Björn Ingi og Kolfinna fundu ástina á ný

Kolfinna Von Arnardóttir og Björn Ingi Hrafnsson.
Kolfinna Von Arnardóttir og Björn Ingi Hrafnsson. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, eða Björn Ingi á Viljanum, og Kolfinna Von Arnardóttir eru tekin saman á ný. Þetta herma heimildir Smartlands en þegar blaðamaður ræddi við Björn Inga vildi hann ekki tjá sig um svo persónuleg málefni.

Björn og Kolfinna giftu sig árið 2015 en skildu að borði og sæng í upphafi árs 2020. Kolfinna birti mynd af þeim Birni saman í Landmannalaugum í gær, en þau virðast vera í litlu sumarfríi saman. Þau eiga eina dóttur saman.

Björn Ingi hefur staðið í brúnni á Viljanum í heimsfaraldrinum og verið tíður gestur á upplýsingafundum almannavarna. Hann skrifaði einnig bók um fyrstu mánuði faraldursins, Vörn gegn veiru, og í formála bókarinnar þakkaði hann Kolfinnu sinni fyrir stuðninginn. 

Smartland óskar þeim innilega til hamingu með að hafa fundið hvort annað aftur!

mbl.is