Björn Ingi þakkar fyrrverandi fyrir stuðninginn

Kolfinna Von og Björn Ingi Hrafnsson mættu með börnin í …
Kolfinna Von og Björn Ingi Hrafnsson mættu með börnin í útgáfuhófið. Ljósmynd/HAG

Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri Viljans er höfundur bókarinnar Vörn gegn veiru, sem kom út í vikunni. Í bókinni fjallar hann um kórónuveirufaraldurinn frá a-ö. Í formála bókarinnar þakkar hann fyrrverandi eiginkonu sinni, Kolfinnu Von Arnardóttur, fyrir stuðninginn. 

Kolfinna Von greinir frá því á Facebook að Björn Ingi hafi komið til sín í morgunsárið með áritað eintak af bókinni. Björn Ingi og Kolfinna Von gengu í hjónaband 2015 en skildu að borði og sæng í janúar á þessu ári. 

Þessa mynd birti Kolfinna Von á Facebook-síðu sinni.
Þessa mynd birti Kolfinna Von á Facebook-síðu sinni.
mbl.is