif á Braga og unglingana. Hvaða ókennilegu öfl leynast í Búðardal, þorpi sem við fyrstu sýn virtist svo friðsælt? Ó, Karítas er hrollvekja og dulrænn tryllir sem fær hárin til að rísa og rígheldur hlustendum frá fyrstu sekúndu. 

Emil Hjörvar Petersen er þekktur fyrir margrómaðar glæpafantasíur sínar um mæðgurnar Bergrúnu og Brá og stórbrotinn þríleikinn Sögu eftirlifenda. Hér færir hann sig yfir á lendur hrollvekjunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál