Sindri og Kristín Péturs hætt saman

Sindri og Kristín eru hætt saman.
Sindri og Kristín eru hætt saman. Samsett mynd

Kristín Pétursdóttir leikkona og Sindri Þórhallsson verslunarstjóri í fataversluninni Húrra Reykjavík eru hætt saman að því fram kemur á vef DV. Kristín greindi frá því í hlaðvarpsþætti Hæ hæ – Ævin­týri Hjálm­ars og Helga í mars að hún ætti kærasta. 

Stuttu eftir að Kristín opinberaði sambandsstöðu sína greindi Smartland frá því að Sindri væri sá heppni. Kristín og Sindri voru búin að vera sambandi í þó nokkurn tíma áður en Kristín greindi frá sambandi þeirra. 

Krist­ín er útskrifuð leikkona frá Listháskóla Íslands og lék meðal annars í Eurogarðinum. Hún var áður í sam­bandi með áhrifa­vald­in­um Brynj­ólfi Löve og eiga þau sam­an son­inn Storm. Þau hættu sam­an fyr­ir rúm­lega ári.

Smart­land ósk­ar Kristínu og Sindra góðs geng­is. 

mbl.is