„Ég bara var aldrei með fæturna á jörðinni“

Í nýjasta þættinum af Með Loga segir Emilíana Torrini frá því þegar hún fann röddina sína og uppgötvaði að hún gæti sungið. Þá var hún aðeins 15 ára og það var eins og hún spryngi út það árið. Hún vann söngkeppni framhaldsskólanna, byrjaði í óperusöngnámi og varð skyndilega öllum landsmönnum að góðu kunn.

„Var ekki svolítið erfitt að hafa fæturna á jörðinni á þessum tíma,“ spyr Logi? 

„Ég bara var aldrei með fæturna á jörðinni hvort eð er,“ svarar Emilíana í frábæru samtali þeirra Loga.

Þátturinn kemur inn á Sjónvarp Símans á fimmtudaginn og verður í opinni dagskrá þann sama dag kl. 20:10.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál