„Ég hef alltaf verið fíkill í svona viðtöl“

Gísli Marteinn Baldursson er gestur Snæbjörns í hlaðvarpsþættinum Snæbjörn talar …
Gísli Marteinn Baldursson er gestur Snæbjörns í hlaðvarpsþættinum Snæbjörn talar við fólk.

Gísla Martein Baldursson þarf ekki að kynna. Hann hefur lengi verið á sjónvarpsskjáum landsmanna í einni mynd eða annarri og flestir hafa líklega einhverja skoðun á honum. En hver er Gísli raunverulega? Hann bjó í Breiðholtinu í 27 ár, er Edduverðlaunahafi, fyrrverandi flugþjónn og með háskólamenntun í borgum. Margir tengja Gísla við bíllausan lífsstíl, en hann taldi þó niður dagana í að hann fengi bílpróf eins og margir aðrir. Í dag er hann hluthafi í Kaffi Vest, þáttastjórnandi í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV og mikill áhugamaður um fólk af öllum stærðum og gerðum. En jafnvel eftir að hafa farið í árs nám við Harvard og að stjórna einum vinsælasta þætti Íslands í dag er Gísli alltaf að leita að leiðum til að gera eitthvað stærra og betra, af sinni einstöku ástríðu og gleði, sem skín í gegn í þessu samtali. Hann er gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpsþættinum Snæbjörn talar við fólk. 

Gísli Marteinn talar um fyrstu íbúðina en hún var í Sádi-Arabíu. Hann bjó þar í sex mánuði ásamt Völu, konunni sinni, þegar þau unnu sem flugþjónar.

„Ég fer á eitthvert flugfreyjunámskeið, bara „your nearest exit may be behind you“ og allt þetta. [...] Og bara að læra hérna, „doors locked and armed“ eins og í venjulegu flugi, en þetta er ekki neitt eins og í venjulegu flugi, þetta pílagrímsflug. [...] Þá er bara einn góðan veðurdag komið að því að okkur er smalað upp í einhverja eina góða 747-þotu, sem eru þessar júmbóþotur á tveim, þremur hæðum – ég hef aldrei haft áhuga á flugi eða neitt sko – og allt í einu er ég bara kominn úr Ásgarðinum með Völu minni og pabbi er þá kominn heim úr náminu þannig að hann ætlaði að sjá um hundinn, og við bara stígum upp í flugvél og erum í Sádi-Arabíu frá febrúar fram í október, „more or less“, með held ég einu fríi á Íslandi í millitíðinni. Og þar eru bara mjög góð laun og þar er í rauninni fyrsta íbúðin sem við Vala erum í sem er ekki í foreldrahúsum,“ segir Gísli Marteinn í viðtalinu við Snæbjörn. 

Hann horfir til baka á Laugardagskvöld með Gísla Marteini með stolti, en finnst hann hafa þurft aðeins meiri tíma til að vera fyllilega tilbúinn í þennan þátt, jafnvel þótt hann hafi hlotið Edduverðlaunin fyrir hann. Átti heilu hillurnar af VHS-spólum með upptökum af viðtölum og Hemma Gunn sem hann hámaði í sig í undirbúningi. Um Laugardagskvöld með Gísla Marteini segir hann:

„Þar var ég bara alfarið að gera mitt besta. Ég tók þetta mjög alvarlega, var ógeðslega duglegur. Ég hef alltaf verið fíkill í svona viðtöl, svona eins og þú ert að gera núna. Tímaritsviðtöl, sjónvarpsviðtöl. Þú veist, það voru ekki til podcöst þá sko, þannig að það var erfiðara að eiga þetta. Ég átti [...] viðtöl við fólk á VHS-i í löngum hillumetrum, horfði á alla Hemma Gunn-þættina oft og las öll tímaritsviðtöl. Mamma var áskrifandi að Lífi, sem síðan hét Nýtt líf. Viðtöl við einhverjar konur þar, sem ég hafði ekki áhuga á. Ég spændi þetta allt í mig.“

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is. 

Snæbjörn Ragnarsson og Gísli Marteinn Baldursson.
Snæbjörn Ragnarsson og Gísli Marteinn Baldursson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál