Buðu í skírn sem varð óvænt að brúðkaupi

Tómas Þór Þorsteinsson og Freyja Ágústsdóttir gengur í hjónaband í …
Tómas Þór Þorsteinsson og Freyja Ágústsdóttir gengur í hjónaband í upphafi ársins. mbl.is/Laimonas Dom Baranauskas

Tómas Þór Þorsteinsson rekstrarstjóri Private Travel Iceland og Freyja Ágústsdóttir sem starfar í söludeild Keahótela giftu sig í janúar á þessu ári. 

Yngri dóttir þeirra hjóna kom í heiminn 21. ágúst árið 2020 og var planið að gifta sig óvænt í skírninni hennar.

„Vegna samkomutakmarkana var erfitt að negla dag fyrir athöfnina en við stefndum fyrst á 20. desember árið 2020. Þá máttu einungis tíu manns koma saman svo við frestuðum því. Loks gátum við bókað allt þann 31. janúar á þessu fallega ári 2021. Þá máttu tuttugu manns koma saman og hittast. Við töldum sextán í okkar nánustu fjölskyldu. Svo var presturinn, ljósmyndari og orgelleikari. Við buðum foreldrum okkar, systkinum og fjölskyldum þeirra.“

Þau vildu hafa lítið brúðkaup svo kórónuveiran hafði ekki mikil áhrif á daginn sjálfan. 

„Dagurinn heppnaðist fullkomlega. Við buðum öllum í skírn klukkan tvö í Lágafellskirkju og engan grunaði neitt fyrr en eldri dóttir okkar birtist í brúðarmeyjarkjól og organistinn byrjaði að spila. Það var ótrúlega gaman að koma öllum á óvart.“

Tinna Tra sá um hár og förðun brúðarinnar.
Tinna Tra sá um hár og förðun brúðarinnar. mbl.is/Laimonas Dom Baranauskas

Hvaða máli skiptir að vera með góðan ljósmyndara í brúðkaupinu?

„Við hefðum ekki trúað hvað það skipti miklu máli. Hann náði mörgum augnablikum sem okkur finnst falleg. Laimonas Domas Baranauskas hjá Sunday & White Wedding er algjör snillingur og mælum við eindregið með honum. 

Við ákváðum að fara í ljósmyndatöku með stelpunum okkar fyrir athöfnina og fannst okkur gott að vera búin með það. Svo fóru foreldrar okkar með stelpurnar heim eftir athöfnina og við tvö urðum eftir fyrir ljósmyndatöku af okkur brúðhjónunum.“

Á leið inn í Lágafellskirkju til að skíra dótturina og …
Á leið inn í Lágafellskirkju til að skíra dótturina og ganga í heilagt hjónaband. mbl.is/Laimonas Dom Baranauskas
Hátíðleg stund inn í kirkjunni.
Hátíðleg stund inn í kirkjunni. mbl.is/Laimonas Dom Baranauskas

Hvað eruð þið ánægðust með tengt ljósmyndunum?

„Okkur leið alltaf vel fyrir framan myndavélina. Ljósmyndirnar eru æðislegar og við fengum miklu meira af myndum en við bjuggumst við. Við vorum mjög spennt að sjá ljósmyndirnar og Laimonas var ótrúlega snöggur að vinna þær. Við fengum nokkrar daginn eftir og svo skilaði hann öllu af sér eftir einungis sex daga.“

Athöfnin var í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ og voru brúðhjónin svo með litla veislu heima hjá sér eftir vígsluna. 

Þau voru ekki með þema í skreytingum heima en pöntuðu girnilegt sushi frá Sjávargrillinu og fengu mjög góða þjónustu þar. 

Fjölskyldan hamingjusöm og glöð eftir athöfnina.
Fjölskyldan hamingjusöm og glöð eftir athöfnina. mbl.is/Laimonas Dom Baranauskas
Brúðhjónin fór í stutta ljósmyndatöku eftir athöfnina á meðan foreldrar …
Brúðhjónin fór í stutta ljósmyndatöku eftir athöfnina á meðan foreldrar þeirra fóru með börnin heim að undirbúa litlu veisluna. mbl.is/Laimonas Dom Baranauskas

„Við vorum einnig með snittur frá Tapasbarnum.“

Hver er grunnurinn að góðu hjónabandi?

„Við erum ekki búin að vera gift lengi en teljum traust skipta miklu máli og að ræða málin. Það hefur reynst okkur vel.“

Þótt boðið og allt í kringum veisluna hafi verið frekar afslappað og látlaust voru þau með fallegar kökur á boðstólum sem eftir var tekið. 

„Við vorum með skírnarköku frá Sætum syndum og fyrir brúðarkökuna leigðum við sex hæða kökustand úr plexígleri frá Gotteríi og gersemum.“

Brúðhjónin létu kuldan og íslenska veturinn ekki aftra því að …
Brúðhjónin létu kuldan og íslenska veturinn ekki aftra því að taka fallega mynd af sér úti í náttúrunni. mbl.is/Laimonas Dom Baranauskas
Íslenska náttúran er án efa fallegasta sögusviðið.
Íslenska náttúran er án efa fallegasta sögusviðið. mbl.is/Laimonas Dom Baranauskas

Freyja bakaði köku á toppinn sjálf og á hæðunum fyrir neðan voru alls konar girnilegar kökur.

„Við buðum upp á makkarónur, litlar múffur, dumle-bita og súkkulaðihúðuð jarðarber, svo ekki sé minnst á girnilegu sörurnar sem við röðuðum fallega á plexíglerið.“

Þegar kom að útliti brúðarinnar þá fékk hún Tinnu Tra til að koma heim um morguninn og sjá um förðun og hárið fyrir stóra daginn.

Þú getur lesið Brúðkaupsblað Morgunblaðsins HÉR. 

Brúðkaupsblað Morgunblaðsins kom út í dag.
Brúðkaupsblað Morgunblaðsins kom út í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál